Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 2
Ávarp formanns Kæru félagar og vinir Þetta er búinn að vera skrítinn tími þessir síðastliðnu tveir mánuðir. Engir dansleikir, síðasti dansleikur sem ég fór á var síðast í febrúar og var þorrablót hjá unnendum í Reykjavík. Harmonikuleikarar hafa æft hver í sínu horni, lítil starfsemi hjá félögunum enda erum við ábyrg og „hlýðum Víði“ og tökum ekki áhættu með okkar fólk. S.Í.H.U. í samráði við F.H.U.R. tók ákvörðun um að fresta landsmótinu sem átti að halda 2. - 5. júlí í Stykkishólmi um eitt ár. Ekki man ég eftir að fresta hafi þurft landsmóti áður og man ég þó alveg aftur um nokkuð mörg ár. En við ætlum að halda landsmót S.I.H.U. í Stykkishólmi dagana 1.-4. júlí 2021 og hvetjum menn til að taka þessa daga frá strax og stefna að því að mæta í Hólminn á næsta ári. Landsmótin eru frábær skemmtun, ég hlakka til að hitta ykkur þar sem flest og njóta tónlistarveislunnar í góðum félagsskap. Það vill svo skemmtilega til að þar með er landsmótið haldið á 40. starfsafmælisári S.Í.H.U., en sambandið var stofnað 1981. Þegar þessar hugleiðingar eru skrifaðar veit ég ekki með vissu hvort útilegur eða einhverjar harmonikuhátíðir verða í sumar, svo segja má að þetta sé sumar óvissunnar með útilegur. Við sem ætluðum að leggja land undir fót og heldur betur að koma saman í sumar og skemmta okkur og öðrum verður eitthvað minna úr verki en ætlað var. En það kemur dagur eftir þennan dag. Ég vona að sem flestir njóti sín í allri þessari óvissu sem þessi Corona vírus veldur. Ef vel gengur að kveða skratta niður er aldrei að vita nema einhverjar samkomur harmonikuunnenda verði síðsumars. Ef ekki þá horfum við bara bjartsýn fram á veginn og hlökkum til næstu samverustunda. Harmonikukveðjur, Filippía J. Sigurjónsdóttir AfVestfirðingum fíenni, Sigga Hjartar þenur nikkuna í Bolungarvík Pétur Ernir Svavarsson meí nikkuna í 2020 útgáfunni afAldreifór ég suíur Upphaf þessa árs hefur verið einkennilegt, þó ekki sé meira sagt, það veit alþjóð. Aðalfundi frestað, Harmonikudagurinn í dvala og þess vegna ekki hittingur á Þingeyri. Landsmóti frestað ásamt mótum sem vera áttu fyrri part sumars, en eitt frestast ekki. Villi Valli verður 90 ára 26. maí n.k. Harmonikufélag Vestfjarða og Félag eldri borgara hér í bæ höfðu rætt það að koma á sameiginlegri samkomu, Þorra- Góu- eða vorgleði með dansi og einhverjum snæðingi, en það varð ekki af því. Baldur Geirmundsson valdi með sér spilara í félaginu, konur og karla, til að æfa prógram fyrir Landsmótið 2020. Æfingar hófust í október og var fram haldið eftir áramót, þrátt fyrir misjöfn veður og slæma færð. En þegar samkomubannið var sett á skipti Baldur um gír og sendi sínu fólki námsefnið á rafrænu formi, þannig að hver og einn gat æft sig heima. Tónlistarhatíðin ALDREI FÓR ÉG SUÐUR sem haldin hefur verið hér um páska mörg undanfarin ár, sá við samkomubanninu og flutti sig í sjónvarpið, var send út á Ruv. Að vanda var þar glæsilegt val tónlistaratriða, en ég ætla að vekja athygli á tveimur lögum þar sem 2 LLARMONIKAN kom við sögu. Er þar fýrst að nefna Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og konu hans Rúnu Esradóttur flytja Gúanóstelpuna, sem Örn Elías spilaði á harmoniku og Rúna söng. Seinna atriðið er að hinn fjölhæfi listamaður Pétur Ernir Svavarsson spilaði með Between Mountains, áharmoniku. En ekki nóg með það, þau eru öll Vestfirðingar. Einn er sá Bolvíkingur sem vert er að minnast. Hann heitir Benedikt Sigurðsson fjölhæfur tónlistarmaður sem hefur verið að spila fyrir og létta lund íbúa á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, nú þegar heimsóknarbann hefur varað. Hann hefur staðið utandyra og þanið sína nikku. Fyrir þá sem eru forvitnir um ættfræði, má geta þess að hinn kunni harmoniku kall Hilmar Hjartarson er föðurbróðir Benedikts. Eitt er það verkefnið sem vinna þarf að, það er að koma Harmonikusafni Ásgeirs S. Sigurðssonar fyrir almenningssjónir, en það er núna hýst hjá Byggðasafni Vestfjarða, leggjumst á árarnar með það. Svo var það sómi Súðavíkur, þau hjónaleysin og sómaparið Öddi (Mugison) ogRúna Esradóttir (Mugilady). Þau tóku lagið Gúanóstelpan sem er einkennislagAldrei fór ég suður Hafsteinn Vilhjdlmsson, formaður HV

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.