Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 9

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 9
Kveðja frá fráfarandi stjórn FHS Nýja stjómin. Sigurður Baldursson, Steinunn Arnljótsdóttir og Helga Hjálmarsdóttir Fráfarandi stjórn: SigriSur í MiShúsum, Gunnar formaSur og RagnheiSur í Marbxli Á þessum tímamótum langar okkur að endurlifa ferðalagið í gegnum árin, rifja upp starfsemi félagsins og minnast allra þeirra með þakklæti sem við kynntumst á leiðinni og komu að starfseminni í áranna rás. Fyrsta verk Gunnars Ágústssonar sem formanns var að taka á móti sænska tríóinu Nya Bröderne Fárm ásamt fylgdarliði 10. júní 1998. Voru það Friðjón Hallgrímsson og Guðný kona hans, Sigrún Bjarnadóttir og hennar maður Valur ásamt bílstjóranum Stefáni Leifssyni. Hélt tríóið tónleika að Hótel Varmahlíð. Þetta er ekki eini erlendi snillingurinn sem félagið hefur fengið í heimsókn. Gary Blair skoskur harmonikuleikari kom og spilaði í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki 22. maí 2004. Voru það hinir skemmtilegustu tónleikar. Þegar björtust var sumarnóttin 19.- 21. júní var fyrsta Jónsmessuhátíðin haldin í Húnaveri í samstarfi við HUH sem er Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum. Hélst samstarf um skemmtanir Jónsmessuhelganna fram til ársins 2011 þá urðu breytingar og FHS hefur staðið eitt að hátíðinni síðan, um árabil í Húnaveri en frá 2015 í Árgarði. Hljómsveit félagsins sem og stakir félagar hafa spilað við ýmis tækifæri í gegnum árin svo sem í leikskólum, haldið uppá Harmonikudaginn, leikið áýmsum dansleikjum eins og t.d. fyrir eldridansaklúbbinn Hvell, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og ýmis félagasamtök. Við höfum tekið á móti góðum gestum t.d. Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík. Var móttakan í Árgarði 13. maí 2000. Var efnt til borðhalds í samvinnu beggja félaga og voru menn glaðir og reifir. Var þetta góð stund og eftirminnileg. Aðalfundir SIHU hafa líka verið haldnir hér norðan heiða. I fyrsta sinn haustið 1999 í samstarfi við Húnvetninga. Var fundurinn haldinn í Miðgarði en gisting á Hótel Varmahlíð og Löngumýri. Aftur héldum við aðalfund SÍHU það var haustið 2004 en þá varð Árgarður fyrir valinu. Framkvæmd bæði haustin gekk vel og var skemmtileg tilbreyting í starfinu. Landsmót ungra harmonikuleikara var svo haldið í Árgarði 22. maí 2004 í samvinnu við SIHU. Það var fengur að sjá og njóta tónlistar unga fólksins. FHS lagði til mann í stjórn SIHU um tíma, Gunnar Ágústsson starfaði með þeim sem gjaldkeri í sex ár. Við gerðum eitt sumarið góða ferð suður Kjöl á vinafund þegar Harmonikufélag Rangæinga bauð til sumarhátíðar. Áttum við þar skemmtilega helgi og nutum gestrisni Sunnlendinga í fallegu veðri. Gátum við endurgoldið þeim síðar með boði á Jónsmessuhátíðina á Steinsstöðum. Bættust þá í hópinn Árnesingar og Selfyssingar Það er ómetanlegt að kynnast og njóta samveru félaga vítt um land. Snillingurinn Aðalsteinn Isfjörð gekk til liðs við félagið uppúr aldamótunum og styrkti það félagið mjög. FHS hefur staðið fyrir ýmsum tónleikum í gegnum tíðina. „Tekið í belg“ voru haldnir voru á þremur stöðum í héraðinu í desember og janúar 2008 og 2009. Þar léku Aðalsteinn Isfjörð, Jón Þorsteinn Reynisson, Miðhúsabræður Jón og Stefán, Kristján Þór og Tanja. Gaman er að geta þess að hún er barnabarn Aðalsteins Isfjörð. Kynnir var Gunnar Rögnvaldsson. Tónleikahaldið hélt áfram og á tónleikum um sæluviku vorið 2009 kom snillingurinn Ragnar Bjarnason og söng með hljómsveit félagsins. Var það afar skemmtileg kvöldstund. Ragnar heillaði alltaf áheyrendur með einstökum söng og framkomu. Félagið tók einnig þátt í samkomu/dagskrá sem haldin var 2010 á Ketilási, um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi. Að sönnum sveitasið var klykkt út með dansleik á eftir. Stærsta verkefni sem félagið stofnaði til var tónleikaröðin „Manstu gamla daga“. Þar flutti hljómsveit félagsins tónlist sem spannaði árabilið frá stríðsárunum. Inn á milli laga flutti Björn Björnsson fyrrum skólastjóri, sannar eða ekki, sögur af samtímafólki af stakri snilld. Þessi dagskrá var flutt í sex ár. Nýtt árabil var tekið fyrir í hvert sinn. Hljómsveitarstjóri öll árin var Guðmundur Ragnarsson. Með honum spiluðu Kristján Þór Hansen, Rögnvaldur Valbergsson, Aðalsteinn Isfjörð, Sigfús Benediktsson, Jón Gíslason, Stefán Gíslason. Jóhann Margeirsson, Margeir Margeirsson. Söngvarar voru Ásdís Guðmundsdóttir, Stefán Jökull Jónsson, Dagbjört Jóhannesdóttir, Róbert Ottarsson og Guðrún Jónsdóttir. Mynddiskar voru gefnir út með efni hvers árs og seldust þeir vel. Einn geisladiskur SMS var tekinn upp, var hann með lögum eftir Guðmund Ragnarsson, Aðalstein Isfjörð og Stefán Jökul Jónsson. Við fráfarandi stjórn FHS kveðjum ykkur félagar vítt um land með kærum þökkum fyrir gott samstarf og skemmtileg og ómetanleg kynni. Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælf ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími 456 3291 - byggdasafn@isafjordur.is - www.nedsti.is 9

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.