Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 8
Fréttir úr Skagafirði Unga fólkið hefur œtíð áttsína fulltrúa á Jónmessuhátíð Skagfirðinganna Þetta unga fólk sá ástaðu til að mæta íArgarð ogskemmti sér vel að eigin sögn Starfið hefur verið frekar umsvifalítið undanfarin ár en þó hefur verið haldin árlega harmonikuhátíð á Steinsstöðum um Jónsmessuhelgina og var það einnig svo síðastliðið sumar. Hátíðin var haldin helgina 21.-23. júní. A föstudagskvöldinu spilaði Geirmundur fyrir dansi. A laugardeginum var haldin skemmtun þar sem ungir spilarar stigu á stokk, bæði með harmonikur og önnur hljóðfæri. Á ballinu á laugardagskvöldinu spiluðu Miðhúsabræður, Aðalsteinn Isíjörð, Geirmundur Valtýsson. Auglýst voru æfingakvöld á vegum félagsins og allir hljóðfæraleikarar boðnir velkomnir. Æft var á föstudagskvöldum. Fyrsta æfingin var 17. janúar. Nokkrir ungir harmonikuleikarar hafa mætt á æfingar ásamt eldri og reynslumeiri spilurum. Hljómsveidn spilaði á Góugleði í Búminjasafninu í Lindarbæ í byrjun mars við ágætar undirtektir.. A aðalfundi félagsins voru GunnarÁgústsson, fráfarandi formaður og Aðalsteinn Isfjörð harmonikuleikari, heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. A fundinum var kosin ný stjórn þar sem allir stjórnarmenn vildu hætta. Nýja stjórn skipa Steinunn Arnljótsdóttir formaður, Helga Hjálmarsdóttir gjaldkeri og Sigurður Baldursson ritari. Stefnt var að því að halda harmonikuhátíð á Steinsstöðum um Jónsmessuhelgina 2020 eins og hefð er fyrir en nú er ljóst að af því getur ekki orðið. Skoðað verður hvort eitthvað verður hægt að gera síðar á árinu en að sjálfsögðu er stefnt að því að halda fjölskylduhátíð harmonikuunnenda um Jónsmessuhelgina árið 2021. Vonandi verður lífið komið í eðlilegar skorður þá svo hægt verði að spila og dansa og skemmta sér saman. Steinunn Arnljótsdóttir Ljósmyndir: Siggi Harðar Frosti Gunnarsson sjötugur Hér má sjá heiðurshjónin og Súðvíkingana, Björgu Hansdóttur og Frosta Gunnarsson, en í sameiningu hafa þau séð um Frostpinna að vestan í Harmonikublaðinu. Þau héldu upp á 70 ára afmælin sín í maí. Þar var hvorki samkomu- né áfengisbann. Þau hafa frá upphafi verið dyggir stuðningsmenn blaðsins. Blaðið sendir þeim heilla-og langlífisóskir í tilefni afmælisins. Sömu óskir fá þau frá Harmonikufélagi Vestfjarða, með þökkum fyrir störf fyrir félagið.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.