Ský - 01.04.2003, Side 30

Ský - 01.04.2003, Side 30
IHSf Gleði ... Þær blanda fyrir þig drykkina og færa þér matinn á Vegamótum, frá vinstri: íris, Sigga og Teresa. Sá þrautseigi og praktíski tískuhönnuður Paul Smith sagði einu sinni að ekkert vildi hann síður en að fatalína hans yrði sú vin- sælasta í heiminum því eftir það gæti leiðin aðeins legið niður á við. Lífsspeki Óla Más Ólasonar, rekstrarstjóra veitingastaðarins Vega- móta, er á svipuðum nótum. „Við höfum aldrei verið staður númer eitt. Þetta hefur frekar verið svona jafnt og þétt hjá okkur. Það er líka best,“ segir hann og brosir afslappað. Vegamót er einn af þess- um stöðum sem tekur hamskiptum eftir því hvenær vikunnar eða sólarhringsins maður dettur þar inn; veitingastaöur og kaffihús yfir daginn og fram á kvöld virka daga en um helgar sjóðheitt partí þar sem einhver af plötusnúðum hússins, Robbi rapp, Gullfoss og Geys- ir, dj Sóley eða Tommy White, er yfirleitt við fóninn. Og það er sama hvenær maður kemur, alltaf er þéttfullt á Vegmótum þótt stemning- in sé vissulega ólíkt afslappaðri virku dagana en á föstudags- og laugardskvöldum. í vor ætla Vegamót að færa út kvíarnar þegar eld- húsið verður flutt í stærra húsnæði við portið og nýr salur fyrir gesti opnaður þar sem kokkarnir voru áður að störfum. Þar verður afdrep frá mesta fjörinu um helgar, leðurklæddir bekkir og stólar, og tón- listin aðeins lægra stillt. Gestirnir fá ekki aðeins meira pláss með breytingunum heldur líka nýjan matseðil sem verður með traustum Vegamðtablæ en líka með spennandi nýjungum á borð við óhefð- bundnar pizzur. jk Vinsældalistinn á barnum: 1. Bjór 2. Rauðvtn 3. Gin og tónik Kokteill Vegamóta er Caipirinha. Ljósmynd: PflLL STEFÁNSSON

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.