Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 42

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 42
42 RH O D O S Ú TS KR IF TA FE RÐ Fyrir 2300 árum ákvað Antigonus, einn af arftökum Alexanders mikla og höfðingi yfir Frygíu og fleiri landsvæðum í Litlu-Asíu, að hann vildi bæta Ródoseyju við ríki hans. Ródos var á þessum tímum mikilvægur staður fyrir sjávarverslun um Miðjarðarhaf, því bandalag þeirra við Egypta þýddi að þeir réðu yfir öllum varningi sem vildi fara milli austurs og vesturs. Antigónus sendi son sinn, Demetríus, til að vinna skítverkið, ásamt 40.000 hermönnum, og byggði hann gríðarlegar vélar, 55 metra múrbrjót og 163 tonna umsátursturn. En Ródos var vel varin borg og reyndist erfitt að vinna veggina. Næsta ár mætti Egyptaher til að styrkja vini sína og þá ákvað Demetríus að hann nennti ekki að standa í þessu og fór heim, en skildi eftir sig gríðarlegt magn hergagna. Ródosbúarnir sáu hér gullið tækifæri, seldu allt draslið og bjuggu til tröllaukna styttu af sólarguðinum, standandi yfir hafnaropið þannig að allir sem komu að borginni sjóleiðis þurftu þareftir að líta upp í Hans eilífa skínandi einkalíf. Styttan hrundi 56 árum seinna. Árið er núna 2008 og Ródos hefur svo sannarlega minnst betri tíma. Landið einkennist af hræðilegum tónlistarsmekk, sem samanstendur af því allra versta frá Bandaríkjunum og Bretlandi, kryddað með smá eðaldrasli frá Tyrklandi. Einstaka sinnum má heyra sanna gríska tónlist, sem er þá trúbador með lýru að syngja „What ees lof, beibee don hort mee, now moar“. Ródos stendur í skugganum af hinu mikla Tyrkjaveldi, sem situr á sjóndeildarhringnum eins og tígrisdýr að eygja feitt villisvín í frumskóginum. Grísk menning nær þó að halda sér á þessu skeri, enda hver einasta gata innrömmuð með jafnmörgum bílum og stöðvunarbannsskiltum. Skiltin með númerunum sýna ekki hámarkshraða eins og á Íslandi, heldur lágmarkshraða. Lögreglan gæti stöðvað hvern þann sem fer undir 30 km/klst í íbúðarhverfi. En þó er eitt sem stóð upp úr á þessum menningarsnauða kletti. Það var heimsókn akureyrskra menntskælinga og verður greinahöfundur að koma því strax á framfæri að hann vorkennir hverjum þeim sem hlakka til slíkrar heimsóknar. Því miður fór sem fór og samfélag eyjunnar efldist um 157 siðlausa og áfengissjúka táninga. Þegar búið var að koma sér fyrir á Hotel Forum, sem tók heillangan tíma, var auðvitað fyrsta verk flestra að kynna sér næturmenningu borgarinnar. Strax eftir þetta kvöld var Bar Street búið að festa sig í sessi sem goðsögn meðal allra útskriftarfara, sérstaklega þar sem enginn man eftir því að hafa farið þangað. Næstu daga var rútínan fest með dúndrandi þynnku í kringum hádegi þegar fólk fór á fætur, hún réttuð af með einum (eða tveimur... eða fleiri) köldum á sólbekk undir refsandi Miðjarðarsólinni, en undir henni var tanið illilega wörkað. Fyrsta máltíð dagsins var svo milli þrjú og fjögur, og samanstóð yfirleitt af einhverju drasli sem fannst í hótelbúðinni, skolað niður með einum köldum. Fáum datt í hug að nýta sér morgunverðarhlaðborðið, enda ógirnilegt með eindæmum. Sumir létu sig þó hafa það, enda búið að borga fyrir hálft fæði. Verra þótti að maður skyldi þurfa að vakna fyrir allar aldir til að geta fengið mat. Hlaðborðinu var nefndilega lokað klukkan tíu hvern morgun. Milli fjögur og sjö var tíminn drepinn með ferðum í hraðbankana til að endurfylla veskin sem á dularfullan hátt tæmdust síðasta kvöld („Hvað var ég að gera í gær?“) símtal við foreldra sína þar sem beðið var um lán þar sem bankainneignirnar höfðu einhvern veginn tæmst síðasta kvöld („Vá, ég man ekki neitt!“), augljóslega vegna einhverrar kerfisvillu, og leit að símum sem höfðu týnst kvöldið áður („Fokk hvað það var gaman, samt.“~Týpiskur útskriftarfari). Á meðan öllu þessu stóð var aðalumræðuefnið Bar Street, áfengi, og hvað fólk ætlaði að gera um kvöldið. Stundum var einnig talað um föt. Ég er strákur, þannig að ég var ekki með í þeim umræðum. Þá ætti maður kannski að minnast á hinar fjölmörgu ferðir sem voru skipulagðar á meðan dvöl okkar á Ródos stóð. Fyrsta virka daginn sem við vörðum á eyjunni (HAHAHAHAHAHA, virkur dagur! HAHAHAHA, ó vá...úff...erhem...) var ferðin Perlur Ródoseyjar í boði, en þá var farinn epískur rúntur um alla eyjuna og allir eftirtektarverðir staðir teknir eftir, öllu athyglisverðu veitt athygli og sumu áhugaverðu sýndur áhugi. Of lítið af áfengi og kynlífi til þess að vera áhugavert Muninsgreinarefni. Ég fékk mér ís. Síðan voru grískir réttir prófaðir, ásamt ouzo, sem er eins og Tópas, nema vont. Á þriðjudaginn var farið í Water Park í Faliraki, en það er klukkutíma keyrsla frá hótelinu. En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra, þannig að ferðin tók bara hálftíma. Vatnsgarðurinn sjálfur vakti ekki vonbrigði, en okkur var þó sagt að klæðast sokkum vegna þess að hellurnar sem gengið var á hitnuðu mikið kringum hádegið. Þetta olli því að tugir fölra Íslendinga gengu um vatnsgarðinn í sundfötum og sokkum eins og eskimóar. Ekki leið á löngu þangað til að tískuvit menntskælingana yfirtók heilbrigða skynsemi þeirra og þeir bitu á jaxlinn, fóru úr sokkunum og steiktu iljarnar á steinunum. Enginn sá eftir neinu.Vel á minnst, allir brunnu. Að fara í vatnsgarð í sólarlöndum um hádegið hefur aldrei verið góð hugmynd, en samt lærir maður aldrei... Á miðvikudag var farin hringferð um eyjuna í ferð sem nefndist Töfrar Rhodos og Lindos, en Lindos er frægur bær sem var endastöð í þessari rólyndisferð. Heyrst hefur að ástæðan fyrir því hversu róleg þessi ferð var hafi verið sú að þynnka og sjóferðir fara illa saman. Ekki hefur vínsmökkunin bætt ástandið. Fimmtudagurinn var svo dagurinn sem allar stelpurnar höfðu beðið óþreyjufullar eftir, en það var hin rómaða Tyrklandsferð. Hér gátu menn (kven- sem og karl-) reynt fyrir sér í þeirri eftirsóttu list að prútta, og stigið fæti á aðra heimsálfu í leiðinni. Þar gerði Margrét Kristín þau kostakaup að kaupa sér leðurjakka á 100 evrur þegar búðareigandinn hafði fyrst gefið upp verð yfir þúsund evrur. Ekki það að hana langaði neitt í þennan jakka, þetta var bara svo góður díll. Að lokum sigldu allir til baka mjög hamingjusamir, með veskin tóm og pokana fulla. Allir fengu hlut við sitt hæfi, og fimm aðra hluti sem þeir vissu aldrei að þeir þurftu, og munu líklegast týnast í fataskápnum um ókomna framtíð, gleymd áminning um þá villu að kaupa í skyndi. Þá var loksins föstudagurinn runninn upp. Miðað við hversu awesöm þetta partý hefur verið hingað til, hvernig verður það á föstudegi? Slegið var upp grísku kvöldi, með grískri tónlist og grískum mat. Sem sagt, frekar venjulegt kvöld, allir voru sótaðir, með læti, og sofnuðu á handahófskenndum stöðum sem voru yfirleitt ekki rúmin þeirra. Laugardagurinn var heldur merkilegri. Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu, og þá hefur þú Súpersiglinguna. Rifrildið milli þynnkunnar og vaggandi hafsins var róað með einum, tveimur, þremur köldum. Stefni bátsins klauf öldurnar mjúkt eins og adagio sonnata og hafið glitraði af gylltum geislum sólarinnar, eins og gullið teppi sem lagðist yfir jörðina og hjúfraði henni upp að sér og fyllti hana varma, og ást. Það var undir þessum kringumstæðum sem tveir piltar mættust á báti einum. Í kringum þá hægðu allir á sér og dúndrandi tónlistin dofnaði og varð að blíðum tóni sem ómaði í gegnum hjörtu þeirra. Loftið varð að silfruðu dúni og strákarnir tveir tóku hvor utan um annan. Berar herðarnar snertust og síðan mættust varir þeirra. Slík var ástríðan að þeir féllu báðir fyrir borð og í hafið, en í söltu, köldu vatninu fundu þeir hlýju og sætu... hvor hjá öðrum. ~Dramatísk lýsing á Sleik ferðarinnar, milli Böbba og Fúsa, en hann átti sér stað í Súpersiglingunni og var viðurkenndur á tógakvöldinu. Ójá, tógakvöldið. Einmitt þegar Ródos var farið að hugsa að núna fara þessir helvítis Íslendingaandskotar að drulla sér heim þá taka MA-ingar eitt síðasta ælukast yfir æru og arfleifð Grikkjana og klæða sig öll í tóga og halda partý á ströndinni síðasta kvöldið af dvöl þeirra á Ródos. En partýið á ströndinni stóð ekki lengi, enda hávær öldugangur og dimmt, þar sem fæstum dytti í hug að setja upp ljósastaura á sólarströnd. Eftir að hafa borðað hjá veitingastaðnum sem var pantaður, var gerð einkennisklædd innrás í næturlíf Ródosbúa. Gestir Bar Street skulfu í hnjánum þegar hinn norræni táningaher marséraði í framfylkingu inn á alla barina og ekki leið á löngu þar til maður mátti sjá fleira tógaklætt fólk heldur en eðlilega menn. Aðalstaðurinn var auðvitað Colorado, sem er í raun þrír staðir og fær því þrefalt fleiri gesti. Þar á efstu hæð var ekkert spilað nema dynjandi R&B, og skoruðu menn hvor á annan í dans-battl. Tógaklæddir MA-ingar mættu Márum og svertingjum í tónfræðilegum hólmgöngum sem minntu um margt á hina goðsagnakennda baráttu milli Akkilesar og Hektors, og ætlaði oftar en einu sinni að sjóða upp úr og alvöru bardagi að hefjast. En allt kom fyrir ekki og komust allir heim, heilir og ómarnir. Nema Ingi Steinn, sem skilaði sér ekki fyrr en um síðdegið eftir mikla ævintýraför til Aþenu. Ekki spyrja. Næsta dag var svo flogið aftur til klakans. Allir grútmyglaðir og gegnsæir af tíu daga fyllerí. Það var bara ein leið til þess að endurheimta ferskleika sinn. Það var haldið áfram að djamma. Frá sirka tólf til sjö. Við mættumst þar. Með hjörtun okkar brotin bæði tvö. Og þú sérð að ástin er international, því óendanleikinn er lykilheimspeki mín og hún fór lágt lágt lágt lágt... Valur Sigurðsson ,,En Grikkir keyra ekki, þeir fljúga á hjólum og komast aðeins undan árekstri vegna Jedi-viðbragðanna þeirra" ,,Ímyndaðu þér að þú sért í villtasta teiti sem þú hefur upplifað. Margfaldaðu það með sautján, settu alla í sundföt og láttu allt vagga rólega á Miðjarðarhafinu undir brennandi sólu"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.