Ský - 01.04.2003, Page 18

Ský - 01.04.2003, Page 18
Tengsl ... í HJARTASTAÐ Nú er engin ásteeöa til þess aö þreifa árangurslaust ofan í tösku á meðan síminn hringir út. Nýi Xe//'ör/-síminn er full- komin sönnun þess að þetta ómissandi samskiptatæki okkar getur veriö svo fallegt aö það er hægt aö bera það um hálsinn. GSM sími er jafnmikið tískufyrirbrigði og töskur, sólgleraugu og skartgripir. Sem er heppilegt því Xe//óri-síminn er einmitt hannaður sérstaklega til þess að sýna hann. Xelibri (borið fram ex elebri) er hugarfóstur S/'emens-fyrirtækisins og út- koman er sérlega skemmtileg. Stílhrein, naumhyggjuleg hönn- un í fjórum gerðum sem heita einfaldlega númer 1, 2, 3 og 4. Númer 3, sem er framúrstefnulegur og dropalaga, er léttasti simi sem nokkurn tíma hefur verið framleiddur og vegur aðeins 55 grömm. Hann er sérlega einfaldur í notkun - ekkert GPRS, MMS eða WAP. Enda er það líka útlitið sem skiptir máli hér og enginn annar en Ðavid La Chapelle sem tók meðfylgjandi myndir fyrir auglýsingaherferðina. amb Xeiibri-símamir koma á markað hér í haust en þeir sem geta ekki beðið geta pantað sér eintak á netinu: www.xelibri.com.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.