Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 20
Morfíslið Menntaskólans á Akureyri í ár skipa þau Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason
(3.F), Gréta Kristín Ómarsdóttir (3.F) og Inga Heinesen (3.G), en sú síðastnefnda er nýr meðlimur
liðsins. Æfingar eru hafnar hjá liðinu og er fyrsta keppni þeirra við lið MÍ þann 10. janúar.
Sérsvið/hlutverk innan Morfís ef það er eitthvað:
I: Liðsstjóri. V: Frummælandi.
GB: Meðmælandi. GK: Stuðningsmaður, ritari og ofstuðlaður Freud-yfirdrullari.
Hvað eru þið búin að vera að gera síðan skólinn byrjaði og hvað er á döfinni?
GK: Það er æfing einu sinni í viku þar sem við æfum okkur að semja og flytja ræður, horfum
á ræður, ræðum um ræður og eigum áhrifamiklar hitaumræður um ræðumennsku, áróður og
gróðurhúsaáhrif… Svo stuðlum við mikið, eða það er kannski bara ég.
Hvernig leggst keppnin í ykkur þetta skólaárið?
GB: Bara mjög vel. Við mætum sterkari en í fyrra, reynslunni ríkari.
Af hverju fóru þið í Morfís?
I: Af því að mig langaði til þess.
GK: Til þess að bjarga fátæku börnunum í Afríku og láta Geir H. Haarde hætta að prumpa á áruna
mína... Svo var ég bara rosa þreytt á því að hanga á Facebook, langaði að gera eitthvað við líf mitt.
GB: Það var eiginlega bara af forvitni í fyrra. Að vísu var bróðir minn í Morfís fyrir mörgum árum,
í VMA, ekki segja.
Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju hver yrði hann?
I: Tölvan held ég bara. V: Rúbikstening.
Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í?
V: Ég fór á trúnó við stelpu úti á Ródos, án þess að fatta að hálfur árgangurinn væri fyrir aftan mig
að hlusta með mikilli athygli.
GK: Að labba inn á indverskan lyftingadverg í Verzló, að tefla við páfann með leðurhanska og
sleipiefni frá FS. Það var geðveikt vandræðalegt.
Pylsur