Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 39

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 39
Fimmtudagurinn Ferðin hófst með miklum erfiðleikum og lengi var rúntað um bæinn að sækja drasl sem hafði gleymst. Ég keyrði fyrsta spölinn og fékk mér svo einn Svala. Stoppað var í nýja Staðarskála sem lítur út eins og geimskipið úr Independence Day (busar ath! Vinsæl mynd frá 10. áratugnum) hafi kúkað á Hrútafjörðinn. Við hlóðum rafhlöðurnar með pylsu og kók, allir nema Hlynur Örn sem borðar ekki kjöt (á bak við það er reyndar önnur og skemmtileg saga sem þið ættuð endilega að spyrja hann að við tækifæri). Hann fékk sér bara Doritos og fannst við vera einhverskonar “Jerks“. Þegar komið var á höfuðborgarsvæðið voru menn orðnir misskrýtnir eftir mismikla Svala- og Frissa fríska-drykkju á leiðinni og stefnan var tekin beint á KFC þar sem hópurinn ætlaði að bomba í sig steiktum kjúklingi, nema Hlynur sem ætlaði bara að fá salat. Ekki vildi betur til en svo að salatið hans var stútfullt af kjúklingi og þegar hann sagðist bara hafa beðið um venjulegt salat fékk hann svörin: „þetta er KFC, það er kjúklingur í öllu“. Hlynur fékk þennan misskilning ekki leiðréttan þrátt fyrir grát og gnístran tanna en Svaladrykkjumenn urðu ekki par sáttir við framkomu starfsfólks KFC og ákváðu að svara í sömu mynt og neituðu að ganga frá eftir sig. Einn ónefndur ritstjóri Munins ákvað að ræna búlluna á leið sinni út og tók með úr pleisinu öll tómatssósubréfin. Eftir að menn höfðu jafnað sig var mér skutlað í Vesturbæinn þar sem ég náði í miðann minn. Restin af genginu hélt þá niður að sjó til þess að ná í miða þeirra Sveins og Hlyns. Gekk þetta allt snurðulaust fyrir sig. En það sem átti eftir að henda þessar hugrökku sálir gat engan órað fyrir, því næst lá leiðin inn í handakrika Reykjavíkur eða Garðabæinn. Eftir að hafa rúntað þar í dágóðan tíma fundu þeir húsið þar sem miðinn hans Steinbjarnar var. Þá var ekkert annað í stöðunni en að bomba í bæinn. Á meðan skytturnar þrjár krúsuðu um Garðabæ í leit sinni að tónleikamiðanum hans Steinbjarnar var ég farinn að skvera mig niður í bæ og komst heilu og höldnu þangað þar sem ég, ólíkt þjáningarbræðrum mínum, náði takmarki kvöldsins - að sjá Rottweilerhundana urra og gelta í tæpan klukkutíma (gott á ykkur). Eftir að hafa bombað í rass og breytt Reykjavík í Belfast kíkti ég á pönksveitina Ælu sem spilaði á Hressó og þótti það mikið fjör, aldrei þó jafnmikið en þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Halli Valli, tók sig til og gekk út spilandi á gítarinn með hjálp þráðlausrar tækni en kom að lokum aftur inn og fór að rokka. Eftir það hitti ég ferðafélaga mína og við gerðum misheppnaða tilraun til þess að komast inn á FM Belfast en enduðum á Nasa á tónleikum með bresku sveitinni The Young Knives sem komu mér skemmtilega á óvart með fínum tónleikum. Að því loknu röltum við svo upp á hótelherbergi hjá strákunum, sem var í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum, og ákvað ég að gista þar vegna þess að ég nennti ekki að fara fótgangandi heim á leið. Föstudagurinn Morguninn eftir vaknaði ég á gólfinu á hótelherbergi strákanna, vafinn í rúmteppinu sem ég tók traustataki kvöldið áður. Gólfið var kalt, mér var kalt og kom það varla til með að skána, því þegar hinir strákarnir vöknuðu var það fyrsta sem þeir gerðu var að skella Gossip Girl þætti í tækið. Eftir að hafa horft á snögga yfirferð yfir það sem gerðist í fyrstu seríu gafst ég upp, eins og vinur minn orðaði það “I want some real rock, not some stupid rock”. Með þessi orð í huga stóð ég upp og hélt mjög svo sannfærandi ræðu um að við ættum að fara út, en allt kom fyrir ekki, enginn nennti með mér á snilldina sem er “Rokk og Beikon”. Þar sá ég hljómsveitirnar Johnny and the Rest og Agent Fresco og fékk góðan morgunverð. Þegar þessari rimmu var lokið skellti ég mér í eitt gott strævintýri (strætó+ævintýri), fann upprunaleg híbýli mín og lagði mig. Kvöldið hófst svo á Hressó þar sem ég fékk mér einn Svala á meðan ég hlustaði á tvíeykið Dlx Atx sem samanstendur einungis af bassaleikara og trommara. Þeim félögum tókst að skapa gullfallegan hljóðvegg og gerði bassaleikarinn í raun og veru allt við bassann nema að brjóta hann. Hljómsveit á ferðinni sem vert er að fylgjast með. Síðan lá leiðin á Bloodgroup þar sem ég hitti ferðafélaga mína sem höfðu verið að fylgjast með BB & Blake á Tunglinu en ég skemmti mér konunglega á meðan Bloodgroup keyrði upp stuðið. Ætlunin var svo að sjá sænsku rafsveitina Familjen, en þegar dyraverðir Tunglsins héldu áfram að hleypa fólki inn í pakkaðan staðinn fór gamanið að kárna og varð hitinn mér um megn. Ég samdi í flýti nýja áætlun: Fá mér Svala og finna aðra tónleika. Eftir að hafa lesið vitlaust á tónleikabæklinginn missti ég af nokkrum áhugaverðum tónleikum og að lokum ráfaði ég inn á ömurðarviðbjóðsóg eðshljómsveitina sem kallar sig Seabear. Á meðan eyrunum á mér var nauðgað reyndi ég í örvæntingu minni að finna sæti en ekkert fannst, ég rak þá augun í ruslafötu sem ætluð var undir dósir og lagði til atlögu, ég gekk að henni, spurði mennina tvo sem stóðu hjá henni hvort þeir væru starfsmenn og þegar þeir svöruðu neitandi sneri ég fötunni við og settist á hana. Til að gera langa sögu stutta gaf ruslafatan sig og ég datt á rassinn og lá í dósahrúgu og blóði eigin sjálfsvirðingar á miðju gólfi Listasafns Reykjavíkur. Þegar félagi minn kom af klósettinu stóðum við í smástund og fylgdumst með Seabear, en í sömu andrá tók ég eftir unglingsstúlku af erlendum uppruna sem gekk þarna um með bjórdós á höfðinu, geiflandi sig framan í tónleikagesti, fullkomlega asnaleg. Þegar hún gekk að mér og dansaði þarna með dósina á höfðinu eins og einhver fáviti brá ég á það þjóðráð að slá dósina rembingsfast af höfðinu á henni og flaug dósin eitthvað inn í sal. Þá brást stelpan við eins og ég hefði sagt gyðingabrandara í Auschwitz-reunioni og öskraði á mig á einhverju hrognamáli, reif í heyrnartólið sem ég var með í öðru eyranu og sleit það af. Ég var ekki par sáttur en sem betur fer voru þetta heyrnartól keypt í Euroshopper á 200 krónur svo ég brosti bara út í annað og hélt út í nóttina. Nóttin var ung og einnig drengirnir í Agent Fresco sem ég fór að sjá þar á eftir á skemmtistaðnum Hressó. Þessir drengir kunna svo sannarlega að fara með hljóðfærin sín og efast ég ekki um að þeir eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Leiðin lá svo á íslensku stuðhljómsveitina Motion Boys sem gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi seinna en næsta hljómsveit á svið var Últra mega teknóbandið Stefán sem gjörsamlega ærði tónleikagesti með hömlulausri og oft á tíðum sódómískri sviðsframkomu sinni. Í tilefni af því að vera orðnir lögráða einstaklingar (þrátt fyrir það að vera ekki komnir með aldur til áfengiskaupa) ákvað ónefndur ritstjóri Munins að bjóða mér upp á áfengan drykk. Það átti eftir að hafa geigvænlegar afleiðingar og ég óska þess núna þegar ég lít aftur á þetta kvöld að ég hafi hlustað á hann Stefán Þór og forðast áfengisneyslu, en þannig var mál með vexti að drykkurinn sem varð fyrir valinu var Hvítur Rússi sem var blandaður vodka, einhverju sem líktist Kaluah og sprauturjóma. Þetta var versti Hvíti Rússi sem boðið hefur verið uppá á íslenskum bar. Eina bjarta hliðin á þessari barferð var sá að hin útúrdrukkna erlenda vinkona mín frá því í Listasafni Reykjavíkur skaut aftur upp kollinum og spurði félaga mína hvar klósettið væri. Þeir náðu að benda henni á útlensku á karlaklósettið, þangað fór hún en kom út stuttu seinna skömmustuleg með skottið á milli lappana. Eftir svaðilfarir föstudagsins var haldið heim þar sem ég sofnaði aftur á gólfinu á hótelherbergi strákanna umvafinn rúmteppi. Laugardagurinn Daginn eftir var hvílst og skoðað í höfuðborginni. Kvöldið hófst svo á einni af betri rokksveitum Íslands, Jan Mayen, sem hóf leik í Listasafni Reykjavíkur og sannaði fyrir áhorfendum að Nick Cave er alvöru moðerfokker. Að fylgja þeim eftir var ekki lítið verk en félagarnir í Dikta leystu það ágætlega af hendi og stórhækkuðu í áliti hjá mér eftir þessa tónleika. Þegar þeim tónleikum lauk fórum við Sveinn upp á hótelherbergi í leit að vistum en þegar við komum til baka að Listasafni Reykjavíkur var röðin þar fyrir utan orðin nokkur hundruð metra löng, greinilega spenna í fólki fyrir brasilísku rafsveitinni C.S.S. Eftir vangaveltur og stutt spjall við bekkjarsystur okkar sem voru þarna aftarlega í röðinni, sáum við fram á það að ná ekki CSS með þessu áframhaldi, því var sú siðlausa ákvörðun að fara framfyrir í röðinni tekin og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur fórum við gott sem fremst í röðina. Ekki var laust við að það hleypti pirringi í fólk, alla nema einn en sá var sonur Luka Kostic þjálfara U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu. Þrátt fyrir allt komumst við inn í listasafnið og sáum CSS sem voru með hressa og skemmtilega sviðsframkomu og ekki var tónlistin síðri. Showinu í Listasafninu lauk svo á New York sveitinni Vampire Weekend sem ollu mér miklum vonbrigðum með slökum tónleikum og ætla ég ekki að eyða fleiri orðum í þá. Franska raftónlistarpían Yelle var ofarlega á óskalistanum fyrir ferðina en sökum þess að hún var hýst á Tunglinu sem var alltof lítill staður fylltist hann alltaf snemma á kvöldin. Á ótrúlegan hátt tókst mér þó að lauma mér framhjá dyraverði sem stóð við hurð sem átti einungis að þjóna þeim tilgangi að hleypa fólki út af staðnum en alls ekki inn og á því átti Sveinn eftir að fá að kenna þegar hann reyndi að komast inn á eftir mér en dyravörðurinn reif hann út á hnakkadrambinu. Þarna var hver maður fyrir sjálfan sig þannig að ég gerði það eina rétta í stöðunni og skildi Svein eftir. Það sem ég fann inn á Tunglinu var Yelle, Steinbjörn og stuðið var svo stanslaust að Páli Óskari hefði verið um og ó. Eftir að hafa lokið einni mestu djammrimmu sem ég hef lent í þarna með Steinbirni (og já ég tek Rhodos með) héldum við af stað að sjá krúttin í FM Belfast. Áður en við komumst á FM Belfast heyrðum við sögu af einum ferðafélaga okkar sem var einmitt á leiðinni á Nasa að sjá FM Belfast en rak í rogastans þegar hann heyrði tónlistina sem barst frá Thorvaldsen og skellti sér þar inn og eignaði sér dansgólfið með nokkrum eldri konum í dágóða stund, eða þangað til að ein konan sem var vitlausu megin við fertugt reif í hann, dró hann með sér inn á kvennaklósettið og spurði hvort að hann vildi ekki koma með henni heim. Drengurinn brást hinn versti við og hváði konuna “Hvað heldur þú eiginlega að ég sé gamall?” og lét það vera sitt síðasta verk inn á Thorvaldsen og gekk út. Eftir að hafa heyrt af þessari svaðilför gekk ég inn á Nasa og sá þar FM Belfast spila og vöktu þeir mikla kátínu á meðal tónleikagesta. Vinir þeirra í Retro Stefson voru með þeim á sviðinu og stemmingin var mögnuð. Það var mjög viðeigandi að enda þessa tónleikaferð okkar á Iceland Airwaves á þessari stórgóðu stemmingshljómsveit. Að henni lokinni lét ég mig hafa það að ganga í Vesturbæinn í skítakulda en það var alveg þess virði þegar ég lagðist á heitu dýnuna sem beið mín þar. Höfundur: Vigfús Rúnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.