Ský - 01.04.2003, Síða 43

Ský - 01.04.2003, Síða 43
þar sem unnt hefur verið að bera saman við eldri kannanir, benda til þess að eftir því sem staða og möguleikar kynjanna hafa vaxið, þeim mun betra hefur kynlíf þeirra orðið og sérstaklega er merkjanlegt að kon- urnar eru ánægðari en áður. Konur virðast oftar fá fullnægingu en áður, finnst þær ráða oieiru, upplifa lengri forleiki og eru virkari í kynlífi." Úreltar kynhneigðir Með auknu frjálsræði í kynhegðun hefur bor- ið mikið á umræðu um tvíkynhneigð og virð- ast Islendingar ginnkeyptir fyrir því að gera tilraunir á því sviði. Jóna Ingibjörg segir skil- greiningar á kynhneigð stefna í það að veróa úreltar. „Ef maður er meiripartinn gagnkyn- hneigður, en af og til samkynhneigður, hvað er maður þá? Þarf maður þá endilega að titla sig sem tvíkynhneigðan? Getur ekki eins verið að þeir sem settir eru á básinn »tvíkynhneigðir” laðist fyrst og fremst að Persónuleika hins og að kynferðið sé auka- atriði í hrifningunni? Ég held að skilgreining- arnar um kynhneigð geti verið til trafala og geri meira ógagn en gagn. Ég spái því að sá tími komi að Gay Pride verði að Love Pride, kærleiksgöngunni þar sem við getum elskað hvort annað burtséð frá því hvaða líkams- hulstur við höfum. Fyrir því má allt eins berj- est. Þá fyrst erum við farin að sjá hvað þetta snýst um." Þorvaldur Kristinsson segir tvíkynhneigð tæpast geta orðið að tískufyrirbrigði þótt hún hafi verið mikið til umræðu síðustu ár. »Því það er alltaf erfitt að synda móti straumnum og allt tal um tísku er út í hött Þegar kemur að kynhneigð. Ég þekki margt tvíkynhneigt fólk og ég veit að þaó á sann- adega undir högg að sækja, bæði frá gagn- kynhneigðum og samkynhneigðum. Tvíkyn- hneigðir slást við alls konar bábiljur um sjálfa sig rétt eins og hommar og lesbíur gera. Ég nefni til dæmis þá bábilju að tvíkyn- hneigðir eigi erfiðara um val í ástum en aðr- ir f makaleit. Af kynnum mínum við tvíkyn- hneigða veit ég að í þeim efnum stefnir hug- urinn í hvert sinn til ákveðinnar manneskju eri af hvoru kyninu hún er kann að vera breytilegt frá einu skeiði lífsins til annars. Flóknara er það nú ekki." Ævintýramennska á rúmstokknum En þótt skortur sé á vísindalegum rannsókn- um á kynhegðun íslendinga má sjá stígandi 1 breyttri kynhegðun síðastliðinn áratug. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Rómeó og Júlía var hálfgerð neðanjarðarbúð ó Grundarstígnum og menn sættu lagi að hara inn sökum feimni og Gróu á Leiti. í dag eru I Reykjavík sex leikfangaverslanir fyrir fulloröna og viðskiptavinirnir fjölmargir. Biarki Karlsson, verslunarmaður í Erotica Shop á Vitastígnum, segir traffíkina bæði viðloðandi og stigvaxandi. „íslendingar hafa ótrúlegan áhuga á þessum leikföngum og eru að sama skapi orðnir miklu frjálslegri þegar kemur að þessum málaflokki. Nú er ekki óalgengt að mæðgur komi saman til að kaupa gerviskaufa, egg og allt þar á milli. Ég hef stundum hugsað að nú liggur fjöl- skylduferðin ekki lengur í Blómaval heldur rakleiðis í klámbúðina." Að sögn Bjarka eru viðskiptavinirnir á aldrinum 18 upp í 75 plús og jafnt einhleypir sem fólk í sambúð. „Hinn venjulegi íslendingur kaupir orðið taisvert magn af kynlífsleikföngum. Hingað kemur þverskurðurinn af þjóðfélaginu; fatlaðir ein- staklingar, verkamenn og viðskiptajöfrar." Bjarki bætir við að frá því um síðustu áramót, eða í ríflega 130 daga, hafi hann selt um 1000 egg og titrara. Það gera milli sjö og átta á dag. „Ég held að kynhegðun hafi tvímælalaust breyst á þann hátt að hinn dæmigerði íslendingur er orðinn bæði leikglaðari og ævintýragjarnari í kynllfinu." Sömu ævintýragirni er að finna á tattoo- stofunni Tattoo JP. Þar byrjaði Fjölnir Braga- son tattú-meistari að gata kynfæri íslend- inga fýrir rúmum þremur árum. „Þá byrjaði bylgja sem hvorki hefur hjaðnað né sér fyrir endann á ennþá. Að jafnaði koma einn til tveir í viku hverri," segir Fjölnir og vísar til meirihluta viðskiptavinanna, sem eru konur á aldrinum 25 til 45 ára. „Flestar koma til að fá hring í forhúð snípsins, en líka geir- vörturnar og karlarnir til að fá hring í liminn. Konur sækjast sérstaklega eftir þessu vegna aukins unaðar og fleiri fullnæginga. Þetta eru normal íslendingar af öllum stærð- um og gerðum, stétt og stöðu." Breyttir tímar Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði, segir brýnt að gera nýja könnun á kynhegð- un sem fyrst til að fylgjast með kynhegðun og þróun á því sviði. „f því skyni er mikil- vægt að finna aðferðir sem vísindamenn sættast á þannig að samfélagið og stjórn- málamenn taki mark á þeim og grípi til að- gerða. Það þurfa að vera víótækar rann- sóknir sem taka til langs tíma því sumt þró- ast á löngum tíma og er annað viðfangsefni en klassískar vísindalegar rannsóknir fást við og menn kalla sífellt eftir. Með öllu því áreiti og klámi sem hefur riðið yfir þjóðina á síðasta áratug þarf varla að efast um annað en að kynhegðun landsmanna hafi tekið breytingum." Þorvaldur Kristinsson tekur undir orð Þor- gerðar og segir allt það ógnarframboð af kynlífsvöru í ýmsum skilningi hafa haft áhrif á samfélag samkynhneigðra, sem og ann- arra. „Þeir eru neytendur á sama hátt og aðrir þjóðfélagshópar, ekki síst hommar sem eru að því leytinu í engu frábrugðnir öðrum karlmönnum. Hins vegar leiðist mér tal þeirra andstæðinga klámvarningsins sem telja hann niðurlægjandi fyrir homma. Ef einhvers staðar er um jafnræði og jafn- ingjaleik að ræða í þeim efnum þá er það að finna í samkynhneigðu karlmannaklámi. Ætli það sé ekki svipað að því leytinu og klám sem lesbíur framleiða fyrir lesbíur. Ég veit það ekki, finnst það rökrétt. Hins vegar heyri ég ungar lesbfur kvarta reglulega og talsvert oftar en áður undan áreiti frá gagn- kynhneigðum karlmönnum sem halda að þær séu nákvæmlega það sem klámiðnaður- inn vill úr þeim gera. Fantasían um tvær saman er góður söluvarningur og að þessu leyti eru lesbíur í engu frábrugðnar öðrum konum; sú skelfilega niðurlæging sem konur verða fyrir í klámiðnaðinum bitnar líka á les- bíum - á sinn hátt." Og þótt fátt sé staðfest í þeim efnum hafa íslendingar, með auknu umburðarlyndi og frjálslegri umræðu, leitað ákveðinna leiðatil að nálgast kynlífslanganir sfnar í meira mæli en áður. Ef farið er inn á Netið má sjá hund- ruð auglýsinga frá einstaklingum sem fá fýsnum sínum besta útrás í sadó-masó- kisma. Formaður BDSM-félagsins á íslandi segir að BDSM ekki tískufyrirbrigði, frekar en sam- og tvíkynhneigð. Fólk velji ekki að vera masókisti eða sadisti heldur sé það frá blautu barnsbeini. „Því er þó ekki að neita að íslendingar virðast tilbúnari að viður- kenna þessa kynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum nú þegar umfjöllunin hefur orðið meiri og frjálslegri. Félagsmenn eru af öllum aldri, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, starfs- vali, pólitískum skoðunum, heimspeki, fata- vali og tónlistarsmekk. Engu að síöur er staðreynd að innan við eitt prósent BDSM- fólks hefur einhvern tíma tekið þátt í svona félagsstarfi. Hin 99 prósentin stunda BDSM heima hjá sér og virðast ekki hafa neina þörf fyrir að taka þátt í starfinu þótt sumum þyki gott að vita af tilvist félaganna." Og hvar stöndum við þá? Eru íslendingar raunverulega orónir lostafyllri eða lauslátari en árið 1992? Og þótt kynlíf landsmanna sé loks komið út fyrir þröskuld svefnherbergj- anna, þýðir það þá endilega breytta kyn- hegðun? Svörin verða aldrei afgerandi nema þjóðin fái litið nýja kynlífskönnun, sem land- læknir hafði víst á stefnuskránni í fyrra þeg- ar sú eldri varð tíu ára. Hins vegar er Ijóst að kynlífsbyItingin síðari hefur auðgað kynlíf flestra íslenskra kynvera, gert ástalíf þeirra unaðsfyllra og fært meiri gleði heim á rúm- stokkinn. En samkvæmt þeim rannsóknum sem nú liggja fyrir er að minnsta kosti Ijóst að útlendingar fá ekkert meira fyrir sinn snúð hér en heima hjá sér. Þórdís Lilja Gurmarsdóttir er blaðamaður SKÝJA.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.