Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 36
36
Árið 2001 hóf mentorverkefnið
Vinátta göngu sína á Íslandi. Verkefnið
var fyrst í samvinnu við Háskóla
Íslands, Kennaraháskóla Íslands og tvo
grunnskóla í Reykjavík en undanfarin
þrjú ár hefur Velferðarsjóður barna
á Íslandi rekið það. Til að byrja með
átti verkefnið að vera þriggja ára
tilrauna– og þróunarverkefni en í dag
hefur verkefnið fest sig í sessi hér á
landi. Fyrirmynd mentorverkefnisins
Vináttu kemur frá Ísrael en það hóf
göngu sína fyrir rúmlega 30 árum þar.
Markmiðið var að mentorar sem koma
úr háskólum og framhaldsskólum áttu
að eyða tíma með grunnskólabörnum
sem búa á láglaunasvæðum og áttu
að vera þeim jákvæð fyrirmynd. Frá
Ísrael barst mentorverkefnið til fleiri
landa, m.a. til Svíþjóðar árið 1997.
Í öll þau ár sem mentorverkefnið
hefur verið starfrækt í Svíþjóð hefur
rúmlega helmingur barnanna verið
innflytjendur. Þaðan kom sú hugmynd
að þetta verkefni væri gott fyrir
innflytjendur til að börnin fengju
tækifæri til að kynnast menningu og
öðlast betri tungumálakunnáttu.
Markmið verkefnisins er fyrst
og fremst það að háskóla- og
framhaldsskólanemar veiti
grunnskólanemendum stuðning og
hvatningu. Mentorar eiga að vera
börnunum góð fyrirmynd og börnin
eiga að geta treyst sínum mentorum.
Hugmyndin er að börnin fái tækifæri
til að mynda tengsl við þroskaðan,
fullorðinn einstakling utan fjölskyldu
sinnar. Verkefnið á að leiða til aukins
þroska beggja aðila og stuðla að
auknu sjálfstrausti barna. Það er mjög
mikilvægt fyrir barn að fullorðinn
einstaklingur gefi því tíma og athygli
og hafi áhuga á því sem barnið er að
gera. Því miður njóta ekki öll börn
þeirra forréttinda að eiga náin tengsl
við foreldra sína eða að hafa aðgang
að félagsskap ábyrgra einstaklinga
en þessi tengsl eru talin nauðsynleg
fyrir börn til að byggja upp jákvæða
sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Fyrir
þessi börn er mentorverkefnið
Vinátta mjög góður kostur til að
efla sjálfsmyndina og sjálfstraustið,
rannsóknir hafa nefnilega sýnt að
þrátt fyrir að foreldrar barna geta
ekki veitt þeim þessi tengsl þá getur
verið nóg að barnið hafi átt traustan
tengslaaðila í lengri eða skemmri
tíma í æsku. Fyrir mentora er þetta
verkefni talið vera gott til að leyfa
þeim að kynnast því að starfa með
börnum, skipuleggja uppbyggjandi
fundi fyrir börnin, öðlast nýja reynslu
og þekkingu og þroska sköpunarhæfni
sína.
Verkefnið er hugsað fyrir börn á
aldrinum 7 – 10 ára. Þau börn sem
ganga fyrir í þessu verkefni eru t.d.
börn sem hafa orðið fyrir einelti,
börn sem einangra sig eða passa
illa í hópinn, einbirni eða börn úr
stórum systkinahóp, börn með ýmis
hegðunarvandamál, börn sem vantar
föður- eða móðurímynd, börn af
erlendum uppruna, börn sem eru
óframfærin og feimin. Það hefur sýnt
sig að þetta verkefni hefur stuðlað að
því að börn sem hafa átt í erfiðleikum
með samskipti eiga auðveldara með
það eftir verkefnið. Börn sem hafa
tekið þátt í þessu verkefni eru talin vera
með betri félagslega færni og aukna
samskiptahæfni, einnig hafa þau
börn sem eru af erlendum uppruna
tekið framförum í íslenskukunnáttu
sinni. Skilyrðin fyrir mentora eru að
þeir hafi náð 18 ára aldri, að þeir
hafi áhuga á verkefninu, þeir þurfa
að geta skuldbundið sig verkefninu
og gefið þrjá tíma á viku í það, þurfa
að vera ábyrgir en fyrst og fremst eru
mentorarnir mest metnir eftir umsókn
sem þeir þurfa að skila inn.
Mentorverkefnið er starfrækt í
báðum framhaldsskólunum á Akureyri
og er í samstarfi við fjóra grunnskóla,
þeir eru Oddeyrarskóli, Giljaskóli,
Glerárskóli og Síðuskóli. Í ár er
Menntaskólinn á Akureyri að taka þátt
í mentorverkefninu Vináttu í áttunda
skiptið. Verkefnið er sett upp sem
heilsársáfangi og fást þrjár einingar
fyrir hann.
Það eru 13 nemendur af
öllum brautum að taka þátt í
mentorverkefninu hér í MA. Ég talaði
við nokkra nemendur sem eru að taka
þátt í verkefninu og spurði þá nokkurra
spurninga. Ástæðan fyrir þátttöku
í verkefninu var aðallega sú að
nemendur langaði að prófa eitthvað
nýtt og spennandi. Margir vildu
öðlast frekari reynslu af börnum og
fannst það krefjandi að þurfa að finna
eitthvað skapandi að gera fyrir börn
á þessum aldri. Það sem mentorarnir
hafa lært af þessari reynslu er aðallega
það að þurfa að setja sig í spor 7 – 10
ára barna og reyna að finna út það
sem þeim þykir skemmtilegt að gera.
Hingað til hefur verkefnið gengið vel
hjá langflestum Mentorunum og finna
þeir börnin vera að koma smátt og
smátt úr skelinni. Þau eru að byrja
að kynnast betur og sjá flestir fram á
góðan vetur með börnunum sínum.
Verkefnið hefur farið vel af stað hjá
mentorunum í MA og hafa margir gert
eitthvað skemmtilegt með börnunum
sínum. Þau hafa farið í göngutúra,
bakað, á kaffihús, í keilu, í bíó og
svo mætti lengi telja. Mentorar hafa
tvisvar hist allir saman með börnum
sínum, fyrst horfðu allir saman á
bíómynd upp í MA og svo var jólastund
mentora haldin mánudaginn 24.
nóvember. Þá hittust allir mentorar
upp í VMA, þar sem þeir bjuggu til
jólasultu og skreyttu krukkur.
Heimildir eru fengnar af www.
vinatta.is, þar er hægt að kynna
sér verkefnið betur og einnig sent
fyrirspurnir til starfsfólks verkefnisins.
Heiða Berglind Magnúsdóttir
Er síminn til þín?
Lifðu núna
Settu flottan síma í jólapakkann
Nokia 5310 Xpress Music
0 kr. út
1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.
Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán.
eða staðgreiðir 34.900 kr.
Nokia 2630
0 kr. út
1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.
Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán.
eða staðgreiðir 15.900 kr.
Nokia 1680
0 kr. út
1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.
Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán.
eða staðgreiðir 12.900 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A