Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 6
Vetrarstarfio hjá FHUR Grétar, Doddi ogKrutján Ólafison ájanúarballinu. FróSi ágítarsér um aShljómarnir ViS byrjum á valsi. ÞorraballiShafiS séu réttir Fyrsta ball ársins fór fram 11. janúar. Vonast hafði verið eftir góðri aðsókn eftir jólin, en eitthvað stóð það í mönnum og hún varð álíka og á nóvemberballinu. Að þessu sinni var ma. leitað austur fyrir fjall að spilurum. Þeir hófu leik félagarnir Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson. Þeir ollu ekki vonbrigðum frekar en áður, þegar þeir hafa leikið fyrir dansleikjum hjá félaginu. Grétar var ekki kominn austan úr Holtum til að leika aðeins smá stund og eftir að Guðmundur yfirgaf sviðið, settust þeir hjá honum Þórður Þorsteinsson (Doddi rafvirki) og Kristján Olafsson vopnaður saxófóni. Ágætis þátttaka var í dansinum og ekki minnkaði hún þegar Sigurður Alfonsson tók við um hálf ellefu og lauk ballinu um miðnættið. Þeir Hreinn Vilhjálmsson, Fróði Oddsson og Eggert Kristinsson sáu um bassa, gítar og trommur. Þorrablótið var næst á dagskrá og nú tók mannskapurinn við sér. Það voru tæplega 140 manns frá harmonikuunnendum og Þjóðdansafélaginu, sem settust að veislu- borðum þann 1. febrúar. Meðal gesta var formaður SIHIJ Filippía Sigurjónsdóttir ásamt eiginmanninum Pétri Sigurðssyni. Ymislegt bar á góma samkvæmt venju. Elísabet formaður setti hátíðina en afhenti síðan Friðjóni stjórnina. Heiðursfélaginn Reynir Jónasson lék undir fjöldasöng, þar sem eins og alltaf var tekið vel undir. Emil Hjartarson var aðalræðumaður kvöldsins og lýsti hann Vestfirðingum í meitluðu máli. Kom þar ýmsilegt merkilegt fram, sem ekki hafði áður legið í augum uppi. Hefðbundið happdrætti fór fram að venju. Undanfarin ár hefur farið fram vísubotnakeppni á þorrablóti félaganna. Eins og í fyrra samdi Ragnar Ingi Aðalsteinsson nokkra fyrriparta sem dreift var á borðin. Mjög vegleg verðlaun voru í boði, nefnilega nýútkomin ljóðabókin „Bestu limrurnar“, í samantekt Ragnars Inga. Án efa skemmtilegasta bókin á síðasta ári. Það var Almenna bókafélagið sem gaf verðlaunin. Það var góð þátttaka í botnakeppninni. En því miður voru flestir með meira af vilja en mætti. Þrír botnar börðust um verðlaunin en dómnefndina skipuðu þeir Emil R. Hjartarson og Pétur Bjarnason. Það var erfitt að gera upp á milli þeirra en vegna glettni varð botninn eftir Birgi Hartmanns fyrir valinu. Þorramat viðpráum öll, það er engin lygi. Þessi vísa þœtti snjöll, áþriðja drykkjustigi. Tveir botnar eftir Astu Sverrisdóttur úr Skaftártungunum þóttu einnig góðir og má segja að Ásta hafi tapað á sjónarmun. Ylja vín og veisluföng, vetur styttist óðum. Gerast kvöldin ljós og löng, ljúf með vinum góðum. Hækkar sól og hýrnar geð, hópast fólk á blódn. Gleðst þar sínum maka með, mörg ein broshýr snótin. Dansinn hófst svo um hálf tíu og það var ný hjómsveit sem steig á svið að þessu sinni. Kristján Olafsson, Úlfhildur Grímsdóttir og Asgerður Jónsdóttir. Þessi frumraun gekk vonum framar og verður áhugavert að fylgjast með þeim í framtíðinni. Hilmar Hjartar og Linda Guðmunds tóku nú við og léku og 6

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.