Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 24

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 24
Vorpistill úr Dölum % F.v Jón Benediktsson, Halldór Þ. Þórðarson og Melkorka Benediktsdóttir að spila við dvalarheimilið Silfurtún á sumardaginn Jyrsta, Jlottir spilarar Dalatónar 2020. Ingvar Bœringsson, Hafliði Ólafison, Kristinn Valdimarsson, Jóhann Elísson, Guðbjartur Björgvinsson, Sigrún Halldórsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson, Melkorka Benediktsdóttir, Eggert Antonsson, á myndina vantar Kristján Inga Arnarsson sem var að stilla tœknibúnaðinn þegar myndin var tekin Starf Nikkólínu var með nokkuð hefðbundnum hætti framanaf vetri. Við náðum nokkrum góðum æfmgum þar sem var byrjað að æfa fyrir komandi landsmót og svo auðvitað farið yfir jólalögin. Fyrstu tvær aðventuhelgarnar var spilað víða m.a. á hjúkrunarheimilinu Fellsenda, í Króksfjarðarnesi og dvalarheimilinu Barmahlíð, alltaf skemmtilegt að spila jólalögin og góð stemming. Svo skall á þetta aftakaveður 10. des. með tilheyrandi rafmagnsleysi og ófærð. Eftir það má segja að sjaldnast hafi viðrað vel til samæfinga næstu mánuði. Félagar úr Nikkólínu spiluðu að vanda á þorrablótinu að Staðarfelli 15. febrúar og svo í lok þorra náðum við að hittast nokkrum sinnum og vorum komin á góðan skrið í æfingum þegar yfir Iandið dundi Covid fárið og samkomubann. Síðan æfir hver í sínu horni en það er nú búið að fresta landsmótinu til 2021 þannig að við hlýðum Víði og bíðum eftir æfingaleyfinu. Harmonikuhátíð Nikkólínu og HUH sem átti að halda á Laugarbakka í sumar hefur verið frestað um ár vegna þessara „fordæmalausu“ aðstæðna í samfélaginu. Nú stefnum við að harmonikuhátíðinni á Laugarbakka 11.-13. júní 2021. Endilega takið helgina frá og mætið þar, þetta hefur alltaf verið alveg frábær skemmtun. Hins vegar stefna félögin enn að því að halda aðalfund SÍHU í Hótel Laugarbakka 12. september nk. En þrátt fyrir allt þetta ástand þá mættu þrír góðir Nikkólínufélagar til leiks fyrir utan dvalarheimilið Silfurtún á sumardaginn fyrsta, 23. apríl sl. A Silfurtúni eins og öðrum stofnunum fyrir eldri borgara hefur verið algjört heimsóknarbann og það reynir mjög á vistmenn. Það var kannske ekki blessuð blíðan þarna á planinu en þarna spiluðu þau á fúllu góðan klukkutíma Halldór Þ. Þórðarson og Jón Benediktsson á harmonikur og Melkorka Benediktsdóttir á gítar. Harmonikan er gleðigjafi hvar sem hún hljómar og áheyrendur nutu stundarinnar vel og sungu með. 24 Leiðin rudd að jjárhúsum Sunnudaginn 26. apríl sl. var svo mætt í Dalabúð, stillt upp og þess gætt vel að fylgja fyrirmælum þríeykisins um 2ja metra fjarlægð á milli manna og sprittflaskan að sjálfsögðu við hendina til sótthreinsunar. Nikkólína skellti þarna í góða syrpu af Dalalögum og gömlum slögurum, allt tekið upp og sett inn á YouTube. Spilarar voru Ingvar Bæringsson á trommur, Hafliði Olafsson á gítar, Kristinn Valdimarsson á bassa og á harmonikur Halldór Þ. Þórðarson, Guðbjartur A. Björgvinsson, Vetur konungur við völd Jóhann Elísson, Sigrún Halldórsdóttir, Melkorka Benediktsdóttir, Eggert Antonsson og Kristján Ingi Arnarsson sem átti líka hugmyndina að þessu og annaðist upptöku og tæknivinnu. Að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta til að kíkja á okkur, slóðin er: Dalatónar 2020 — Nikkólína í Dalabúð Að lokum bestu kveðjur úr Dölum, með von um bjarta tíð með blóm í haga. Hó, hó, allt fer á kaf í snjó

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.