Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 17
Brugðið d leik á Breiðumýri Æftjyrir leikþdtt d Breiðumýri ári eftir að Breiðumýrarhátin var fyrst haldin efndu Harmonikuunnendur Vesturlands til harmonikumóts í Þverárrétt í Þverárhlíð í Borgarfirði um Jónsmessuna 1992. Þáskráðu sig 20 manns í gestabókina, en árið eftir var talan komin í 70. Það var til baga við Þverárrétt, hversu lítið var um tjaldsvæði. Það var þó aftur haldið á sama stað næsta ár. Arið 1994 færðu Vestlendingar sig um set og fóru að Brautartungu í Lundarreykjadal. Þeir dvöldu þó ekki lengi við í Brautartungu, því næsta sumar voru þeir komnir að Faxaborg við Hvítá. Sá staður hentaði ekki til harmonikumóta og því var aftur farið í Þverárrétt, þar sem þeir héldu sín mót næstu árin, að 1996 undanskildu. Síðast voru Vestlendingar í Þverárrétt árið 2000. Þeir færðu sig í Fannahlíð undir Akra- fjalli á næsta ári og voru þar uns mótshaldi HUV lauk 2018, ef frá er talið 2013, þegar þeir voru í Miðgarði. Þó samkomuhúsið í Fannahlíð væri ekki stórt og aðstaðan á svæðinu heldur frumstæð, myndaðist strax mjög notalegt andrúmsloft í Fannahlíð. Upphafs- menn að þessum mótum voru þeir Gunnar Gauti dýralæknir ásamt Steinunni konu hans, Geir á Kjaransstöðum ásamt Jóhönnu og Rafn Jónsson með Þórunni í Borgarnesi. Mjög fljótlega urðu mótin staður til að kynna unga harmonikuleikara í héraði og stigu margir sín fyrstu spor á framabrautinni á þessum mótum. Það var margt líkt með mótunum á Breiðumýri og í Þverárrétt og Fannahlíð. Til að byrja með voru aðallega heimamenn og Reykvíkingar, sem sóttu mótin. Upp úr aldamótunum mátti hins vegar rekast á fólk á þessum mótum sem komið var langt að. Það voru Þingeyingar í Fannahlíð og Vestfirðingar í Ydölum. Allt varð þetta til að auka kynni fólks og mörg sterk vinasambönd, jafnvel hjónabönd fleiri en tvö, hafa orðið til á þessum mótum. Þá má ekki gleyma að mesta breytingin frá Galtalæk og Þrastarskógi var sú að á Breiðumýri og í Þverárhlíð var hægt að halda skemmtun innanhúss. Því var ekki að heilsa á hinum stöðunum. Eina afdrepið þar var salernis- aðstaðan. Er hætt við að einhverjum þætti það þunnur þrettándi í dag. Sumarið 1995 auglýstu Selfyssingar harmonikumót að Alfaskeiði í Hrunamannahreppi, gömlum og vinalegum samkomustað þeirra Hrunahreppinga. For- maður félagsins OlafurTh. Ólafsson og Þórður Þorsteinsson sáu um undirbúning. Engin hefðbundin dagskrá var að Alfaskeiði, en setið og spilað og spjallað í sumarblíðunni. Síðustu tvö árin var danspallur í nágrenninu en fólki fannst hann óþarflega langt frá tjaldsvæðinu. Danspallur þessi hafði áður átt sína velmektardaga í Þrastarskógi. Saga Alfaskeiðs varð hins vegar eklti löng, henni lauk 1999. 1 upphafi vildi það brenna við að mótin sköruðust. Það bar við til dæmis sumarið 1998 að þrjú mót voru um Jónsmessuna. I Þverárhlíð, Húnaveri og á Núpi í Dýrafirði. Smám saman gerðu menn sér grein fyrir að það var að stórum hluta til sami hópurinn sem stundaði harmo- nikumótin og því komst þetta í svipað horf og nú er, þó um verslunarmannahelgina hafið ' verið mót á tveimur stöðum um fimmtán ára skeið, þ.e. í Jökulsárhlíð og í Árnesi og síðar að Varmalandi í Borgarfirði og Borg í Grímsnesi, en fjarlægð á milli staðanna kom í veg fyrir alvarlega árekstra. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hefur alltaf haldið sín mót um verslunarmannahelgina. Upphaf þessara móta má segja að hafi verið Harmonikumótið í Iðufelli í Laugarási. Það var árið 1999 að Snæbjörn Magnússon stóð fyrir harmonikumóti, ásamt Hlíf Pálsdóttur, um verslunarmanna- helgina, en þá voru líðin tvö ár frá síðasta mód Harmonikunnar í Þrastarskógi. Þangað flykktust harmonikuunnendur úr Reykjavík, Suðurlandi og víðar af landinu, enda má segja að þau hafi verið beint framhald af Þrastarskógi. Sumarið 2003 var mótið í nafni FHUR, en árið eftir flutti félagið sig í Árnes í Gnúp- verjahreppi og var þar næstu sex árin, þegar félagið flutti sig að Varmalandi í Borgarfirði. Snæbjörn hélt þó áfram með sín mót í nokkur ár í samstarfi við Harmonikufélag Reykjavíkur og Harmonikufélags Selfoss. Allt um það í næstu grein Friðjón Hallgrímsson Greinin unnin að stórum hluta samkvœmt upplýsingum úr blaðinu Harmonikunni, auk persónulegra viðtala. Leikið Jýrir álfana áAlfaskeiði. Frá v.: Jón Ólafur Þorsteinsson, Sigrún Bjarnadóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Þórður Þorsteinsson og Stefán Armann Þórðarson. Nefndin sem stóð að skipulagningu hins stórskemmtilega móts að Breiðumýri. Frá v. Filippía J. Sigurjónsdóttir, Emhild Olsen, Jón Jónsson, Rósa Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. 17

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.