Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.08.2008, Qupperneq 28

Muninn - 01.08.2008, Qupperneq 28
28 Þann 28. nóvember fylltist Íþróttahöllin á Akureyri af prúðbúnum Menntskælingum. Tilefnið var árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem er einn af hátíðlegustu viðburðum skólans. Það leynir sér ekki á árshátíðum skólans að MA á marga hæfileikaríka nemendur sem eiga bjarta framtíð í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í ár var engin undantekning frá því. Kvöldið hófst formlega þegar stúdentsefni skólans gengu inn í salinn, flest íklædd þjóðbúningi eða hátíðabúningi og sungu fyrir gesti skólasöng MA og Gaudeamus. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra. Kór MA byrjaði kvöldið á því að syngja fyrir gesti skólasönginn og Bítlasyrpu sem vakti mikla lukku. PRÍMA-félagar voru með sitt árlega atriði og var atriðið í ár heldur frábrugðið því sem gert hefur verið undanfarin ár en þeir sýndu STOMP dans. Hljómsveitirnar Arty Kristofers, Tussuduft og Djassdúettinn Baldursbörn voru með tónlistaratriði og einnig Kalli í kerinu sem tók nokkur vel valin lög. Þóra Björg Stefánsdóttir og Valur Sigurðarson fluttu minni karla og kvenna af mikilli snilld. Hefðin er að eftir ræðu konunnar syngja allar konur í salnum Minni karla fyrir karlana og öfugt, þetta tókst með stakri prýði. LMA var ekki með neitt atriði í ár en einbeitti sér þess í stað að gera skaupið veglegt ásamt fleiri nemendum skólans. Í skaupinu var hið sígilda grín um rauða herinn og VMA – inga, það lukkaðist vel og veltist salurinn um af hlátri þegar skaupið var sýnt. Ræðuhöldin voru á sínum stað. Hildur Sara ritari stjórnar Hugins var veislustjóri að þessu sinni og flutti hún stutt ávarp. Hún bauð veislugesti velkomna og þakkaði sérstaklega yfirþjónunum, þeim Helgu Sigfúsdóttur og Gísla Björgvini Gíslasyni, fyrir þeirra hjálp. Ræða Önnu Elvíru Þórisdóttir, Inspectrix Scholae, kom í kjölfarið. Þar þakkaði Anna Elvíra öllum þeim nemendum sem höfðu hjálpað til við undirbúninginn. Nemendur skólans voru aðalatriðið í hennar ræðu og hrósaði hún nokkrum nemendum skólans sem eru afreksmenn í íþróttum. Heiðursgesturinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, hélt einnig ræðu og sagði hún frá nokkrum skemmtilegum atvikum sem áttu sér stað þegar hún var nemandi skólans. Síðast en ekki síst var Jón Már Héðinsson með sína ræðu. Í miðri ræðu hans birtist Ingólfur Páll, nemandi úr 4.H, sem oft hefur verið líkt við Jón Má. Það var skemmtileg tilbreyting en Ingólfur greindi nemendum frá nokkrum breytingum sem áttu að verða á skólahaldi vegna efnahagsástandsins. Formlegri dagskrá kvöldsins lauk með flugeldasýningu, við tók dansleikur með Sometime og Landi og sonum á neðri hæðinni og á efri hæðinni spiluðu Þuríður og hásetarnir og plötusnúðurinn Pétur Guð. Munin langar að hrósa stjórninni og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í undirbúningi árshátíðarinnar fyrir þau frábæru störf sem þau unnu. Árshátíð Menntaskólans á Akureyri er einstakur viðburður og er það ykkur, nemendum skólans, að þakka. Höfundur: Heiða Berglind Magnúsdóttir

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.