Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 28

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 28
28 Þann 28. nóvember fylltist Íþróttahöllin á Akureyri af prúðbúnum Menntskælingum. Tilefnið var árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem er einn af hátíðlegustu viðburðum skólans. Það leynir sér ekki á árshátíðum skólans að MA á marga hæfileikaríka nemendur sem eiga bjarta framtíð í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í ár var engin undantekning frá því. Kvöldið hófst formlega þegar stúdentsefni skólans gengu inn í salinn, flest íklædd þjóðbúningi eða hátíðabúningi og sungu fyrir gesti skólasöng MA og Gaudeamus. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra. Kór MA byrjaði kvöldið á því að syngja fyrir gesti skólasönginn og Bítlasyrpu sem vakti mikla lukku. PRÍMA-félagar voru með sitt árlega atriði og var atriðið í ár heldur frábrugðið því sem gert hefur verið undanfarin ár en þeir sýndu STOMP dans. Hljómsveitirnar Arty Kristofers, Tussuduft og Djassdúettinn Baldursbörn voru með tónlistaratriði og einnig Kalli í kerinu sem tók nokkur vel valin lög. Þóra Björg Stefánsdóttir og Valur Sigurðarson fluttu minni karla og kvenna af mikilli snilld. Hefðin er að eftir ræðu konunnar syngja allar konur í salnum Minni karla fyrir karlana og öfugt, þetta tókst með stakri prýði. LMA var ekki með neitt atriði í ár en einbeitti sér þess í stað að gera skaupið veglegt ásamt fleiri nemendum skólans. Í skaupinu var hið sígilda grín um rauða herinn og VMA – inga, það lukkaðist vel og veltist salurinn um af hlátri þegar skaupið var sýnt. Ræðuhöldin voru á sínum stað. Hildur Sara ritari stjórnar Hugins var veislustjóri að þessu sinni og flutti hún stutt ávarp. Hún bauð veislugesti velkomna og þakkaði sérstaklega yfirþjónunum, þeim Helgu Sigfúsdóttur og Gísla Björgvini Gíslasyni, fyrir þeirra hjálp. Ræða Önnu Elvíru Þórisdóttir, Inspectrix Scholae, kom í kjölfarið. Þar þakkaði Anna Elvíra öllum þeim nemendum sem höfðu hjálpað til við undirbúninginn. Nemendur skólans voru aðalatriðið í hennar ræðu og hrósaði hún nokkrum nemendum skólans sem eru afreksmenn í íþróttum. Heiðursgesturinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, hélt einnig ræðu og sagði hún frá nokkrum skemmtilegum atvikum sem áttu sér stað þegar hún var nemandi skólans. Síðast en ekki síst var Jón Már Héðinsson með sína ræðu. Í miðri ræðu hans birtist Ingólfur Páll, nemandi úr 4.H, sem oft hefur verið líkt við Jón Má. Það var skemmtileg tilbreyting en Ingólfur greindi nemendum frá nokkrum breytingum sem áttu að verða á skólahaldi vegna efnahagsástandsins. Formlegri dagskrá kvöldsins lauk með flugeldasýningu, við tók dansleikur með Sometime og Landi og sonum á neðri hæðinni og á efri hæðinni spiluðu Þuríður og hásetarnir og plötusnúðurinn Pétur Guð. Munin langar að hrósa stjórninni og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í undirbúningi árshátíðarinnar fyrir þau frábæru störf sem þau unnu. Árshátíð Menntaskólans á Akureyri er einstakur viðburður og er það ykkur, nemendum skólans, að þakka. Höfundur: Heiða Berglind Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.