Ský - 01.04.2003, Page 49

Ský - 01.04.2003, Page 49
nda þótt ávöxtunarkrafa fjárfesta í fjölmiðlum hér á landi sé talsvert minni en á stærri mörkuðum og öðrum atvinnugreinum er hún engu að síður fyrir hendi. Sú sjálfsagða krafa er gerð til fjölmiðla í frjálsu markaðsumhverfi að þeir standi undir sér eins og önnur fyrirtæki og helst gott betur. Auglýsingasala stendur undir meirihlutanum af tekjum allra stærri fjölmiðla á íslandi jafnt sem annarstaðar og öllum tekjum sumra þeirra. Þar sem tekjurn- ar af henni ráðast fyrst og fremst af út- breiðslu og vinsældum viðkomandi fjölmiðla er ekki að undra að markaðs- og auglýsinga- deildir láti sífellt meira að sér kveða í allri stefnumótun þeirra - og þar er ritstjórnar- stefnan ekki undanskilin. í Bandaríkjunum hefur árum saman staðið yfir lífleg umræða meðal fjölmiðlafólks um aukið samstarf auglýsinga- og markaðsdeilda fjölmiðla ann- ars vegar og ritstjórna hins vegar. Háværar raddir eru uppi um að meiri áhersla virðist lögð á að útgáfa dagblaða skili eigendum þeirra hagnaði en hin hefðbundnu markmið blaðamennskunnar, það er að segja að standa fyrir upplýstri og fræðandi umræðu og fréttaöflun í almannaþágu. Skilin milli auglýsinga og upplýsinga verða stöðugt ógreinilegri og trúverðugleiki blaðanna er í húfi, segja hörðustu gagnrýnendur þessarar þróunar, honum er fórnað fyrir hagsmuni fjár- festa. Prinsippin, segja þeir, víkja fyrir pen- ingunum. Eins og gefur að skilja hafa aðrir miölar einnig fengið sinn skammt í þessum deilum. Hér hefur þessi umræða ekki farið hátt en þótt aöstæður séu hér talsvert frá- brugðnar því sem bandarískir fjöimiðlungar búa við er vandi íslenskra kollega þeirra í grundvallaratriðum sá sami. Krafan um arð- semi knýr á um auknar auglýsingatekjur og afleiðingarnar eru bæði meiri og margþætt- ari en ætla mætti við fyrstu sýn. Hið augljósa og hið ósýnilega Sem fyrr segir er sala auglýsinga stærsti einstaki tekjuliður allra helstu fjölmiðla landsins og ekkert við það að athuga - svo fremi sem þær eru auðkenndar sem slíkar. Kostun er einnig mikilvægur tekjubrunnur margra Ijósvakamiðla, en þá eru einn eða fleiri auglýsendur fengnir til að standa straum af kostnaði við tiltekna þætti eða út- sendingar að einhverju eða öllu leyti og þeirra stuðningur tíundaður svo sem kostur er. Þótt hér sé í raun einnig um skýrt af- markaðar auglýsingar að ræða má færa fyr- ir því rök að með því að fara út í kostun séu fjölmiölar strax farnir að fikra sig út á grátt svæði hvað sjálfstæði í dagskrárgerðinni varöar. Mörkin milli auglýsinga og ritstjórn- arefnis verða hins vegar oft og tíðum býsna óljós í ýmsum sérblöðum um afmarkað efni, sem gjarnan fylgja dagblöðum og tímaritum og hið sama gildir um ákveðin tímarit yfirhöfuð. Enn óljósari verða þau í frétta- flutningi og umfjöllun hvers konar í tengsl- um við svokallaðar „melluferðir", þar sem fjölmiðlar verða sér úti um ódýrt efni með því að þekkjast boð fyrirtækja um að senda fulltrúa á hinar og þessar uppákomur vftt og breitt um landið og heiminn sér að kostnað- arlausu. Svokallað „product placement“, þar sem þekktum vörum eða vörumerkjum er stillt upp á áberandi stað án þess að um það sé fjallað að öðru leyti, er einnig vel þekkt fyrirbæri. Til skamms tíma var þetta algjörlega bundið við kvikmyndir og leikió sjónvarpsefni, en á allra síðustu árum hefur það hins vegar færst í vöxt að þessari brellu sé beitt í spjall- og lífstílsþáttum af ýmsu tagi. Sem betur fer er það nær óþekkt að auglýsendur fái birta jákvæða texta eða myndskeið í íslenskum fjölmiðlum gegn greiðslu undir fölsku flaggi almenns rit- stjórnarefnis þótt vísvitandi blekkingar af þessu tagi sjáist í sívaxandi mæli í erlendum blööum og tímaritum. Þessi ólíku birtingarform markaðsaflanna í fjölmiðlum eru hins vegar aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin snýr að bar- áttunni um að fá þessi sömu markaðsöfl til að auglýsa í einum fjölmiðli fremur en öðrum og hefur mun meiri og djúpstæðari áhrif á eðli og ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna sem slíkra þótt hún fangi sjaldnast athygli þeirra sem á þeim starfa og sé álíka sýnileg al- menningi og bakhlið tunglsins. Melluferóir í október síðastliðnum fór stór hópur fjöl- miölafólks til Búlgaríu til að vera viðstaddur opnun nýrrar lyfjaverksmiðju Balkan-Pharma og Pharmaco þar t landi og fréttaflutningur og umfjöllun um fullkomnun verksmiðjunnar, möguleikana sem hún opnaöi íslenska eig- andanum og íslenskum útflutningi almennt stóð dögum saman í flestum fjölmiðlum. Hins vegar fór minna fyrir umfjöllun þessara sömu miðla um takmörkuð réttindi og bág kjör verkafólks í þessu nýfátæka markaðs- þjóðfélagi, þótt ástæðunnar fyrir staðarval- inu sé ekki síst að leita í einmitt þeim. Þann 27. febrúar fylgdi nýtt flugfélag, lceland Ex- press, í margtroðin og sívinsæl fótspor Flug- leiða þegar það bauð íslenskum frétta- og blaðamönnum t jómfrúrferðir flugfélagsins til Kaupmannahafnar og London. Daginn eft- ir komu 33 breskir kollegar þeirra til íslands - einnig á vegum lceland Express. Þegar strik.is hóf göngu sína á Netinu fyrir nokkrum árum var undirritaður, þá dagskrár- gerðarmaður á Rás 2, í hópi fjöimiðlafólks sem flaug til Kaupmannahafnar á kostnað fyrirtækisins sem stóð að rekstri þess. Greip símann um hálffimmleytið og talaði í beinni útsendingu frá Strikinu um það sem eins auðveldlega hefði mátt fylgjast meö í tölvunum í Efstaleitinu, nefnilega opnun þessa nýja vefmiðils - ef menn hefðu kært sig um að fjalla um það á annað borð. Það var jú ekki eins og það vantaði nýja vefmiöla að fjalla um á þeim tíma. Þorbjörn Brodda- son prófessor er ómyrkur í máli um slíkan fréttaflutning. „Blaðamaður sem þiggur einhvers konar hlunnindi af þeim sem fjallað er um er sjálf- krafa orðinn vanhæfur til að fjalla um hann. Það gildir einu hvort það er flugferð til Búlgaríu eða þriggja rétta máltíð á blaða- mannafundi," segir Þorbjörn. „Það er allt í lagi að þiggja kaffiþolla, en um leið og menn fara að þiggja eitthvað verulega bitastætt og kostnaðarsamt er hlutleysið sjálfkrafa fyrir bí.“ Ef málið er ekki nógu mikilvægt til að viðkomandi fjölmiðill sendi sinn fulltrúa til að sinna því á eigin kostnað á hann ann- aðhvort að sleppa því að fjalla um það eöa verða sér úti um upplýsingarnar á annan hátt, að mati Þorbjörns. „Reglan er afskap- lega einföld: Engar niðurgreiðslur á frétta- og efnisöflun." Þótt heldur hafi dregið úr fréttamennsku af þessu tagi undanfarin misseri að mati Þorbjörns virðist enginn íslenskur fjölmiðill halda þessa reglu í heiðri svo vel sé, eins og ofangreind dæmi sýna. Sérblöð og kynningar „Hjá okkur eru alveg hreinar línur, það er ekki borgað fyrir það sem skrifað er um í Morgunblaðinu," segir Karl Blöndal aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins, en því fylgja mörg og margvísleg sérblöð um afmarkaða þætti lífsins og tilverunnar flesta daga vik- unnar. Þessi sérblöð eru mistengd Morgun- blaðinu. Sum, eins og bíla-, fasteigna- og viðskiptablöðin, eru nánast samgróin blað- inu og gefin út undir þess nafni. Önnur svo sem Lifun og M (nýtt fylgiblað um mat og vín), eru gefin út af Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Fastir ritstjórnarmeðlimir sjá að mestu um öflun og úrvinnslu efnis í þau fyrrnefndu og í undantekningartilfellum einnig í þau síðarnefndu. Bæöi Lifun og M heyra hins vegar beint undir markaðsdeild en ekki ritstjórn. Efni óreglulegra og árstíða- bundinna sérrita um fermingar, garðvinnu o.þ.h. er að mestu unnið af blaðamönnum Morgunblaðsins. Þrátt fyrir að efni sumra þessara aukablaða, og þá sérstaklega þeirra síðastnefndu, sé iðulega að stærstum hluta viðtöl við fulltrúa tiltekinna sölu- og þjónustuaðila eða kynning á því sem þeir hafa upp á að bjóða sér Karl enga hættu á hagsmunaárekstrum. „í þessum blöðum eru engin tengsl milli auglýsinga og efnis þótt umfjöllunarefnið og auglýsingarnar hverju sinni geti verið af svipuðum toga. Auðvitað er mikiö af auglýsingum um gróðurvörur og PRINSIPPIN & FJÖLMIÐLARNIR SKÝ 47

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.