Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 25

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 25
Vofa gengur nú ljósum logum um íslenskt samfélag - vofa lýðræðis. Vofa þessi holdgervist í mótmælendum á Austurvelli og Ráðhústorgi, fólki alls staðar að, hörðustu sjálfstæðismönnum, verstu kommum og öllum þar á milli. Mótmælendur krefjast þess að fá að nýta sér þann rétt sem er sjálfsagður hverjum íbúa lýðræðisríkis, að fá að kjósa sér sína eigin framtíð. Vofa þessi býr í hverjum Íslendingi sem hefur vilja fyrir hendi, vilja til þess að reisa nýtt Ísland úr rústum nýfrjálshyggjunnar og stefna á ný að lýðveldi í verki en ekki aðeins orði. Eftir 17 ára fyllirí íslenskra fjármála- manna vaknaði íslenska þjóðin með dúndrandi hausverk sem hún bar ekki ábyrgð á. Þjóðin sá skýrum augum hverslags ástand góðærisvíman í stjórnarráðinu og á fjármálamörkuðum hafði gefið henni. Svo virðist sem þjóðin eigi engra kosta völ annarra en að taka út þjáningarnar fyrir sukkarana. Spurningin er hins vegar: Hvað ætlum við að gera til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur? Sem lausn á þessu leggja margir fram Evrópusambandið. Stuðningsmenn ESB-aðildar lofa stöðugu efnahagskerfi, sterkum gjaldmiðli og ódýrum vörum. Þeir minnast þó ekki á að tollamúrarnir sem lækka verðið innan sambandsins koma niður á þriðja heiminum og gera bændum þar ómögulegt að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar. Evrópusambandið er ólýðræðislegt kerfi sem tekur völdin frá grasrótinni og færir þau til fjarlægra embættismanna sem aldrei hafa verið kosnir til valda. Það getur því ekki talist raunhæf lausn á vanda Íslands á tímum sem þessum, þar sem kröfur um aukið lýðræði hljóma. Okkur í menntaskólum landsins ber að krefjast kosninga því afleiðingarnar lenda á okkur en ekki þeim sem tóku lánin. Krafan er skýr - að ný ríkisstjórn taki við völdum. Nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að vernda velferðarkerfið og endurreisa efnahag landsins. Kosningar strax! Greinarhöfundur: Bjarni Þóroddsson 3.H Mynd: Sindri Geir Óskarsson 3.G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.