Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 53
flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Skráðu þig í
Netklúbbinn
Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar
um tilboð og nýjungar í tölvupósti.
Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
4
44
93
1
2.
20
08
Hvað stendur í síðasta sms-i sem þú fékkst?
,,Sæll, heyrðu það er böggur, get það ekki heldur, sendi stefnu email,
vonandi kmr í lag seinna.”
Hefur þú hitt einhvern frægan?
Já, trommarann úr Sometime.
Hvenær fórstu síðast í kirkju?
Vá, heyrðu örugglega 2 ár síðan.
Hvaða kennari klæðir sig best?
Uuu... vá, hvernig meinar þú að klæði sig best? Árný enskukennari.
Uppáhalds lag á söngsal?
Uuu.. eitthvað í mollsyrpu.
Ætlar þú að gefa blóð?
Já.
Undarenna, léttmjólk eða nýmjólk?
Léttmjólk.
Á hæð sem rís fyrir ofan lítið
einangrað sjávarþorp á
austurströnd Englands stendur
ríkulegt setur. Húsið, sem er í eigu
ríkasta manns þorpsins sem býr þar
með konu sinni og einkasyni þeirra,
stendur mikilfenglegt, jafnvel
ógnandi, yfir hógværa litla þorpinu
fyrir neðan. Dimmar rúðurnar gefa
húsinu grimmilegt yfirlit, sem gæti
jafnvel valdið óróleika meðal þeirra
sem eru óvanir þessari sjón. En fyrir
þorpsbúana er húsið orðið sár sjón,
sífelldur minnisvarði um þeirra eigin
fátækt og ríkidóm eðalmannsins, og
í gegnum árin hefur öfund þeirra
orðið að hatri.
„Ég skil ekki hvað þau þykjast
svosem vera“ sögðu sumir. „Já, hví
geta þau ekki búið hér meðal okkar,
of góð fyrir okkur eða hvað?
Snobbuðu svín.“
Slíkt tal átti hinsvegar aðeins heima
á kránum að kvöldi til, þegar hvorki
Herrann né Frúin heyrðu til.
Uppi á hæðinni, í herbergi
á efstu hæð vesturálmunnar, situr
ungur drengur og horfir út um
gluggann. Hann lítur niður til
þorpsins, og sér skólann þar sem
hann byrjar bráðum að ganga til
náms. Hann getur ekki beðið. Hann
hefur aldrei átt marga vini. Mamma
er ekki hrifin af því þegar hann fer
út fyrir lóðarmörkin, svo hann leikur
sér yfirleitt einn hérna heima. En
bráðum myndi það allt breytast.
Hann getur ekki beðið eftir því að
bjóða öðrum krökkum heim til sín
til að fara í sjóræningjaleiki eða
feluleiki. Hann getur ekki beðið.
„Ég sagði, hvað heitir þú?“
sagði kennslukonan í annað sinn.
„J..Ja..j.ja..Jack“ svaraði drengurinn
loksins. „Frábært, annar fáviti“
andvarpaði hún.
Fyrsti skóladagurinn gekk
ekki jafn vel og ungi strákurinn,
þekktur sem Jack, hafði vonað. Hin
börnin voru ólík honum. Þau voru
mun sjálfsöruggari, fannst honum,
og þau þekktust öll nú þegar frá því
þau léku sér saman á götum
þorpsins, en hann hlakkaði til að
kynnast þeim nánar og bjóða þeim í
heimsókn.
Í frímínútunum söfnuðust
krakkarnir saman á leikvellinum til
að spila fótbolta. Í fyrstu stóð Jack á
hliðarlínunum og horfði á, hann
hafði aldrei spilað fótbolta áður.
„Almúgaíþrótt“ kallaði faðir hans
það. En Jack ætlaði ekki að láta neitt
stoppa sig lengur, og bað því um að
fá að vera með. „Já já!“ svöruðu
krakkarnir. „Þú mátt vera í marki.“
En eftir því sem leikurinn hélt áfram
kom það fljótt í ljós að Jack hafði
aldrei spilað fótbolta áður, og í hita
leiksins byrjuðu börnin að öskra í
sífellu á Jack þegar hann stóð sig
ekki í markinu. „Mm..mm..mér
þ..þ..þykir þ.þetta le..le..leitt!“ sagði
Jack, en krökkunum var alveg sama.
Hann hafði brugðist þeim. Jack
reyndi aldrei aftur að spila fótbolta.
Þegar Jack kom heim
þennan dag hljóp hann beint upp í
herbergið sitt og grét. Það heyrði
ekki sála í honum í stóra, kalda
húsinu, og enginn kom til að hugga
hann. En er hann þurrkaði tár sín á
erminni og leit upp blasti við honum
sannarlega sérkennileg sjón. Hrafn,
svartur sem alnættið sat á
gluggasyllunni, og er sólarljósið
endurspeglaðist af svörtum
fjöðrunum virtist hann lýsast
dimmum drunga sem hótaði að
gleypa alla birtu í herberginu. Þessi
skuggalega sýn hefði hrætt flesta,
en ungi drengurinn fann furðulega
ró í þessari nærveru, og fannst hann
jafnvel skynja samúð í djúpum
augum dýrsins. Og þar sat hann;
Hrafninn.
Að alast upp sem úrhrak
hafði gjöreytt ljúfu eðli drengsins.
Nú var hann bitur ungur maður,
þekktur sem furðufugl meðal
þorpsbúanna. Hann bjó einn í stóra
setrinu fyrir ofan þorpið, því bæði
faðir hans og móðir höfðu látist
vegna veikinda þegar hann var
unglingur. Hann sást sjaldan í
þorpinu þessa dagana og hélt sig
yfirleitt innandyra uppi á hæðinni,
og í þau fáu skipti sem hann
heimsótti þorpið var það til þess að
heimsækja sölumanninn. Hann
talaði mjög sjaldan, og þegar hann
gerði það þá talaði hann hægt í
djúpum, flötum tón. En það sem
reyndist þorpsbúunum torskildast
við þennan furðulega unga mann
var sú staðreynd að hann sást aldrei
einn, því það var ávallt stór svartur
hrafn sitjandi sperrtur á öxlum hans
líkt og páfagaukur sjóræningja.
Hrafninn hræddi yngstu börnin, og
fullorðna fólkið gat ekki neitað því
að því fyndist þetta nokkuð
óþægilegt, en Jack var sama.
Í raun virtist svo vera að Hrafninn
væri eini félagsskapurinn sem hann
hefði þörf fyrir.
Í illa upplýstu herbergi
sem snýr í austur situr ungur maður
í gömlum stól. Þung gluggatjöldin
loka fyrir allt ljós sem dirfist að
skína inn gegnum glerið, svo
ómögulegt er að þekkja dag frá
nóttu. Eina ljóstýran í öllu
herberginu skín frá síðustu glóðinni
í arninum, sem heldur
örvæntingarfull í líf sitt en fölnar
hratt. Á syllunni fyrir ofan arininn
situr stór svartur hrafn, sem fylgist
rólegur með eiganda sínum með
djúpum, svörtum augunum.
Ungi eigandi hans var
myndarlegur maður, eða svo hefði
hann verið ef ekki væri fyrir þær
dimmu línur sem klufu andlitsdrætti
hans, og gáfu honum lífsþreytta
ásjónu mun eldri manns. Manns
sem hefur borið allar heimsins
bygrðir á herðum sínum.
„Allt búið!“ sagði
maðurinn í djúpum dimmum tón, er
hann hristi tóma flösku í hendinni.
Hann henti henni kæruleysislega út
í horn þar sem hún lenti með dynk
á gólfinu meðal margra annara
flaska.
„Jafnvel f..f..fjandans drykkurinn vill
e..ekkert með mig ha..hafa. Um le..
leið og ég opna flöskuna er hann
ho..horfinn.“ Og svo hló hann. En
það var enginn galsi í hlátrinum,
augu hans tjáðu enga gleði. Í
staðinn hljómaði þurr, manískur
hlátur um allt húsið sem virtist
bergmála lengur en eðlilegt var.
„En er það nokkur furða?“
Hann virtist beina orðum sínum til
hrafnsins á arinsyllunni.
„Hv..Hví ætti nokkur að vi..vilja
umgangast mig? St..stamandi H..
Há..Hálfvitann á hæðinni?“
Hrafninn hlustaði á og blakti við
fjöðrunum.
„En þú he..hefur alltaf verið til
staðar fy..fyrir mig, ekki satt, Vi..
vinur?“ sagði maðurinn eftir nokkra
þögn. Hann brosti til fuglsins
gegnum tárvot augu, en jafn
snögglega og það hafði birst hvarf
brosið, og skuggi færðist yfir andlit
hans.
„Heyrirðu í sjálfum þér?
Ta..talandi við eitthvað fi..fi..fiðurfé,
sem vinur væri. Ekki fu..furða að
fólk vilji ekkert með þig ha..hafa.
Það er ekki pláss fyrir vi..viðrini eins
og þig í þ..þ..þessum heimi.“
Það var sem veggirnir drægjust nær
með hverju orði, og þrengdu sífellt
að kvalinni sálinni í miðju
herberginu.
„Hvað hef ég gert til að verðskulda
þetta! Hví er ég dæ..dæmdur til að
lifa lífi m..mínu einn? Að heyra
aldrei vi..vinarorð í eyra, né kynnast
því að hv..hvíla í elskandi ö..örmum
ljúfrar k..konu? Kaldur barmur
Bakkusar er sá ei..eini sem mér
b..bý..býðst.“
Skyndilega stóð hann upp og gekk,
hægt en ákveðið, til dyranna og
gekk út. Hann hélt áfram niður
stigann, gegnum eldhúsið og út um
bakdyrnar. Hrafninn elti.
Það rigndi, en það hægði
ekki á unga manninum er hann hélt
áfram í gegnum myrkrið. Hann
stoppaði ekki fyrr en hann náði
áfangastað sínum, og nú stóð hann
efst á miklu bjargi og horfði út yfir
hafið. En er hann steig áfram til að
ganga fram af bjarginu var hann
skyndilega stöðvaður. Hrafninn, sem
hafði elt hann alla leiðina, var að
rífa í frakkann hans, skríkjandi,
grátbiðjandi meistara sinn um að
stoppa. „Hættu! Farðu burt! FARÐU
BURT SAGÐI ÉG!“ öskraði maðurinn.
En hrafninn neitaði að hætta. Í
bræðskasti, líklega orsakað að
mestu vegna áfengisins sem flæddi
um æðar hans, sló hann til fuglsins.
Höggið rotaði hrafninn, og er hann
lá á regnvotri jörðinni virtist hann
furðu smár, brothættur jafnvel.
Algjör andstæða við hans vanalega,
mikilfenglega form.
„Guð minn góður, hvað...
hvað hef ég gert?“ grét maðurinn,
er hann féll á hnén við hliðina á
fuglinum, sínum eina vini. „Sérðu
hvað ég he..hef gert þér? Þú hefðir
ekki átt að reyna að stö..stöðva mig.
Þetta er fyrir be.., fyrir bestu.“ Og
hann stökk.Gnauðið í vindinum og
dynurinn í rigningunni drekktu þeim
þunga dynk sem heyrðist er lífvana
form ungs manns, áður saklaust og
fallegt barn, skall í kaldan steininn
undir bjarginu.
Í hógværri gröf þorpskirkjugarðsins
lá lík unga mannsins. Það kom aldrei
nokkur til að heimsækja leiði hans,
en þeir sem komu þar nálægt lýstu
nær allir sömu furðulegu sýn; stór
svartur hrafn, með augu svört sem
kol, sitjandi einmana á
grafsteininum. Aðrir sögðu jafnvel,
að ef þú hættir þér nógu nálægt, og
ef næg kyrrð væri í lofti, gætir þú
heyrt vesælt kjökur, er dimm tár
hans féllu hljóðlega á
einmanalegustu gröfina í
kirkjugarðinum.
Árni Pétur Arnason
The best often die by their own hand
just to get away,
and those left behind
can never quite understand
why anybody
would ever want to
get away
from
them
-Charles Bukowski
TÁR HRAFNSINS