Harmonikublaðið - 15.05.2020, Síða 22

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Síða 22
Vísur í Harmonikublaðið - Hagyrðingaþáttur á Breiðumýri Jólaball Harmonikufélags Þingeyinga í ár var haldið á Breiðumýri í janúar eins og alltaf, með bögglauppboði og vísnaþætd. Venjulega hefur Vísnavinafélagið Kveðandi séð um þáttinn, en núna sáu félagar um hann sjálfir. Þátttakendur voru Sigríður Ivarsdóttir, Þórgrímur Björnsson, Hólmfríður Bjartmars, Davíð Herbertsson og Friðrik Steingrímsson. Hér á eftir fara nokkrar af vísunum. Fyrsta yrkisefnið var áramótaheit sem menn svöruðu greiðlega, hvort sem þeir mundu það, eða ekki. Minning þess er ekki alveg skær hvort eina flösku drakk ég, eða tvær. Svo varð ég alveg viti mínu fjær og víman loksins rann af mér í gær. Davíð Engum heitum inni frá um þau blöðum síst mun fletta því ýmsar konur yrðu þá undirleitar ef þau frétta. Þórgrímnr Alltaf heitin ein og tvenn um áramót ég vinn. Eg sver að elska alla menn einnig minn. Hólmfríður Eitt ég nokkuð um það veit og öðrum betur þekki Að þó ég strengi heilög heit held ég þau bara ekki. Friðrik Um launahækkun eldri borgara höfðu menn þetta að segja. Ei skal hlífa öldnum þræl allra mestu hróin. Teyma skal að tjóðurhæl og troða af þeim skóinn. Þórgrímur Ansi það mig grunar, að ekki græðist fé á því sitja yfirvöldin bara. Hækkanir sem áttu að verða, ekki beint ég sé eitt er víst að nú er þörf að spara. Sigríður Tæpast vera minna má svo maður í það rýni, þeir hafa varla efni á öðru en brennivíni. Friðrik Himnaríki var eitt yrkisefni frá stjórnanda. I bernsku minni innrætt er þó ýmsum þyki miður. Að upp til himna andinn fer en afgangurinn niður. Friðrik Um grænar lendur þig guð fær leitt gott ef þú kannt að meta. Að himnavistinni er aðeins eitt þar ekkert er til að éta. Sigríður Um auglýsingar frá Kaupfélagi Borgfirðinga um hálfvita og drullusokka orti Þórgrímur. Niðjar Egils ekki meir yrkja dýra ljóðaflokka. En hafa til að hnoða leir hálfvita og drullusokka. Þórgrímur Um sjálfa sig, náttúruna og ellina höfðu menn þetta að segja. Ég hef yfir engu að klaga ástand mitt er harla gott. Vakna alltaf alla daga úrillur með þynnkuvott. Friðrik Ergir fóta ástandið einhver heilsu vandi. Einkum þann til vinstri við vininn ódrepandi. Friðrik Og eftir ballið lýsti Þórgrímur sér svona. Eg er frekar fótasár flestar tærnar rauðar. Heilasellur hrumar þrjár hinar allar dauðar. Þórgrímur Að lokum var spurt hvort Harmonikufélagið okkar væri að deyja. Við erum nú bara Adams leir og eilíf varla héðra. Ef félagið okkar dalar og deyr dönsum við bara í Neðra. Hólmfríður Eg hygg það af sér storminn standi ef starfar sérhver hönd þar fús. Nema þá ef Siggi á Sandi sendir það í sláturhús. Friðrik Tvær vísur sendi Þórgrímur mér í kórónufríinu og læt ég þær fljóta með. Víðir stöðugt áminnir oss atlota heima sérhver njóti. Gefðu nú Sigurði góðan koss þér gefst kannske annar á móti. Þó við elskumst ákaft, sko á það að vera svona. Við skulum mæla metra tvo á milli okkar kona. Þórgrímur Með harmonikukveðju Hólmfríður Bjartmarsdóttir

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.