Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 12
6
CX0 Qjy)
Elsa Dóra & áhugamálin
t4?o)
Viðtalið er að þessu sinni við Elísabetu
Halldóru Einarsdóttur, sem er formaður
Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og það
reyndar í annað sinn. Elísabet hefur um langt
skeið verið öflug í þessu yndislega samfélagi
okkar harmonikuleikara og unnenda. Það er
hógvær fullyrðing að segja hana félagslynda
og réttara væri að kalla hana félagsmálatröll
vegna félagsstarfa fyrir FHUR. Elsa Dóra,
eins og hún er kölluð í fjölskyldunni, var ávallt
kölluð Elsa eftir fermingu en þar sem tvær
Elsur voru fyrir í FHUR notaði hún Elísabetar
nafnið þar. Hún er fædd og uppalin á
Skaganum, er ættuð af Vestfjörðum þar sem
hún á sterkan og tónelskan frændgarð, en
foreldrar hennar fluttu frá Súðavík til Akraness
1951, árið sem Elísabet fæddist.
En nú gefum við Elísabetu sjálfri orðið:
Æskuár á Skaganum
Eg átti góða og glaðværa æsku á Akranesi í
hópi sex systkina. Tvö elstu systkini mín
spiluðu á hljóðfæri, Silla spilar á gítar og Gísli
á harmoniku og foreldrar mínir sungu líka
mikið. Systkini mín sögðu að ég hafi verið
síhlæjandi og sísyngjandi og það jafnt hvort
ég kunni textann eða ekki, en þau fengu mig
oft til að syngja lög aftur ef ég hafði misheyrt
textann og skemmtu sér vel á minn kostnað.
Mér er sagt að ég hafi verið fljót að læra að
tala, syngja og læra lög sem mér þóttu
skemmtileg.
Ég hugsa að þetta hafi verið rétt því ég man
að ég hafði snemma áhuga á söng og
hljóðfæraleik, hlustaði á lög í útvarpinu og
lærði lögin og textana. Hef oft verið minnt á
þegar Ingibjörg Þorbergs söng, sagði ég alltaf
að Bangsimon væri að syngja. Sat upp við
útvarpið og skrifaði niður texta frá Oskalögum
sjómanna, Óskalögum sjúklinga og Lögum
unga fólksins. I skólanum söng ég í skólakór
Barnaskóla Akraness.
Afi minn spilaði á tvöfalda harmoniku eins
og bræður hans og frændur margir. Hann lærði
af norsku hvalveiðimönnunum eins og ýmsir
við Djúp. Hjá honum kynntist ég
Lördagsvalsen og fleiri gömlum og góðum
lögum. Jónatan móðurbróðir minn og Haukur
Daníelssson frændi minn voru líka góðir á
nikkurnar. Þeir komu fram á Landsmótinu á
Kvennaskólakvartettinn
Laugum 1990 og spiluðu þá saman á tvær
diatoniskar harmonikur, en það hafði ekki
verið gert áður á landsmóti að ég held. Þeir
áttu báðir stórar hnappaharmonikur og
spiluðu líka á þær, en héldu hefðinni vakandi
með þeim litlu.
Gítarinn varð fyrsta hljóðfærið mitt og um
tólf ára aldur fékk ég lánaða bók um gítargrip
með nokkrum lögum. Ég söng aðallega heima
fyrir mömmu og spilaði á gítarinn. Sat gjarnan
á eldhúsofninum og söng eins hátt og ég gat
og konan í næsta húsi sagði við pabba: „Ja mér
þykir hátt stillt hjá ykkur útvarpið.“ Pabbi
sagði: „Þetta er bara hún dóttir mín að syngja
og spila!“ Við sungum líka mikið við Sigga
Ola, vinkona mín, bæði á ensku og íslensku,
veturinn sem við vorum í landsprófi.
Gísli bróðir átti ágæta harmoniku (Weltmeister
ef ég man rétt) sem ég fiktaði við og hann sagði
mér aðeins til. Svo keypti ég mér litla svarta
Weltmeister harmoniku á 650 krónur þegar ég
var 15 ára. Ég held að seljandinn sjái enn eftir
sölunni! Það voru Gísli bróðir og Sveinbjörn
afi (stundum kallaður sumarafi) sem urðu til
þess að ég fékk áhuga á harmonikunni og
mamma hlustaði með mér á Gretti Björnsson,
John Molinari og fleiri góða.
Kvartett verðandi húsmæðra
Ég fór 17 ára gömul í Húsmæðraskóla
Blönduóss. Ég tók gítarinn með og við vorum
oftast fjórar sem sungum saman, Ingibjörg
Þorláks og Sigríður Gunnars frá Þingeyri og
við Sigga Ola frá Akranesi. Við vorum
stundum fengnar til að skemmta líka fyrir
utan skólann. En við höfðum ákveðinn
útivistartíma sem væri ekki hægt að bjóða 17
ára fólki núna. Við fórum svo þrjár úr
kvartettinum á Laugarvatn og þar héldum við
áfram að syngja. Frænka mín, Sesselja
Bjarnadóttir, bættist þá við og söng með mér
milliröddina.
12