Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 16

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 16
Saga harmonikumóta á íslandi - Annar hluti - Rómatískur skógardans á Breiðumýri Guörnundur Jóhanns ogÞórir trommari taka lagið í Þverárrétt Ása og Einar úti i móum við réttina Elísahet, Hilmar og Óli Th stilla saman við réttina í 3. tbl. 17. árgangs Harmonikublaðsins birtist grein þar sem sagt var frá upphafi harmonikumótanna á Islandi. Hér er annar hluti þessa greinaflokks. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til forystufólk harmonikufélaganna í landinu tók að íhuga þennan möguleika, til viðbótar við vetrarstarfið. Ekki síður með það í huga að auka samskipti við önnur félög. Mörgum fannst það fulllangur tími að hittast aðeins á þriggja ára fresti. Eins og svo oft áður voru það Þingeyingar og Eyfirðingar sem riðu á vaðið. Fram kemur í viðtali við einn aðstandenda Breiðumýrar- mótsins að: „Nokkrum sinnum var það rœtt í stjórn félagsins að vera með útilegumót í líkingu við það sem blaðið Harmonikan stóð fyrir í Galtalœkjarskógi og var það fyrirmyndin að þessum samkomum. Þessar samkomur voru upphaflega hugsaðar sem fölskylduskemmtun og voru þaðfyrstu árin, það var fólk á öllum aldri frá börnum og uppúr. “ Þessi félög gerðu með sér lauslegan samning veturinn 1991 að stefna fólki að Breiðumýri í Reykjadal næsta sumar. Þetta fyrsta Breiðumýrarmót fór fram dagana 19. - 21. júlí 1991. Þá voru liðin fjögur ár frá því að blaðið Harmonikan hélt sitt fyrsta mót í Galtalæk. I grein í Harmonikunni haustið 1991 kemur fram, að í gestabók hafi 70 manns ritað nöfn sín, en talið að á annað hundrað manns hafi komið í heimsókn um helgina. Það þarf varla að taka fram að mótið fór fram í þingeyskri sumarblíðu, annað væri nú. Mótið á Breiðumýri var haldið úti, með þeirri undantekningu að gestir fengu að nýta sér salernisaðstöðuna í anddyrinu á föstudagskvöldið. „A laugar- dagskvöldiðfengum við afnot afdanssal hússins og þá var haldin nokkurskonar kvöldvaka með ýmsum uppákomun og síðan dansaðfram á nótt við undirleik ýmissa félaga. A árshátíð félagsins árið eftir flutti Svanhildur S. Leósdóttir frumsamdar gamanvísur um fyrsta Breiðu- mýrarmótið". Þingeyingum og Eyfirðingum var ljóst frá upphafi að uppákomur af þessu tagi áttu erindi til Norðlendinga og strax var farið að huga að næsta móti. Smám saman breytist það í það sem nú telst hefðbundið harmoniku- mót, með dansleikjum föstudags- og laugar- dagskvöld og samspili í sól og sumaryl um miðjan daginn. Strax frá byrjun tóku móts- haldarar upp þann sið að hafa eins konar kvöldvöku á laugardag og var þar ýmislegt til gamans gert, sem fyrir marga hefur verið eitt aðalatriðið á þessum mótum. Það eru eldti alltaf margir sem bera þungann af svona mótum. A Breiðumýri urðu þær strax mjög atkvæðamiklar Saga Jónsdóttir á Rauðá og Húsvíkingarnir 16 Þórgrímur Björnsson, Emhild Olsen og Rósa Þórðardóttir frá Þingeyingum og Filippía Sigur- jónsdóttir og Númi Adólfsson frá Eyfirðingunum. Hugmyndaauðgi þeirra var með ólíkindum og uppákomur á Breiðumýri urðu fljótlega þekktar meðal harmoniku- unnenda. Heilu leikþætdrnir voru jafnvel samdir og leiknir. Breiðu- mýrarmótið hefur verið fastur liður í harmonikulífi landsmanna æ síðan. Eitt skipti færðu félögin sig um set og héldu mótið að Hrafna- gili (Laugaborg) í Eyjafirði. Annars hefur mótið farið fram á Breiðu- mýri. Ekki var fastbundið í upphafi hvaða helgi skyldi notuð í mótið, en frá 1997 hefur síðasta helgin í júlí verið Breiðumýrarhelgin og nú síðustu árin Ydalahelgin. Fyrstu árin var aðsóknin að mestu bundin við norðanmenn, en með bættum vegum og jákvæðri umfjöllun fór að sjást fólk víðar að af landinu, jafnvel alla leið frá höfuðborginni. Ekki sakaði að þessa helgi hefur mátt treysta á gott veður í Reykjadalnum. Það var því með miklum ólíkindum að í bæði skiptin sem landsmót harmo- nikuunnenda fór fram að Laugum skyldi bresta á með norðan hraglanda og nepjukulda. Fljótlega varð aðsókn meiri en svo að litla samkomuhúsið á Breiðumýri dygði. Síðustu árin brugðu móts- haldarar á það ráð að reisa tjald suðvestur af húsinu. Þar gat fólk dansað og var ekki síður fjör þar. Sumarið 2017 var mótið flutt að Ydölum í Aðaldal og er vonast til að þar verði mótið í framtíðinni, en í Ýdölum er aðstaða til fyrir- myndar varðandi mótttöku á ferðamönnum, þar með töldum harmonikuunnendum. Þó ekki sé langt um liðið, hafa samgöngur batnað verulega á þessum stutta tíma harmonikumóta á Islandi. Það var því mun minna um langferðalög á milli landshluta. Innan þeirra var hins vegar talsvert um ferðalög. Sunnlendingar og Vestlendingar hittust í Galtalæk og síðar í Þrastaskógi, Alfaskeiði og Þverárrétt. Norðlendingar voru hins vegar á Breiðumýri og síðar í Húnaveri. Meðan flestir notuðust við tjöld var ástand vega minna vandamál, fólk setti tjaldið í skottið og þar með var hægt halda af stað. Vegalengdin milli Reykjavíkur og Breiðumýrar hefur sárlítið breyst frá 1995. Það er hins vegar talsvert flóknara að draga hjólhýsi á eftir sér 500 kílómetra en að hafa tjald í skottinu. Með bættum samgöngum breyttist þetta síðan. Strax

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.