Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 21

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 21
Bubbi Morthens Bubbi Morthens er fæddur í Reykjavík 6. júní 1956. Það er enginn afgangurinn afþví að við Islendingar getum eignað okkur hann, því móðirin var dönsk og faðirinn hálfur Norðmaður. Þetta virðist vera mikil úrvals blanda, enda voru foreldramir ákaflega listhneigt fólk. Hann ólst upp í Vogahverfinu og það kom fljótlega í ljós að tónlistaráhuginn var langt yfir meðallagi. Skólagangan varð enginn dans á rósum en lesblinda var ekki viðurkennd af kennurum á árunum milli 1960 og 1970, en hún truflaði hann verulega eins og marga fleiri á þessum árum. En Bubbi fann fljótlega fjölina sína í tónlistinni. Hann var eldfljótur að læra lög og þegar hann eignaðist gítar var lífsstarfið fundið, þó það tæki smá tíma að koma því í verk. Hann byrjaði sem farandverkamaður og baráttumaður fyrir betri kjörum og í raun hefur hann alltafverið það sem listamaður. A þeim tíma byrjaði hann að setja saman lög og texta, sem fljótlega vöktu athygli, enda flutningurinn og túlkunin með allt öðrum brag en áður hafði heyrst. Hver man ekki eftir lögum eins og Stál og hnífur, ísbjarnarblús, Segulstöðvarblús og Lög og regla. En Bubbi hefur marga fleiri strengi í hljóðfærinu sínu. Tregasöngvar eins og Syneta og Kveðja eru sannkallaðir gullmolar í íslenskri söngljóðagerð. Hann lék með vísnavinum og alls staðar var tekið ofan fyrir honum. Astin hefur einnig átt stóran þátt í lífi Bubba, enda maðurinn óvenju hrifnæmur. Astarljóðin hans eru fjölmörg og mörg hreinustu perlur. Þar má nefna lög eins og Fallegur dagur, Kona, Það er gott að elska og An þín, sem öll geta flokkast undir sígildar perlur í íslenskri tónlist. Enginn íslenskur tónlistarmaður hefur selt fleiri hljómplötur en Bubbi Morthens. Lagið Strákarnir á Borginni var samið með tilvísun til millistríðsáratímans í Þýskalandi, en þá blómstraði hið ljúfa líf í Berlín með tilheyrandi næturklúbbum og gleði, sem stundum var galli blandin. Um þá tíma var m.a. söngleikurinn Cabarett saminn en þar voru margar söngperlurnar. Bubbi Morthens er enn á fullu í listinni enda á besta aldri og gaf t.d. út ljóðabók í fyrra sem hlaut mjög góða dóma. Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendur.com Fjölmennum og tökum með okkur góða gesti og gott skap Félag harmonikuunnenda í Reykjavík Símar 894 2322, 696 6422, 864 8539 „Nú er lag á Borg“ Hin árlega harmonikuhátíð FHUR verður haldin á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina 31. júlí - 3. ágúst Samspil og söng'ur í félagsheimilinu á Borg klukkan 14:00 á laugardag. Á Borg eru góð hjólhýsastæði, stór danssalur, glæsileg sundlaug, góð verslun sem hefur verið opnuð að nýju, góðir harmonikuleikarar og vonandi jafn gott veður. Glæsileg dagskrá alla helgina, dansleikir, markaðir, samsöngur, harmonikukynning EG tóna og ýmislegt fleira. 21

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.