Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 14

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 14
14 PLÖTUGAGNRÝNI Nýjasta plata Emiliönu Torrini er ótrúlega þægileg og falleg. Það má segja að með henni blandi Emiliana saman mörgum af þeim mismunandi tónlistarstefnum sem hún hefur fylgt á fyrri plötum sínum. Hún prófar sig áfram með popp og raftónlist líkt og í Love in the Time of Science og á plötunni eru líka róleg og ljúf kassagítarslög sem svipa til laganna Fisherman’s Woman. Auk þess eru þar hress reggískotin lög, jazz og blús. Fjölbreytni plötunnar er því rosalega mikil, og framförin frá fyrri plötum, en flutningur laganna er í heild sinni góður og rödd Emiliönu nýtur sín einstaklega vel í öllum lögunum. Textarnir eru vel gerðir og skýrir. Þeir fjalla mikið um ástina og náttúruna, en verða aldrei væmnir heldur einfaldlega ljúfir og einlægir. Mér finnst snilld í hvaða röð lögin eru, því það má segja að hún breyti um stefnu í hverju lagi svo það er aldrei hægt að giska á hvað kemur næst. Mjög skemmtilegt. Með þessari plötu er Emiliana ekki að festa sig í sessi sem tónlistarkona einnar vissrar tegundar, heldur sannar það að hún getur gert hvað sem hana langar til að gera. Hún fær heila fjóra banana frá mér. Guðrún Veturliðadóttir Hún er með yndislega rödd og þessi plata er frábær. Lögin eru ólík, en samt eiga þau vel saman. Þau eru mjög vel samin og nánast óaðfinnanlega upp byggð. Tilraunirnar á plötunni eru snilld, hún leikur sér mikið með svolítið djarfan blúsgítar, oft mikið hljóðbreyttan og bætir svo electro áhrifum inn í það. Ekki er heldur langt í reggiið á köflum. Síðan er líkast því að Pink Floyd séu bara mættir í miðju lagsins “Birds”. Stefán Þór myndi ekki fúlsa við því. Plata sem nær því að vera tilraunakennd, samheldin, fjölbreytt og nýstárleg allt í senn. Fjórir bananar. Egill Örn Eiríksson Emilíana festir sig í sessi sem ein fremsta söngkona Íslands með þessari plötu en á henni fer hún nýjar leiðir í sinni sköpun og er hún talsvert frábrugðin seinustu plötu. Me and Armini er heilsteypt plata, létt og þægileg og rödd Emilíönu stemmir vel við rólegan undirleikinn. Platan er einnig talsvert útvarpsvæn og kæmi mér það alls ekki á óvart að heyra lög eins og Fireheads og Big Jumps á öldum ljósvakans. 4/5 Dagur Bollason Emilíana hefur aldrei verið neitt sérstaklega í uppáhaldi hjá mér, hún var bara einn af þessum stóru íslensku tónlistarmönnum sem voru að “meikaða” úti í heimi. Þangað til núna. Hún er með alveg ótrúlega fallega og þægilega rödd og tónlistarsköpunin er greinilega ódrepandi, textarnir eru þá einnig alveg rosalega flottir. Þetta er rosalega góð tjill plata og þægileg hlustunar. Emilíana er glæsileg tónlistarkona og Me and Armini er alveg stórgóð plata. 4 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir Bestu lögin: Fireheads Birds Big Jumps Emilia Torrini - My and Armini Celestine - This Home Celestine er ung, íslensk þungarokksveit sem spilar einhvers konar blöndu af Sludge og Metalcore af gamla skólanum, gjarnan er sú stefna nefnd Post-Metal. Þeir sækja áhrif sín til sveita eins og Neurosis, Isis og Cult of Luna og eru því þyngslin í tónlist Celestine gríðarleg. Platan, sem er önnur útgáfa Celestine á árinu, byrjar af krafti og gefur manni strax til kynna hvað koma skal. Níðþung riff og brjálæðislega kraftmiklar trommur toppaðar af einstaklega angistarfullum öskrum söngvarans. Platan líður áfram með ofangreindum áhrifum og er brotin upp með svakalegum breakdown-um þar sem brjálaðar trommurnar fá helst að njóta sín og inngripsöskrum bassaleikarans. Einnig er merkilegt að fylgjast með gítarleikurunum skipta með sér hlutverkum í þungum, mónótónískum drunum og öskrandi hljómum sem kemur ákaflega skemmtilega út. Helstu ókostir This Home Will Be Our Grave er hversu mónótónísk hún er á köflum og hljóðgæðin eru ekki frábær og þar af leiðandi fær þunginn ekki að njóta sín eins mikið og hann ætti að gera, einnig er svekkjandi að Celestine nær ekki alveg að grípa þéttleikann og geðveikina sem fylgir þeim á sviði. 4/5 Dagur Bollason Þungt og angistarfullt. Maður fær nánast köfnunartilfinningu við að hlusta á skerandi orgið í Axeli söngvara. Ég elska gítarinn á þessari plötu. Það er augljóst að þessir kauðar koma úr hardcore tónlistinni þar sem gítarinn er hrár og brútal og bilið milli hljóma og “hljómleysu” er oft þungamiðja riffanna. Hljómblöndun plötunnar er dálítið undarleg og heldur flatari en á síðustu plötu þeirra. Kannski notast þeir við það í bland við áferð tónlistarinnar sjálfrar til að ná upp meiri hardcore effect í allt saman, ég veit það ekki, það eina sem ég veit er að platan lemur mann í spað og ég fíla það. Þrír og hálfur banani. Egill Örn Eiríksson Það verður nú seint sagt að þessi plata sé hress. Þetta er ekki það sem mann langar til að hlusta á til að gleðja sig við eftir erfiðan mánudag. Eða þegar maður er að fara að skralla. Því This Home Will Be Our Grave er þung, þung plata og stundum einfaldlega erfið áheyrnar. Öskur söngvarans eru fáránlega grimm og hljóðfæraleikurinn þéttur. Þetta eru allt virkilega færir tónlistarmenn, þótt þeir séu ekki beint að spila auðmeltustu tónlistina. Gítarleikurinn er góður og fjölbreyttur, og þá finnst mér hann flottastur í She Is Queen og Ghost Orchid, sem mér finnst jafnframt vera bestu lögin. Þeir fá tvo og hálfa banana Guðrún Veturliðadóttir Ég get nú ekki sagt að þungarokk sé minn bolli af tei, hvað þá þegar það er farið að verða svona rosalega hart. Þetta er rosalega þétt tónlist og eflaust finnst mörgum metalhausnum hún hrein og tær snilld. Gítarleikurinn er mjög góður og ég viðurkenni að þetta eru greinilega rosalegir tónlistarmenn, en fátt annað get ég sagt uppbyggjandi. 2 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir Bestu lögin: Les Autres She is Queen Ghost Orchid Fjórða plata Kings of Leon er gjörsamlega frábrugðin fyrstu þrem plötunum. Þeir hafa vissulega verið að þróast hægt og rólega úr þessu hressa suðurríkjarokki en þessi plata er stórt stökk. Þeir eru farnir meira út í indie og gítarsándið fær aðeins að taka baksætið fyrir söngmelódíum Calebs Followill. Caleb er að mínu mati einn af bestu söngvurum tónlistarbransans og röddin hans er alveg einstök. Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt hvað hún fær að njóta sín vel. Textarnir eru eins og fyrri daginn frábærir. Lögin eru ef til vill orðin aðeins stærri. Bakraddir og gítareffektar gefa þeim aðeins meiri vídd. Það eru fáir tónlistarmenn sem þora að taka svona stórt stökk á milli diska og fá KOL mikið props fyrir það frá mér. Mér finnst Kings of Leon ein af bestu hljómsveitum heims í dag. 3.5 bananar. Hulda Hólmkelsdóttir Kings of Leon - Only By the Night Þessi plata er öðruvisi en aðrar KOL plötur. Hún er í raun stærra stökk áfram heldur en stökkin milli fyrri platna þeirra og hefur fyrir vikið annað og e.t.v. meira að bjóða, en í staðinn eru Kings of Leon ekki lengur hresst og flippað suðurríkjasveitaballaband, heldur alvarlegir tónlistarmenn sem búa til mun flóknari tónlist sem er einnig svolítið “gloomy”. Þetta kann að verða til þess að sumir segi skilið við þá en ég verð að segja að lögin á plötunni heilla mig á ákveðinn hátt, jafnvel þótt að ég sakni gömlu sveitastrákanna minna. Þrír og hálfur banani Uppáhalds lög: Closer, I Want You, Be Somebody Egill Örn Eiríksson Fjórða plata einnar fremstu rokksveitar heimsins nú um mundir er komin út og ber hún nafnið Only By The Night. Fljótlega heyrir maður hvað koma skal á plötunni en minna er um gítardrifið rokk heldur er hún lágstemmdari og rólegri og er gert meira út á söngmelódíur frekar en þær á gítarinn. Ekki finnst mér það takast nógu vel og ég sakna kröftugra gítarsándsins og platan líður hjá án þess að skilja neitt alltof mikið eftir sig, Kings of Leon eru að taka stefnu sem aðrar hljómsveitir gera bara miklu betur. Þó eru nokkur góð lög á plötunni en Sex On Fire, 17 og Revelry standa þar helst uppúr. 2/5 Dagur Bollason Kings of Leon taka stórum breytingum við hverja nýja plötu, og mér finnst sú breyting sem þeir hafa tekið með Only By The Night vera sú stærsta hingað til. Þeir segja skilið við einfaldar og ærslafullar lagasmíðar, sem einkenna fyrri plötur þeirra að stórum hluta, og snúa sér að rólegri og flóknari lögum. Platan í heild sinni hljómar mjög vel, lögin eru vönduð og flott og söngur Calebs Followill er svakalega flottur. En þrátt fyrir það finnst mér þeir missa kraftinn ansi mikið, og þá sérstöðu sem þeir höfðu áður skapað sér í hressum lögum með gítarinn í aðalhlutverki. Þrír bananar á þá. Guðrún Veturliðadóttir Bestu lögin: Sex On Fire Revelry I Want You Eagles of Death Metal finna ekki upp hjólið... enda spila þeir á hljóðfæri. Nýjasta plata þeirra, Heart On, er engin undantekning. Tónlistin á henni, líkt og á tveimur fyrri plötum sveitarinnar, einkennist af gömlum, klassískum rokkabillíhugmyndum í nýlegri búningi. Er eitthvað gaman að svoleiðis endurtekningum og bulli? Já. Það er nefnilega þannig að Eagles of Death Metal spila gamaldags rokk og ról sem svipar mjög til hins kynóða og ástsjúka rokks sem var við lýði í gamla daga, meira að segja með öllum sömu “slísí” og “dörtí” töktunum, svo maður noti nú enskuna. En þeir gera það ekki af fullri alvöru. Þeir gera það af léttleika og húmor og miða frekar að því að gera góðlátlegt gys að gömlu rokkhundunum sem sungu um villtar meyjar og vín. Plötuheitið sjálft gefur þetta til kynna, hugtakið “Heart On” er sambland af “Heart” og “Hard On”, sem væri hægt að þýða sem “Standhjarta” eða “Hjartris”... eða jafnvel “Hjartabóner” hehe. Tónlistin er einfaldlega gamalt og gott, röff og subbulegt rokkabillí. Tónlist sem vel mætti hlusta á við gleðskap eða þegar maður keyrir um göturnar og ullar á fólk út um bílrúðuna. Hress gítarleikurinn er catchy og oft skemmtilega tilraunakenndur og á stóran þátt í heildarhljóm plötunnar. Trommurnar eru hráar og taktarnir oftast einfaldir “balls out” rokk taktar. Síðast en ekki síst ber að nefna kynæsandi rödd Jesse James, söngvara. Allt gott er um þessa plötu að segja, svo lengi sem hún er aðallega notuð til hreinnar, hugsunarlausrar skemmtunnar. Þrír bananar Egill Örn Eiríksson Eagles of Death Metal eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni áður með sína þriðju plötu. Yfirvaraskegg, þröngar buxur og sólgleraugu, þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir vilja og ná því alveg fullkomlega fram í sveittu greddurokki sínu. Eins og gefur að skilja er platan einstaklega hress og tilvalin til að skella á fóninn til að koma sér í gírinn á föstudagskvöldi, þó er platan merkilega fjölbreytt og heyrir maður snert úr eyðimerkurrokki, þungarokki og jafnvel diskói á stöðum sem gerir það að verkum að platan verður ákaflega skemmtilegur og dansvænn kokteill. EoDM eiga það þó til að missa sig í gleðinni og gítareffektunum og verður þá stundum aðeins of mikið. 3/5 Dagur Bollason Það er alltaf gaman þegar hljómsveitir komast upp með það að leika sér að tónlistinni sinni og það er nákvæmlega það sem Eagles of Death Metal eru snillingar í. Húmorinn skín í gegn á allri plötunni og þeir semja góða og grípandi tónlist. Að vísu eru þeir að gera hluti sem hafa flestallir verið gerðir margoft áður, svo frumleikinn er ekki mikill. En það skemmtilega við það er að frumleikinn er ekkert markmið í sjálfu sér, og það er ansi augljóst í gegnum lögin og textana. Markmiðið virðist frekar vera að hafa gaman og gera hressa tónlist, og það tekst þeim virkilega vel. Þrír bananar á þessa kalla. Guðrún Veturliðadóttir Það er alltaf gaman að stuðrokki, sérstaklega ef Josh Homme kemur nálægt því. Hressleikinn og húmorinn er í hámarki og þetta er bara ansi góð ”fíl-gúd” rokk plata. Fín til að rúnta við, dansa við eða hanga við. 3 bananar Hulda Hólmkelsdóttir Eagles Of Death Metal – Heart On Bestu lögin: High Voltage Sectret Plans Heart On
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.