Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 12

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 12
Egill Logi Jónasson Egill Logi Jónasson úr 4. AB er formaður Tónlistarfélags MA. Þetta er fyrsta árið sem Egill Logi er formaður TóMA. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira. Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann TóMA? Það var enginn búinn að bjóða sig fram og mér fannst töff að vera formaður. Mig langaði líka að gera eitthvað skapandi fyrir skólann þar sem þetta er nú síðasta árið mitt í skólanum. Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Fulltrúi 1. bekkjar er Almar Daði Kristjánsson, fulltrúi 2. bekkjar er Jón Már Ásbjörnsson, fulltrúi 3. bekkjar er Ninna Rún Pálmadóttir og fulltrúi 4. bekkjar er Elín Rún Birgisdóttir. Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Það vantar ennþá dagsetningu fyrir kvöldvökuna en vonandi tekst að halda hana fyrir útgáfu blaðsins. Hvað er á döfinni? Það stendur til að hafa TóMA kvöldvöku, við myndum láta kosta örlítið inn til að safna pening. Af því að það gengur svo illa að safna núna út af ástandinu. Hljómsveitakeppnir yrðu svo í framhaldinu ef að vel tekst að safna pening. Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, ef ég held Stiðarvauk þá er mögulegt að hann verði haldinn í Gamla salnum til að hafa smá krútt og notalegheit. Veistu hvaða ár TóMa var stofnað? Pff, nei! Æfir þú á eitthvert hljóðfæri? Ef svo er, hvaða? Já, ég æfi á rafbassa. Ef þú gætir fengið hvaða hljómsveit sem er til að spila í kvosinni, hver yrði fyrir valinu? Hmm, ætli ég myndi ekki velja The Stooges. Tónlistasmekkur? Uppáhaldshljómsveit? Það er nú svo margt. Til dæmis 80‘s og 60‘s tónlist, popp pönk, proto- ponk, Zombies, Gang of four og fleira. Sindri Geir Óskarsson Sindri Geir Óskarsson úr 3. G er formaður félags áhugaljósmyndara í MA. Þetta er fyrsta árið hans sem formaður, reyndar er hann fyrsti formaður félagsins í einhver ár. Við spurðum hann nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira. Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram í formannsstöðuna? Ég var mjög bitur í fyrra af því að það var ekkert að gerast í félaginu. Þannig að ég ákvað að gera eitthvað mikið í ár. Í fyrra var 50 ára afmæli félagsins og þá var ekkert í gangi þannig að við ætlum að bæta fyrir það núna og halda t.d. ljósmyndasýningu. Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Jóhanna Stefánsdóttir varaformaður, Krista Björk, Helga Margrét og Axel. Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búin að halda námskeið fyrir byrjendur og síðan verður ljósmyndaferð í lok nóvember. Hvað er á döfinni? Já, það eru alla vega tvö námsskeið á vorönn og vonandi þrjár ljósmyndaferðir. Dæmi um ljósmyndaferð er að mig langar að fara með krökkum og skoða norðurljósin, kenna þeim að taka myndir af norðurljósunum. Einnig stefnum við á að halda ljósmyndasýningu á ganginum á milli Gamla skólans og Hóla. Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Allt sem fyrr hefur verið nefnt. Veistu hvenær FálMA var stofnað? Já, það var 1967. Er nauðsynlegt að eiga flotta myndavél til að vera meðtekinn í FálMA? Alls ekki, það eru sumir með rosalega flottar myndavélar en aðrir eru með venjulegar. Þannig að það skipir engu máli. Hvernig tekur fólk því þegar þú mætir með myndavélina? Forðar það sér eða pósar? Það er rosalega mismunandi. Stundum þarf maður að biðja fólk um að vera rólegt en yfirleitt er það ekkert mál. Karen Jóhannsdóttir Karen Jóhannsdóttir úr 4. AB er formaður dansfélags MA, PríMA ásamt Brinu Bolladóttur. Þetta er fyrsta árið hennar sem formaður félagsins. Áður en hún varð formaður þá sat hún í stjórn félagsins í öðrum og þriðja bekk. Við spurðum hana nokkurra spurninga um starfsemi félagsins og fleira. Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú bauðst þig fram sem formann? Ég er búin að vera í þessu félagi síðan ég byrjaði í skólanum og mér finnst þetta mjög gaman. Hverjir sitja með þér í stjórn félagsins? Birna Bolladóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Elva Friðjónsdóttir og Líneik Þóra Jónsdóttir. Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við sýndum á félagakynningunni og á kvöldvöku. Við vorum einnig með veglegt árshátíðaratriði. Hvað er á döfinni? Það verður örugglega breiknámskeið og svo verður stór atburður á næstu önn. Við ætlum að halda fyrstu freestyle keppnina sem hefur verið haldin utan höfuðborgarsvæðisins. Ætlið þið að vera með einhverjar nýjungar í vetur? Já, freestyle keppnina. Veistu hvenær PríMA var stofnað? Ekki hugmynd, en það er alla vega 11 ára gamalt. Fyrir hvað stendur PríMA? EKKI prímadonnur í MA. Príma þýðir aðaldansari á einhverju tungumáli og við höldum að þaðan komi nafnið, við erum samt ekki alveg vissar. Ertu að æfa dans? Hvar? Já ég er bæði að æfa og kenna í Point Studio. Hefuru verið að æfa dans lengi? Já ég æfði ballet í mörg ár þegar ég var lítil en ég byrjaði að æfa í Point Studio þegar það var stofnað fyrir þremur árum. Stefnir þú á frekara nám tengt dansi? Já, samt ekki ákveðið hvaða nám. Er nauðsynlegt að vera góður dansari til þess að geta skráð sig í PríMA? Alls ekki, engan veginn. Hver er þinn uppáhaldsdansari? Dan Karaty, hann var alltaf dómari í So you think you can dance. Heldur þú að So you think you can dance myndi slá í gegn á Íslandi? Nei, engan veginn. Huginn Ragnarsson og Sigmar Huginn, Sigmar og Björn eru allir í þriðja bekk og stofnuðu félagið SviMA í haust. Okkur fannst tilvalið að taka viðtal við þá til að fræðast meira um þetta nýja félag í MA. Af hverju stofnuðuð þið félagið SviMA? Af því að okkur langaði að koma með eitthvað nýtt, við vorum komnir með leið á „sketchum“ bara með Jóni Má, gangavörðunum og Sverri Páli. Okkur fannst vanta umfjöllun um félagslífið í skólanum. Það vantaði líka eitthvað gott grill t.d. video með heitum sleikum og svona, en sá draumur hefur ræst. Hverjir sitja í stjórn SviMA? Við erum eiginlega bara þrír í SviMA, Sigmar, Huginn og Björn. Samt getur fólk sent okkur „sketcha“ til að sýna ef það vill eða komið með hugmyndina og við framkvæmum hana. Hvað er það helsta sem þið hafið gert í vetur? Við erum búnir að sýna eitt myndband og taka upp fullt af efni sem á eftir að sýna. Einnig erum við með mikið af hugmyndum af „sketchum“ sem á eftir að taka upp. Okkur vantar flugvél til að framkvæma einn „sketch“ en það verður gert þegar við fáum pening, það er bara allt svo erfitt í efnahagsástandinu eins og það er í dag. Hvað er á döfinni? Formaður Hugins bað okkur um að hafa atriði á kvöldvöku sem á að vera fyrir jól og líka á kvöldvöku sem verður á vorönninni. Fyrir hvað stendur SviMA? Nafnið kom eiginlega á undan félaginu. Við vorum að rölta og okkur datt í hug að stofna félag sem héti SviMA. Okkur fannst svo svalt að stofna „sketcha“ og Video félag MA, þá var nafnið og félagið komið. Ætlið þið að vera með myndavélina á lofti í allan vetur til þess að ná einhverjum svæsnum myndum af samnemendum? Já, við reynum það alla vega. Við reynum sérstaklega að vera með myndavélina á uppákomum af ýmsu tagi. Við þurfum samt eiginlega alltaf að vera með hana til að ná augnablikum eins og þegar gellan öskraði á busana og skipaði þeim að þegja í Kvosinni. Við þurfum að eiga svoleiðis á myndbandi en maður getur ekki verið viðbúinn öllu, alltaf. Við værum líka til í að gera raunveruleikaþátt um okkur. Yfirumsjón: Heiða Berglind Magnúsdóttir Eftir að þið yfirgefið skólann, haldið þið að einhverjir munu taka við félaginu af ykkur? Við erum að vonast eftir því. Huginn: Mig langar að skilja eitthvað meira eftir mig í þessum skóla heldur en gat á veggnum á milli Gamla skóla og Hóla. TÓMA FÁLMA PRÍMA SVIMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.