Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 34

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 34
Rokk í Þýskalandi Í byrjun annar var auglýst eftir þátttakendum í ferð til Þýskalands til að vinna samskiptaverkefni með þýskum skóla í Potsdam, verkefni sem er styrkt af Comeniusarsjóði Evrópusambandsins. Fórum við, 21 nemandi úr 3. bekk og 3 rokkaðir kennarar, á vit ævintýranna. Í rauninni vissi enginn við hverju væri að búast þegar út væri komið, aðeins að jákvætt og opið hugarfar væri forsenda þátttöku. Undirbúningur hófst nokkrum vikum fyrir brottför og vorum við pöruð saman, Íslendingur og Þjóðverji, gestur og gestgjafi. Við lentum í Berlín þann 3. nóvember síðastliðinn, þar sem gestgjafarnir tóku á móti okkur með bros á vör, spenningurinn í íslenska hópnum var gríðarlegur og ekki minnkaði hann þegar á heimilin var komið. Heimilisaðstæður voru mismunandi, t.d. fékk Inga lítinn sem engan svefn í „köldu rottuholunni“ sem hún sagðist búa í, sumir fengu konunglegar máltíðir í hvert mál en aðrir fengu engan mat. Flestir voru „nestaðir“ fyrir skólann en nestið var mjög mismunandi, sem dæmi má nefna fékk Alma einn daginn 2 harðsoðin egg (með skurninni), 4 pepperónistangir og 2 lítra af jarðaberjavatni (hmm, hefði samloka með skinku og osti ekki nægt henni?). Einhverjir ferðuðust í marga tíma í skólann, sem eru mikil viðbrigði fyrir þá Íslendinga sem eru vanir 10 mínútna leið í skólann. Fyrsta skóladaginn voru myndaðir vinnuhópar og verkefnið útskýrt fyrir okkur. Við fengum það verkefni að gera ferðabækling fyrir ungt fólk um hvað hægt væri að gera á ferðalagi um Berlín og nágrenni. Verkefnið stal smá tíma af okkur þarna úti, en við létum það ekki hafa áhrif okkur. Nú stöndum við frammi fyrir því að klára verkefnið hérna heima og undirbúa komu Þjóðverjanna, en þau munu koma til landsins um mánaðamótin mars/apríl til að gera samskonar verkefni um Ísland. Fyrsta daginn fórum við í stutta skoðunarferð um Potsdam sem endaði á kínverskum veitingastað. Almannarómur heldur því fram að Þjóðverjarnir hafi haft meira gaman af skoðunarferðinni en íslenski hópurinn þar sem þau skiptu okkur upp í hópa og létu okkur gera ýmsar þrautir, á þýsku... Toll? Vikan í Potsdam og Berlín var frábær og skemmtilegri en nokkurn gæti grunað. Við gerðum margt, skoðuðum meira en löbbuðum mest. Flestum kvöldum eyddum við á karókíbarnum þar sem við fengum útrás fyrir sönghæfileika okkar og tókum allt frá Tokio Hotel til Backstreet Boys, við lærðum þýsk blótsyrði og kenndum íslensk. Það ríkti engin kreppa hjá okkur í Þýskalandi og við urðum ekkert vör við hana, (nema þeir sem fóru í hagfræðitíma í skólanum og ræddu íslenska efnahagsástandið á þýsku... (vandræðalegt?). Þar af leiðandi versluðum við eins og fávitar og voru kennararnir ekkert skárri en yngismeyjarnar í þeim efnum. Berlín var skoðuð frá A-B þótt sumum fyndist þeir hafa farið alla leið frá A-Ö en jújú, Berlín er stór borg og mikið af búðum sem vöktu athygli og þörfnuðust nánari skoðunar, þvert á vilja SvP. Orðið á götunni er að hann hafi verslað meira en margur þann daginn. Kreuzberg ferðin var eftirminnileg, en Kreuzberg er tyrkneskt hverfi í miðri Berlín. Þegar við stigum út úr lestinni tók við nýr heimur, ólíkur þeim sem við höfum séð. Tyrkir með höfuðklúta í öllum regnbogans litum, öðruvísi búðir (ódýrir skór!), vatnspípur og glingur, ávextir á hverju götuhorni og framandi matur. Mánudagsmorguninn 10. nóvember var tárum þrungin kveðjustund þegar við kvöddum nýju vini okkar og héldum á vit nýrra ævintýra. Við byrjuðum á því að keyra til Dresden þar sem við skoðuðum byggingar í gotneskum stíl sem minntu margar á útibú Drakúla. Þar var m.a. Jónas jarðfræðikennari skammaður af Sigrúnu Aðalgeirs fyrir að trufla skoðunarferð með því að versla (btw hann var að kaupa steina. Af hverju Jónas?) Síðan var ferðinni heitið til Leipzig, byggðar sítrónutrjánna, þar sem Bach var einsöngvari, Goethe borðaði og hægt var að kaupa Chilli-hlaup (ekki reyna að skilja þetta nema þið séuð í PotMA). Í Leipzig gerðist fólk djarft og litaði hárið á sér, sumir misstu sig í gleðinni og vildu endilega lita öll líkamshár en aðrir höfðu vit fyrir þeim. Við gistum á Hostel Sleepy Lion sem var ekki svo sleepy eftir allt saman og okkur leið öllum eins og í frumskógi, oh what a wild night ! Daginn eftir fórum við til Frankfurt. Frankfurt er vændiskona, nei djók... en þær eru þar! Það kom mjög fljótlega í ljós að ýmis vafasöm starfsemi fór fram í hverfinu, t.d. var húsaröðin í götunni okkar svona: Frankfurt Haubtbahnhof (lestarstöð), kebab-staður, farfuglaheimlið okkar, World of sex, kebab-staður, Dr. Müller („geðt dark gotha sexshop“), kebab-staður, svo kom hliðargata. Í hliðargötunni var að finna byrjunina að þriðja stærsta rauða hverfi Evrópu... nice neigbourhood!!! Nokkrar kvenkyns fengu atvinnutilboð á klassastrippbúllum en flestar afþökkuðu kurteislega (með því að hlaupa öskrandi í burtu.) Sagan segir að ákveðinn aðili hefði lent í slagsmálum við melludólg en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Við áttum allavegana ógleymanlegar stundir í Frankfurt og sáum svo sannarlega margt sem við höfðum aldrei séð áður. Fimmtudaginn 13. nóvember lögðum við á stað heim til Íslands, allir voru sammála um að gott væri að koma heim þótt öllum fyndist leiðinlegt að ferðin væri á enda. Í heildina litið var þessi ferð pottþétt eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lærðum margt, kynntumst nýrri menningu og nýju fólki bæði þýsku og íslensku. Íslenski hópurinn var frábær og við vorum öll vinir, oftast a.m.k. (enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir svo við vitnum nú í Jónas). Þetta var eitt, stórt djamm, risa ævintýri og tvær einingar fyrir. Feis! Greinarhöfundar: Alma Rún, 3H & Sigríður Árdal, 3Y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.