Ský - 01.04.2003, Page 33

Ský - 01.04.2003, Page 33
3HBf ■■ Þú ert þekktur fyrir að tala tæpitungulaust og sá talandi hefur far- iú fyrir brjóstið á mörgum sem segja þig skreyta raunsæið um of. Sumir þeirra varla spenntir fyrir slíkri landkynningu nú þegar Haf- ið heldur í víking vestur um haf? Kvikmynd er listform, túlkun á raunveruleikanum. Úrvinnsia mín á því sem ég sé er líkt og ég væri aö skrifa Ijóö eða mála málverk. Myndir Kjarvals af Þingvöllum eru til dæmis ekki raunsæjar en þó mun áhrifaríkari en flestar Ijósmyndir frá sama staö. En mér er alveg sama hvaö fólki finnst um einhverja landkynningu. Ég er ekki að vinna fyrir Ferða- málaráð. Ég er að fjalla um það sem ég sé og ef fólk getur ekki tekið því þá horfir það á myndina á röngum forsendum. Er gróið um heilt milli þín og samfélagsins í Neskaupstað eftir öll laetin í kringum Haffd? Já. En það var aldrei markmiö hjá mér að gera lítið úr fólki í íslenskum sjávarþorpum. Mér þykir vænt um all- ar persónur sögunnar. Ef fólk gagnrýnir það sem sýnt var í Hafinu sem vonda landkynningu, þá spyr ég á móti; Hvað var aö gerast í Hafinu sem ekki er aö gerast í íslenskum veruleika? Er ekki bull- andi heimilisofbeldi á íslandi? Er ekki misnotkun á börnum al- gengt vandamál? Það er ekkert meira ofbeldi í Hafinu en gerist og gengurí íslensku samfélagi. Þótt pabbinn hafi lamiö son sinn með staf í bræðiskasti er þaö ekkert miðaö við þaö sem gerist á mörg- um heimilum þar sem stöðugt ofbeldi og misnotkun á sér stað. Þetta fyrirfinnst allt í kringum okkur og við erum að loka augun- um fyrir okkar eigin veruleika ef við höfnum honum þegar hann er kominn í bíómynd. hungruðum manni einu sinni á Holtið í stað þess aö nýta sömu upphæð í aö kenna honum aö rækta kartöflur. Það vantar aö styrkja sjálfsbjargarviðleitnina. Ef maður býr úti á landi verður það aö vera vegna þess að maður kýs það, en ekki vegna þess að maður var neyddur til þess. Byggðastefna verður aö spretta út frá samfélaginu sjálfu. Þá fyrst er hægt að gera eitthvað skapandi:: sem vex og vindur upp á sig. Vitaskuld þarf að styðja viö bakið á landsbyggóinni, en þaö verður aö hætta aö búa til heimatilbúin verkefni á síöustu stundu; setja alla bændur í refarækt, setja upp rafskautaverksmiðju í þessu þorpi og stálröraverksmiðju í því næsta. Þessi pólitík hefur verið reynd til hlítar í Austur-Evrópu. AFSAKAR EKKI EIGIÐ LÍF Hvernig finnst þér að vinna í því styrkjaumhverfi sem stjórnar ís- lenskri kvikmyndagerð? Ég væri til í að hafa þetta allt miklu ein- faldara; ekki ósvipað og í Kanada og á írlandi þar sem yfirvöidum hefur tekist að skapa mikil verðmæti með sínum listamönnum. Þaö þarf aö hlúa vel aö þessu umhverfi og skapa mönnum tæki- færi. Ég er að tala um ákveðið skattfrelsi, líkt og í Kanada þar sem styrkurinn felst í 25 prósenta endurgreiðslu á því sem variö er I kvikmyndagerðina. En það verður aö breyta þessu fyrirkomu- lagi, gera þaö opnara og gegnsærra svo ekki sé jafnauðvelt að misnota þaö. Ég vil sjá þetta umhverfi aögengilegra og eins lítið miöstýrt og hægt er. Þú verður að hafa T huga að íslendingar eru hamingjusamasta þjóð veraldar. Veruleikanum þarf að sópa undir teppið. Það er nákvæm- lega þaö sem Hafið snýst um og þess vegna voru vióbrögö við myndinni í nákvæmum takti við umfjöllunarefnið. íslendingar vilja ekki horfast í augu viö þetta og kalla þá myndina vonda landkynn- ingu. Cohen-bræður urðu ekkert voðalega vinsælir f Fargo eftir aö þeir máluðu mynd af þessum stað sem heimurinn hló að. En ég ætlaði svo sannarlega ekki aö gera grín að neinum né sýna lítils- virðingu og held að myndin hafi gert margt gott eins og aö opna umræðuna um kvótamálin sem urðu svo að stóru kosningamáli. Markmiðið var þá frekar að leggja landsbyggðinni lið en hitt? Já, þvf hin vonlausa byggðastefna er mér ofarlega í huga. Nú er ekki talað um annað en frábæran fjárhag þjóðarinnar; 27 milljarða sem á að eyða í þetta og hitt. Til hvers erum viö þá að reisa þetta ál- ver og þessar virkjanir? Hví í ósköpunum þurfum við að verða ruslakista fyrir Ameríku úr því fjárhagurinn er í þessu líka lukkunn- ; ar velstandi? Fyrir örfáum mánuðum var allt á heljarþröminni því náttúrlega varð að koma þessu álversmáli í gegn, en þetta stenst ekki í mínum huga. Þaö þarf ekki að segja mér að álverið hafi skil- að svo miklum hagnaði nú þegar. Úr því ríkisbuddan er svo troðin af fé, er þá ekki tímabært og tilvalið að spyrja hvernig við getum grætt meira, hverníg lífi við viljum lifa og í hvernig umhverfi við viljum búa? Þetta er svolítið eins og að breyta eldhúsi móður sinn- ar í veitingastað. Ekkert er heilagt, á öllu skal græða! Sumt vill maður hafa fyrir sig og sína, er það ekki? Vita ekki þingmenn svarið við því fyrir þegnana? Kjördæmaskipan r á Islandi er það versta sem komið hefur fyrir landsbyggðina. Og þar sem atkvæðin vega þyngst er ástandið hvað verst, samanber , Vestfirðina. Af einhverjum annarlegum ástæðum virðast þingmenn "'issa sig fyrir kosningar og ausa fé í kjördæmin sfn; í hluti sem hafa ekkert gildi. Sennilega vegna þess að þeir hafa ekkert vit- rænna fram að færa og ýta þannig undir ranga hluti. Þannig hefur : landsbyggðin verið gerð að ölmusumönnum og það er ekki upp- : hyggjandi fyrir sjálfsvirðinguna. Þetta er svipað því að rétta Hvað segirðu um að sumir séu f útlegð frá Kvikmyndasjóði? Þaó er þá sjálfskipuð útlegð. Ég hef enga trú á að stórkostlegir hæfi- leikamenn, sem ekki hafa enn fengið að njóta sín, muni ekki fá tækifæri þótt síðar verði. Auðvitað er eðlilegt að menn þurfi að sanna sig og það kostar fórnir. Maður velur sig sjálfur til verkanna og hættir öllu sínu. Ég var orðinn 33 ára þegar ég gerði mína fýrstu kvikmynd, búinn að vinna í tíu ár í leikhúsi. Mér finnst ekki eðlilegt að 25 ára drengur fái 200 milljónir til að vinna að hug- mynd sem er hæpin. Menn mega ekki ganga út frá slíku. Þeir verða að vinna fyrir því líkt og ég sjálfur sem hætti öllu sem ég átti til að komast hingað. Mér var ekki rétt neitt upp í hendurnar. Sumir kalla hann Kvikindasjóð. Það hef ég ekki heyrt áður, en menn verða að gera sér grein fyrir því að Kvikmyndasjóöur er ekki atvinnubótasjóður heldur sjóður til að styrkja og gera góða kvik- myndgerð í landinu. Það þýðir ekki að Sigurjón Sighvatsson geti ekki fengið styrk ætli hann sér að gera íslenska kvikmynd. Þetta snýst einfaldlega um að vera samkeppnisfær og skilja eftir sig menningarleg verðmæti burtséð frá prívat fjárhag einstaklinga. Einhverjum finnst þú geta trútt um talað og ég hef heyrt þá skoð- un að þú sért tækifærissinni af Guös náð; kominn í innsta kopp kvikmyndamafíunnar, giftur inn í ríkustu fjölskyldu landsins og vel liðinn í Sjálfstæðisflokknum. Ég hugsa að það sé ofsalega góð leið fyrir þá sem eru ekki hrifnir af því sem ég geri, og vilja ekki viður- kenna að ég hafi eitthvað fram að færa, að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna ég er á þessum stað, en þeir ekki. í fyrsta lagi var ég búinn að leikstýra í leikhúsi í áratug og allar mínar sýningar voru vel sóttar. Það hafði ekkert með Kvikmyndasjóð að gera né hverjum ég er giftur. Ég var auk þess búinn að leika í áratug og eiga Kaffibarinn. Hafði haft það prýðilegt áður en ég kynntist kon- unni minni og held að enginn geti staóið á því, eða sagt með sanni, að maður geti ekki orðið ástfanginn af konu eins og Lilju. Ef menn vilja einblína á það að hún eigi peninga, þá spyr ég á móti: Ef maður veróur ástfanginn af ríkri konu, á maður þá að hætta við það af því að hún er rík? Ég þurfti ekki á því að halda

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.