Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 23

Harmonikublaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 23
Fréttir af Harmonikufélagi Þingeyinga SigurSur Tryggvason ásatnt félögum á sviÖinu á Breiðumýri Þrátt fyrir leiðindaveður lengst af í haust og vetur tókst okkur að halda dansleik 4. janúar á Breiðumýri og var þar líka hagyrðingaþáttur og bögglauppboð undir öruggri stjórn fyrrverandi formanns, Jóns Helga. Heldur var mæting dræm, sem kom þó ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér vel. Sigurður Tryggvason lék á harmoniku og leysti það vel að vanda. Með honum spiluðu Pálmi Björnsson á gítar, Magnús Kristinsson á trommur og Arni Þorvaldsson á bassa. Hagyrðingar voru þau Þórgrímur Björnsson, Friðrik Steingrímsson, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sigríður Ivarsdóttir og Davíð Herbertsson og tókst Glaöbeittur uppboðshaldari brýnir menn til kjarakaupa þeim vel upp eins og þeirra var von og vísa. Uppboðshaldarinn Jón Helgi hvatti viðstadda mjög til kaupa. Að lokum var stiginn dans af miklum móð til miðnætds. Komu svo allir heilir og hressir heim. Af öðru er heldur lítið að segja lítið að segja, harmonikudeginum frestað ásamt öllu öðru vegna veirunnar og er þar stærst að við höfum ákveðið ásamt Eyfirðingum að sleppa Ýdalahátíð þetta að árið, því miður. Sigurður Olafsson formaður HFÞ Með gómsœtri skyrfyllingu! Skyrkonfekt er súkkulaði moli, gerður úr gæða hvítu súkkulaði framleiddu af Valrhona, með skyrfyllingu sem framleidd er af Rjómabúinu Erpsstöðum. Skyrkonfektið er handunnin vara og einstök í sinni röð, hvað varðar útlit og bragð! „ Ótrúlega vel heppnuð samsetning þar sem súrt og sætt Skyrkonfektið er samvinnuverkefni hönnuða og bænda undir handleiðslu matlSt Listaháskóla Islands. RJÓMABÚIÐ ERPSSTAÐIR Sími: 868 0357 www.erpsstadir.is BEINT FRÁ BÝLI 23

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.