Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 45

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 45
45 Vindbarin, hrjóstrug og grýtt eyja í hafinu. Ákafir ferðalangar stara drukknir svefni eða veigum út um flugvélarglugga á ferköntuð hús í röðum. “Þarna er hótelið okkar” hrópar einn farþeganna. “Hvernig veit hún þetta?” hugsa ég. Ferðalangurinn tekur með sér heimabyggðina hvert sem hann fer. Ferðalangurinn er ómálga, skilur ekkert, veit ekkert, fylgir boðum og bönnum, bíður eftir því að eitthvað gerist. Eins og samlandi þeirra Rhodos-eyinga, hann Sókrates, þá höfum við líka tvo möguleika. Hann varð að velja á milli þess að hlýða lögum og rétti eða deyja ella. Við verðum að velja á milli þess að vera heimskir ferðamenn, bíða í röð, elta barnaleg skilti, spyrja til vegar, dansa þjóðdansa, lesa bresk blöð, drekka kaffi í morgunmat, eða vera Íslendingar í útlöndum, tala íslensku, kenna þjóninum að segja “úldinn matur”, drekka bjór í morgunmat, kaupa ouzo í kjörbúðinni til að hafa með á hótelbarinn, brenna í sólinni, taka leigubíl, kaupa mikið, sofa fram á kvöld. Nóttin er lifandi, tístir á mann, er hávaðasöm heima á hóteli þangað til sænski ferðamaðurinn hefur komið agalausum Íslendingum í skilning um að “nu holder de kjeften!” er ekki brandari eða tilboð um að vilja vera með, þiggja veitingar eða taka í spil, heldur örvæntingarfullt ákall um að rjúfa mörg hundruð ára menningarlega einangrun og taka upp þó ekki væri nema brot af hirðsiðum fornaldar, sem bárust á miðöldum norður eftir Evrópu frá hámenningarríkjum Miðjarðarhafsins og Svíar gerðu að sínum á Nýöld en Íslendingar virðast aldrei hafa skilið og óvíst hvort þeir hafi nokkru sinni lært frekar en svo margt annað sem þessi þokuþjóð hefur farið á mis við, til dæmis að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Þegar hótelreglurnar segja að það eigi að vera hljótt eftir klukkan 11, hvers vegna eru Íslendingarnir þá með hávaða eftir þann tíma? Skáldið barðist í kafaldsbylnum á nesinu undir fránum augum næturflugunnar, þúsund ljóstýrur stungust í óvarið andlitið með næðingnum. Hér er nóttin hlý og litskrúðug, það er erfitt að rata, auðvelt að þvælast á milli staða, fjöldi fólks út um allt, fólk að blóta guði skemmtunar og ærsla. Mætti gleðskapurinn ekki að ósekju vera lágstemmdari, þurfa að vera þessi læti, þarf að hafa hátt, þarf að drekka sterkt vín, þarf að stilla tónlistina svona hátt, á ekki að vera hægt að rata um á diskóteki, er lyfta upp á næstu hæð, hvar er farið út, á ekki að vera hægt að tala saman? Við förum þá bara eitthvað annað – gamla liðið. Margir drekka ekki áfengi af neinu tagi og ætla ekki að gera það, enda stóð í flugvélarbæklingnum að enginn kæmi til eyjar þessarar út af matnum eða víninu. Er þetta ekki ágætur matur? Lambakjöt, geitaostur, rauðar baunir, tómatar, ólívur, franskar kartöflur, pizzur, marsipankökur fyrir hádegi, eggjabaka, eggjahræra, smápylsur, beikonhaugur, tómatsósukerald. “Sama og í gær takk.” Það er kominn morgun. Út að hlaupa með hinum í morgunsvalanum, það á eftir að verða heitara seinna í dag. Lokahlaupið verður upp á fjallið þarna inni í landinu. Nú er það ströndin, steinaströndin með sólbekkjunum, jöfnum og góðum öldum hérna Eyjahafsmeginn, gaman að synda í þeim en skyldi vera hætta á að seglbrettafólkið sneiði af eyrað ef það brunar of nálægt? Best að skrá sig í köfunina, láta loka sig inni í búningi á hafsbotni, svamla innan um fiska og vera ekkert að hugsa um hvort maður geti villst yfir til Tyrklands og týnst, þeir hljóta að passa upp á þetta mennirnir. Tyrkneskt bað, heit marmaraplata, ungir nuddarar, sápulöður, rassaskellir, afslöppun, prúttmarkaður, hiti, seglskútur – Tyrkland. “Þangað hef ég aldrei farið” svaraði veitingamaðurinn “og pabbi gamli dræpi mig ef ég gerði það” bætti hann við. Þarf nú að láta svona? - það voru Grikkir með okkur í tyrkneska baðinu. Tíminn komst á flug, eins og Ikarus forðum, flaug of nálægt sólinni og við féllum til jarðar. Peningarnir búnir, best að drífa sig heim á leið. Tilhlökkun út um allt í flugstöðinni, það verður gaman að koma heim og byrja í skólanum, komast heim á eyjuna okkar, heim til Íslands, vindbarið, hrjóstrugt og grýtt. Þorlákur Axel Jónsson hin sólríka eyja vindanna Rhodos verðlaunaafhending Kroppur stelpur Sorry strákar, Freyja er á föstu. Freyja Rúnarsdóttir Þorsteinn H. Guðmundsson Kroppur strákur Hey, stelpur! Þorsteinn er á lausu. Óskar Helgi Adamsson – Kom mest á óvart í ferðinni og kk hössler ferðarinnar. Pikköp línan hans Óskar út á Rhodos „you are my miracle“ Óskar kom mest á óvart af því að hann hafði aldrei dottið í það fyrr en á Rhodos og nú getur hann ekki hætt! Bjarni Jónasson – Dólgur ferðarinnar Bjarni afrekaði það að míga á bak við stigann í herbergi 94 og hrækja þar upp á alla veggi. Siguróli Magni Sigurðsson – Stilltastur Óli labbaði í kringum sundlaugina á g-strengnum einum fata. Hann gerði allt til þess að fá verðlaunin dólgur ferðarinnar en það mistókst hræðilega. Steinbjörn Jónsson – Bytta ferðarinnar Steinbjörn afrekaði það að vera ekki eina klukkustund edrú út á Rhodos. Einnig er eftirminnilegt þegar hann steig trylltan dans við sjálfan Jack Daniels á sundlaugarbarborðinu. Helga Birgisdóttir Kvk hössler ferðarinnar Myndir segja meira en 1000 orð. TÓGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.