Ský - 01.04.2003, Qupperneq 56

Ský - 01.04.2003, Qupperneq 56
[ VIÐARKLÆONINGAR 1 mmm eibSÉíÍI HUGLEIÐINGAR UM VIÐARKLÆÐNINGAR Það hefur verið mjög móðins undanfarin misseri að brjóta upp útlit al- eða steinklæddra bygginga með við, sem vill svo gjarnan láta hratt á sjá. Hér sést glögglega mismunurinn á veðrun þess hluta viðarklæðningarinnar sem er óvarinn fyrir veðri og vindum annars vegar og hins var þess hluta sem er í skjóli. Byggingin er Hjúkrunarheimilið Sóltúni. Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýrinni eru annað dæmi um hvernig viðarklæðning gránar á skömmum tíma ef viðhaldi er ekki sinnt. Fyrir utan sjónræn gildi er eitt mikilvægasta hlutverk utanhússklæðninga að verja bygg- ingar fyrir veðrum og vindi. Þetta á ekki sfst við þar sem saman fer úrkoma og hvass vindur, það er að segja slagregn. Viðarklæðningar hafa verið notaðar mjög lengi á íslandi. Fyrstu timburhúsin sem risu hér á landi voru klædd með viðarklæðning- um. Sumum þessarra húsa hefur verið hald- ið við í nánast upprunalegu horfi fram til dagsins í dag. Sem dæmi má nefna Mennta- skólann í Reykjavík og hús Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði. Notkun viðarklæðninga utanhúss felur að sjálfsögðu í sér viðhald, rétt eins og annarra kleeðninga. Umfang þess er hins vegar háð ansi mörgum þáttum og má þar nefna efnis- val, yfirborósmeðhöndlun, ýmis konar deilifrágang klæðninga og festingar. Þegar notkun viðarklæðninga færist í vöxt er eölilegt að spurningar um endingu og viðhald komi fram. Ending og viðhald fara að gjarnan eftir því hvort byggingaraðila hefur tekist að velja rétt efni á réttan stað. Eðlilega fellur það f hlut framleiðanda að vanda sérstaklega til efnisvals í klæðningar. Lega árshringja í viðnum getur t.d. haft veruleg áhrif á endingu og þar ræður mestu hvernig klæðningin er söguð úr trjábolnum. Hlutverk hönnuða getur einnig verið tals- vert þegar ákveða þarf uppsetningu, yfir- borðsmeðhöndlun og deilifrágang klæðn- inga. Þáttur iðnaðarmanna er ekki minnstur þar sem öll efnismeðferð á byggingastað og uppsetning klæðninga er mikilvægur hlekk- ur í endingu þeirra. Ekki er óalgengt aó hús- eigendum finnist klæðningar endast illa og eiga þá gjarnan við sjónræna hlið málsins. Klæðningar veðrast (grána) og hætta þá í sumum tilfellum að uppfylla væntingar um útlit. Allir þeir áhrifaþættir á endingu klæðn- inga sem nefndir hafa verið geta átt sinn þátt í þessu en trúlega er algengast að ým- ist sé upphaflegri yfirborðsmeðhöndlun eða almennu viðhaldi ábótavant. Þó má ekki gleyma því að sumum klæðningum er bein- línis ætlað að grána og sýna ákveðin öldurn- areinkenni. Algengustu viðarklæðningarnar á íslandi eru gerðar af barrtrjám (t.d. greni) og þá ýmist sem sagað efni eða sem plötuklæðn- ingar (krossviður). í seinni tíð hefur færst í vöxt notkun á viðarklæðningum af stofni lauftrjáa svo sem sedrusviöur og ýmsar harðviðartegundir. Viðarklæðningar utanhúss á íslandi geta verið bæði hentugur og endingargóður kost- ur. Til að svo megi verða þarf að vanda til allra þátta f uppbyggingu þeirra og sinna eðlilegu viðhaldi af kostgæfni. Höfundur er Friðberg Stefánsson, byggingarverk- fræðingur, sérfræðingur í burðarþolshönnun, brot- fræði, trévirki og framkvæmdareftirliti. Ljósmyndir. PRll STttRNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.