Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 14
Tyrir vorferð FHUR að Laugum í Sælingsdal vorið 1998 fékk Elísabet Harðardóttir okkur konurnar til að æfa sérstakt prógram. Þar voru Elsa Kristjáns, Elsa Haralds, ég og Elísabet Harðardóttir og einhverjar fleiri. Þetta gekk vel og Grettir Björnsson var mjög ánægður með þetta framtak. Haustið 2013 stakk Elsa Kristjáns upp á því að við í hljómsveit FHUR æfðum upp sérstaka kvennasveit. Þetta voru Elsa Kristjánsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir og Asgerður Jónsdóttir og við æfðum nokkur lög okkur til ánægju. Við völdum helst tvíradda lög sem ég skannaði og sendi á hópinn. Svo bættist Fróði Oddsson gítarleikari í hópinn og úr urðu skemmtilegar æfingar með matseld, tarotspilum, leikfimi og fleiru. Þá kallaðist sveitin Fimm og Fróði. Við spiluðum á hjúkrunarheimilum eins og Eir, á Grund, Skjóli, í Mörkinni og víðar. Fróði hætti að Þetta er sett hér með til þess að skrá niður þennan kafla í sögu kvennasveita FHUR, en þær hafa veitt okkur sem þátt tóku í starfi þeirra mikla ánægju. Nú er lag Blaðið Harmonikan, sem þeir Hilmar Hjartarson og Þorsteinn Þorsteinsson gáfu út hélt um árabil harmonikumót um verslunarmannahelgina, í Galtalæk og Þrastaskógi. Þessi mót voru skemmtileg og ég samdi lag og texta sem heitir Galtalækjargaman sem þakklætisvott til Steina og Hilmars. Viðlagið var „Snjallir eru strákarnir, Steini og Hilmar Hjartar, alltaf eru tilbúnir, mótinu að starta.“ FHUR fór að halda harmonikumót um þessa helgi nokkrum árum seinna og hefur það verið fjölsótt frá upphafi. Arið 2003 var það fyrst haldið undir merkjum FHUR í Iðufelli í Laugarási, í framhaldi af harmonikumótum sveitir, bæði innlendar og erlendar. Auðna mun ráða hvernig verður næstu verslunarmannahelgi en ég vona það besta. SIHU og Leikskólaverkefinið I framhaldi af formennsku í FHUR varð ég varaformaður SIHU, að mig minnir 2012 og var þar til 2014, en Gunnar Kvaran var formaður landssambandsins. Þar fékk ég mikið og skemmtilegt verkefni með Guðrúnu Guðjónsdóttur frá Harmonikufélagi Reykja- víkur sem stóð yfir í tvö og hálft ár. Við nefndum það „Harmonikan í leikskólum landsins“. Við sömdum bréf og sendum á alla leikskólana með ósk um að þeir hefðu samband við okkur ef þeir vildu fá harmonikuleikara í heimsólui. Þetta gekk allt eftir og bréfið var áframsent á harmonikufélögin á landsbyggðinni þar sem það átti við og svo voru fengnir utanfélagsmenn á Hólmavík, Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði til Foreldrar og börn orðin stúdentar Elísabet og Gyða leika í afmalisveislu spila með okkur vorið 2014. Árið 2016 bættist Gyða Guðmundsdóttir í hópinn og sama ár kom Pétur Bjarnason og lék með okkur á bassann (og eldaði líka frábærar súpur!). Þá spiluðum við á þorrablótum í Fáksheimilinu til viðbótar við Hjúkrunarheimilið Eir sem við heimsóttum oft og fleiri staði. Þá kölluðum við okkur Pæjurnar og Pétur. Einnig spilaði hluti hópsins á sumarhátíðinni að Laugarbakka og á skemmtifundum í Iðnó. Eftir fráfall Elsu Kristjánsdóttur 2017 fengum við Ulfhildi Grímsdóttur í hópinn. Lengst af vorum við kallaðar Kvennasveit FHUR. Veturinn 2018- 19 varð minna um æfingar kvennasveitarinnar og Halldóra hætti í hljómsveitinni. Við Ásgerður og Ulfhildur spiluðum samt á Laugarbakkahácíðinni um sumarið. Síðastliðinn vetur ætluðum við að reyna að hittast eitthvað og spila og spjalla, en lítið varð úr því. Það þurfti að sinna æfingum á landsmótslögunum og dansmúsikinni hjá FHUR og svo setti veiran stórt strik í reikninginn. Við Gyða höfum í nokkur ár spilað mikið saman og köllum okkur Harmonikufrænkur. sem þar höfðu verið, en mótið var flutt að Árnesi árið 2004. I Árnesi var gott að vera, skjólsælt tjaldsvæði, góð sundlaug og ágætt félagsheimili. Við Reynir mættum fyrst á mótin í Árnesi og höfum mætt alltaf síðan. Eftir að Árnesi var lokað var farið að Varmalandi í Borgarfirði, sem var um margt ákjósanlegur staður, rúmgott tjaldsvæði, sundlaug og ágætt samkomuhús og þar hafði m.a. landsmótið farið fram 1984. Þar gat þó stundum hvesst hressilega. Ekki var ánægja með framkomu tjaldstæðishaldara við harmonikuunnendur og færðum við okkur þá að Borg í Grímsnesi. Þar var mótið haldið í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina 2017 og þar finnst mörgum okkar að við séum „komin heim.“ Staðurinn er miðsvæðis, tjaldstæði gott og þokkalega skjólsælt. Þá spillir það ekki að umsjónarmaður tjaldstæðisins og húsvörður félagsheimilisins hafa sýnt einstaka lipurð og samstarfsvilja. Mótið hefur verið haldið þar síðan, er orðið vinsælt og mótin hafa skilað hagnaði. FHUR hefur ávallt lagt mikinn metnað í þessi mót og fengið þangað einleikara og harmoniku- að sinna harmonikuheimsóknum í leikskólana þar. Pétur Bjarna náði í nikkara á Tálknafirði og Patreksfirði. Þetta átak stóð í tvö ár og sums staðar lengur. Mikill fjöldi leikskóla var heimsóttur, og komið oft á suma. Margir tugir harmonikuleikara tóku þátt í þessu starfi og gáfu vinnu sína. Við Sigurður Alfons kennari minn og félagi fórum oft saman á leikskóla og förum árlega á suma. Reyndar fór ég aftur í harmonikunám en nú hjá Sigurði til vors 2019 og þá benti Sigurður mér á að tala við German Klophin en vegna anna tók ég mér hlé frá námi síðastliðinn vetur og margt á ég ólært enn. I lok þessa verkefnis stóð SIHU að útgáfu á geisladiski þar sem Baldur Geirmundsson lék á harmoniku og Magnús Reynir Guðmundsson kynnti lögin. Þessir diskar eru nú til í flestum Ieikskólum landsins og notaðir þar. Italíuferð og Stórsveit SIBS Haustið 2014 bað Gunnar Kvaran mig að sjá um ferðalag til Italíu fyrir SÍHU. Undir- búningur gekk vel og þetta varð einstaklega skemmtileg og eftirminnileg ferð með 14

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.