Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 18

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 18
/Viuutín^ Messíana Marzellíusdóttir f. 18. maí 1942 - d. 24. mars 2020 Messíana Marzellíusdóttir fæddist 18. maí 1942 á Isafirði. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Isafirði þriðjudaginn 24. mars síðastliðinn. Messíana setti svip sinn á tónlistarlíf á Isafirði þar sem hún var píanókennari við Tónlistarskólann. Eftir að Harmonikufélag Vestfjarða var stofnað 1986 kom í ljós að sárlega vantaði harmonikukennara á svæðinu. Asgeir S. Sigurðsson eiginmaður Messýjar var fyrsti formaður félagins og hefur líklega borið vandræði sín upp við hana. Messíana brást vel við, fór sjálf að læra á harmoniku og kenndi á það hljóðfæri síðan um langt árabil. Henni má ekki síst þakka það að vegur harmonikunnar óx mjög hjá ungu fólki á Isafirði og nágrenni. Meðal nemenda hennar má nefna Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur, sem er nú í fremstu röð íslenskra harmonikuleikara. Messíana var heiðruð árið 2008 af Sambandi íslenskra harmonikuunnenda fyrir störf í þágu harmonikunnar. Það var bæði vegna frumkvöðlastarfs við kennslu á hljóðfærið og ekki síður fyrir starf hennar með fleirum við að gera námskrá fyrir harmonikukennslu, sem varð síðan að veruleika. Með þeirri námskrá fékk harmonikan verðskuldaðan sess í tónlistarlífi íslendinga en var á köflum litin hornauga af menningarvitum sem „óæðra“ hljóðfæri. Messíana tók mikinn þátt í starfi Harmonikufélags Vestfjarða og spilaði með hljómsveit þess. Þau Asgeir tóku þátt í flestum landsmótum SÍHU sem haldin hafa verið, en Asgeir var formaður sambandsins í fjögur ár. Þau flökkuðu um á húsbílnum sínum á sumrin, mættu á harmonikumót og léttu lund fólks hvar sem þau komu. Asgeir safnaði harmonikum um langt skeið og naut dyggrar aðstoðar Messýjar við það. Árum saman var heimili þeirra undirlagt af þessari iðju, þegar þar voru geymdar á annað hundrað harmonikur. Árið 2008 afhentu þau hjónin Isafjarðarbæ 140 harmonikur að gjöf og í dag telur Harmonikusafn Asgeirs S. Sigurðssonar ríflega 220 harmonikur. Utför Messíönu fór fram í kyrrþey eins og flestra um þessar mundir, en minningarathöfn verður haldin síðar. Ég sendi dætrum þeirra Ásgeirs og afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Pétur Bjarnason Minningarkveðja frá Harmonikufélagi Vestfjarða Þann 24. mars s.l. lést hér á ísafirði Messíana Marzellíusdóttir fyrrum tónlistarkennari við Tónlistarskóla Isafjarðar, þar sem hún kenndi á píanó og harmoniku til fjölda ára. Sjálf hafði hún numið við þann sama skóla undir handleiðslu Ragnars H. Ragnar, einnig í Reykjavík hjá Jóni Nordal í eitt ár. Messíana fæddist á Isafirði 18.maí 1942, yngst 13 barna þeirra Albertu Albertsdóttur og Marzellíusar Bernharðs- sonar. Þann 30. desember 1961 giftist Messíana Ásgeiri S. Sigurðssyni fæddum 21. nóvember 1937 en hann lést 20. apríl 2019. Þann heiðursmann sótti hún norður í Þingeyjarsýslu þar sem hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum. Upp frá því bjuggu þau á Isafirði, þar sem þau bjuggu dætrum sínum þremur, Þórlaugu, Helgu og Sigríði, kærleiksríkt heimili í gleði, ást og umhyggju með vænum skammti af tónlist og bóklestri. Messíana var ekki bara tónlistarkona, hún var mikil hannyrðakona og mjög ötul í félagsmálum, hún var um árabil formaður Sjálfsbjargar á Isafirði og var sæmd gullmerki samtakanna árið 2015. Hún var einn af stofnendum kvennastúku Oddfellow á Isafirði, þar var hún organisti í 40 ár. Messíana stóð þétt að baki Ásgeirs að stofnun og starfi fyrir Harmonikufélag Vestfjarða, þar sem Ásgeir var formaður frá stofnun og gegndi því í 20 ár og var þrjú ár formaður Sambands íslenskra harmonikuunnenda (SIHU). Þar lagði Messíana örugglega hönd á plóg. Messíana var heiðruð af SÍHU árið 2008 fyrir starf sitt í þágu harmonikunar. Vel að því komin. Það má segja að harmonikan hafi eignast lögheimili hjá þessum heiðurshjónum. Meðan Messíana kenndi á harmonikuna annaðist Ásgeir félags- málin í heimahögum og á landsvísu. Að eggjan Messíönu hóf Ásgeir að gera við og fóstra lúnar harmonikur, sem síðan endaði sem einstakt safn sem þau hjónin afhentu Isafjarðarbæ 2008. Þá innihélt safnið 140 harmonikur en í dag eru þær ríflega 220. Samkvæmt Atburðabók Harmonikufélags Vestfjarða er Messíönu fyrst getið í stjórn félagsins 1995 og var meðstjórnandi í þeirri stjórn er nú situr. Hún sinnti spilamennsku með félögunum í gegnum árin. Hjá Messíönu fann maður hlýju og kærleik, bros á vör og húmor. Það var mannbætandi að kynnast þessum einstöku heiðurshjónum Messíönu og Ásgeiri sem alltaf voru heil og sönn í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, með vestfirskum og þingeyskum húmor og gleði. Vertu sæl okkar kæra vinkona og félagi. Minning ykkar mun lifa. Við sendum dætrunum Þórlaugu, Helgu og Sigríði ásamt fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Harmonikufélags Vestfarða, Hafteinn Vilhjálmssonformaður I ljósi aðstæðna fór útför hennar fram í kyrrþey, en minningarathöfn verður auglýst síðar. 18

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.