Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 50

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 50
50 Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Perú og á Íslandi? Það sem mér dettur fyrst í hug er stærðfræðin. Ég er í öðrum bekk í framhaldsskóla og þau í 10. bekk og í dag myndi ég ekki skilja stærðfræðina sem þau voru að læra. Í skólum í Perú er kenndur dans og þjóðtónlist, eitthvað sem er ekki kennt hér og spilar miklu stærra hlutverk fyrir Perúbúa en Íslendinga. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á fjölskylduháttum í Perú og á Íslandi? Allir eru miklu nánari úti en hér. Ég var hálfrekin frá fyrstu fjölskyldunni minni af því að ég var ekki alltaf að kyssa þau og knúsa. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrst, ég var bara freðinn Íslendingur sem vissi ekki neitt. En þó svo að Perúbúar séu opnir þá segja þeir manni ekki ef eitthvað er að. Þeir brosa bara til manns og fara aftur í fýlu. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skemmtanalífinu í Perú og á Íslandi? Perúbúar drekka ekki þannig að þau verði dauðadrukkin eins og Íslendingar eru þekktir fyrir. Í stað þessu eru allir hressir og skemmta sér konunglega allan tímann. Þess má geta að leigubíllinn heim af djamminu í Perú er mjög ódýr en klukkutíminn kostar 300 krónur íslenskar! Tókstu mikið eftir fátæktinni? Já, stéttaskiptingin er rosaleg í Perú. Ég bjó hjá þremur fjölskyldum á meðan ég var úti og fyrsta fjölskyldan var hálfgerð „rich bitch” fjölskylda en hjá seinni fjölskyldunni varð ég vör við meiri fátækt. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom til þeirra voru lítil börn í rifnum fötum í fótbolta og þá vissi ég að ég var komin þangað sem ég vildi vera. Lentirðu í einhverjum ævintýrum? Ég myndi segja að þetta hafi verið heilt ár af ævintýrum. En ég fór til Machu Picchu sem er eitt af sjö undrum veraldar og það var algjör snilld. Ég vaknaði einu sinni um miðja nótt við að eitthvað ískalt og slímugt hljóp yfir bakið á mér sem reyndist svo vera mús. Hvers saknarðu mest frá Perú? Systur minnar, alveg klárlega. En það sem ég sakna mest frá Perú almennt er hversu almennilegt og hlýlegt fólkið er þar og hvað það sýnir mikla væntumþykju. Það heilsa manni allir, meira að segja heimilislausa fólkið á götunni. Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá? Ég er miklu meira „open minded” og veit betur hvað ég vil. Eftir MA langar mig að fara til Afríku í sjálfboðaliðastarf, taka ljósmyndir og myndbönd þar og tvinna þetta allt saman. Hver fannst þér vera mesti munurinn á fjölskylduháttunum á Íslandi og í Taílandi? Vatnið tvímælalaust. Ég man eftir því fyrsta daginn að þegar ég smakkaði taílenskt hreinsað vatn að það var eins og að drekka úr íslen- skri sundlaug. Það var fyrsta og eiginlega eina menningarsjokkið. Síðan var mjólkin líka eins og mysingur á bragðið. Það er líka svo mikil matarmenning þar, eins og eiginlega alls staðar nema á Íslandi. Á taílensku þá segir fólk ekki hvernig hefur þú það? heldur ,,ertu búinn að borða?”. Fólk er mikið fyrir það að borða saman, og maður getur borðað úti í hvert mál þar sem það er alveg jafn ódýrt að borða úti og heima hjá sér. Hvers saknarðu mest frá Taílandi? Að geta keypt mér mat fyrir 40 krónur á veitingahúsi, og mig langar að hitta suma vini mína aftur en annars kann ég mjög vel við mig á Íslandi og sakna ekki margs. Hvernig var skólinn? Hann var öðruvísi, það voru skólabúningar í skólanum, ég var í skyrtu og stuttbuxum og þurfti alltaf að vera vel girtur annars fékk maður að heyra það. Í skólanum voru 4000 nemendur og það var alltaf kallað á mig því ég var eini „minnar tegundar“ innan veggja skólans og fólk fylgdist vel með mér. Svo var líka mjög vinsælt að hópur fólks kom til mín og ég var spurður hver þeirra væri fallegastur eða þá feitastur. Ég lenti þrisvar í því að fara upp á svið og halda ræðu fyrir skólann. Fyrsta daginn flutti ég hana á ensku, en hefði allt eins getað gert það á íslensku því að enginn skildi neitt. Seinasta daginn flutti ég þó óundirbúna ræðu á taílensku fyrir alla og það var bæði hlegið og klappað fyrir mér. Breytti þessi reynsla þér mikið? Já, alveg gífurlega mikið. Það tók rosalega mikið á, bara að búa þarna í einn dag, fólk getur ekki ímyndað sér athyglina sem maður fær á hverjum degi. Bara það að fara út úr húsi og þá var fólk farið að flauta á þig og kalla á eftir þér ,,hey you, whe you go ?“ Menn komu og vildu taka í höndina á mér og kreista á mér upphandleggina, því Taílendingar faðmast ekki heldur kreista bara upphandleggi í staðinn. Og hvað það getur líka verið þreytandi að vera spurður sömu spurninga á hverjum degi. Ég var spurður oft á hverjum degi, ,,Hvaðan ertu?“ ,,Frá æ-sa-len“ (eins og Taílendingar segja) svaraði ég. ,,Já Írlandi segirðu? Sem er við hliðina á Bretlandi?“ Það þekkti náttúrulega enginn Ísland og ég endaði yfirleitt með að játa þeim bara að ég væri Íri. En örfáir einstak- lingar þekktu samt Guddjonnsen, og ástæða til að þakka honum fyrir að kynna landið fyrir Asíubúum. Hver fannst þér vera stærsti munurinn á skólakerfinu í Kína og á Íslandi? Í Kína er miklu strangari eftirseta, ef maður skilar ekki heimaverkefnum þá er refsing, annað en bara lág einkunn hér á Íslandi. Þannig að það er lág einkunn og eftirseta. Fólk er næstum alltaf í prófum, stundum oft í viku. Líka að ef kennurum finnst að nemendur skilja ekki námsefnið heldur hann öllum bekknum bara lengur í tímum, þótt það séu frímínútur. Svo skólinn úti er miklu erfiðari og strangari. Hvers saknarðu mest við Kína? Vinanna og fjölskyldunnar. Það er náttúrulega mjög auðvelt að eignast vini þarna, en það var svolítið erfitt að halda sig við vinina af því að ef ég gerði eitthvað sem fólki líkaði ekki ákvað það einfaldlega að ég væri ekki vinur þeirra lengur. Ef maður brýtur harðar siðareglur þá er hart tekið á því. T.d ef maður neitar að borða eitthvað sem lítur illa út þá er það eitthvað mjög óvenjulegt og skrítið. Hvernig var athyglin sem þú fékkst úti? Af því ég er ljóshærður og bláeygður, þá kom fólk upp að mér alveg fyrsta helminginn af árinu og spurði mig hvort það mætti vera vinur eða vinkona mín. Það er mikið borðað úti í Kína og í hádegishléum komu oft hópar upp að mér og spurðu hvort þau mættu bjóða mér út að borða. Hvernig atvikaðist það að þú fórst til Kína? Ég ætlaði fyrst til Japan, og byrjaði að læra japönsku. Þegar ég var búinn að vera að læra japönsku sjálfur í hálft ár fattaði ég það að ég væri að fara til Kína. Ég vissi það ekki að í Kína eru töluð yfir 250 tungumál, og öll kölluð kínverska á íslensku. Svo ég byrjaði að læra Putonghua, algengasta málið í Kína, en viti menn! Ég fór á annan stað þar sem annað tungumál var talað svo ég vissi ekki hvernig ég gat sagt neitt. Breytti þessi reynsla þér mikið? Hvernig þá? Ekkert svo, en ég veit núna að heimurinn er miklu minni en maður hefði haldið. Það er hægt að skilja hvaða persónu sem er ef maður bara setur sig í hennar spor. Mér finndist ekkert skrítið núna að fara til Kenýa og búa með frumbyggjunum þar. Maður myndi venjast því strax og finnast það alveg eðlilegt. Þótt maður sé búinn að venjast því að hafa krana, og sjónvarp og tölvu fyrir framan sig þá yrði ekkert mál að aðlagast. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir Salamanca á Spáni Hvernig líkar þér dvölin? Mér líkar dvölin alveg ótrúlega vel. Ætlar þú að koma aftur í MA? Já, auðvitað. Ertu búin að lenda í einhverju flippi? Hahah, jájá. Ég hef lent í nokkrum skrautlegum salsadjömmum, sem skildu eftir sig misstóra marbletti, lögguveseni við landamæri, of miklu sangríuþambi, týnst, verið misskilin, rænd, ferðast og djammað hvern einasta fimmtudag. Saknar þú MA mikið? Ég sakna MA bara svona hæfilega mikið. Sakna krakkanna í MA miklu meira Fanney Kristjánsdóttir Á norður Spáni Hvernig líkar þér dvölin? Þetta er fínt sko, það koma auðvitað bæði mjög góðir og slæmir dagar, samt miklu færri slæmir. En það er rosalega gaman að búa hérna. Finnur þú fyrir miklum muni á Íslandi og Spáni? Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ætlarðu að koma aftur í MA? Klárlega, kemur ekkert annað til greina. Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni? Já ég hugsa það, allavega að sumri til, aðeins hlýrra en á Íslandinu góða. Jenný Svansdóttir Brugg í Sviss Hvernig líkar þér dvölin? Mér líkar rosalega vel hérna í Sviss, þetta er ósköp ljúft land og fólkið er alveg yndislegt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú ert búin að gera? Það skemmtilegasta sem ég hef gert eru allar þessar ferðir t.d. fjallgöngur um Sviss. Það er líka gaman að kynnast mörgu nýju fólki og skemmta mér. Ætlar þú að koma aftur í MA? Ég er harðákveðin í að koma aftur í MA, maður sér alltaf betur hvað þetta er góður skóli, ég sakna þess að vera í MA! Gætir þú hugsað þér að búa þarna í framtíðinni? Ég gæti vel hugsað mér að búa í Sviss, þetta er öruggt land en frekar dýrt. Fyrst ég er komin inn í þetta allt verður það ekkert mál fyrir mig. Logi Ingimarsson Brasilíu Hvernig líkar þér dvölin? Hún er alveg snilld! Sól, strönd og strandblak. Þarf að segja meira? Hvernig er skólinn? Hann er mjög fínn, var mjög létt að kynnast fólki því allir hérna eru svo opnir. Ætlar þú að koma aftur í MA? Án nokkurs efa. Mesta ævintýrið? Þegar ég fór með 40 öðrum skiptinemum til Bonito og Pantanal svæðanna. Það var alveg frábær upplifun og já, ég var kysstur af slöngu. Alexandra Arnardóttir Bruxelles í Belgíu Hvernig líkar þér dvölin? Rosa vel Ertu búin að lenda í einhverju flippi? Haha. Já Ætlarðu að koma aftur í MA? Já pottþétt. Hvers saknar þú mest? Fólksins míns, djammsins, MA og íslenskra mjólkurvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.