Ský - 01.04.2003, Side 63

Ský - 01.04.2003, Side 63
[ hOnnunarsýning í NIÍLANÓ 1 Veisla fyrir augað Stærsta og fjölsóttasta húsgagnasýning heims, Salone del Mobile, er haldin í Mílanó í apríl ár hvert. Á meðan á sýningunni stendur fyllist borgin af fólki sem ýmist röltir á milli sýningarstaða í guðskaparblíðu eða hleypur í skjól undan vorrigningunni. Sýningin sjálf fer fram innan múra risa- vaxins sýningarsvaeðis, sem kallast Fiera di Milano, en einnig eru í gangi í borginni fjölmargir og ekki síður áhugaverðir viðburðir. Gallerý, veitingastaðir, hótel, búðir, gömul verksmiðjurými, alls konar önnur húsakynni og húsasund hýsa þennan „óformlega” hluta sýningarinnar. Keppst er við að ná athygli með hvers konar uppákomum og ekki síður með guðaveigum og dýrindis smábit- um. Oft glittir í nafntogaða hönnuði og miklar tilfinningar svífa um í rammítalskri stemmningu. Tinna Gunnarsdóttir hönnuður, var útsendari Skýja í Mílanó og kom til baka með þessa hönn- unarveislu í farangrinum. Prived Oca (tii vinstri) HÖNNUÐIR: Humberto e Fernando Campana STÆRÐ: 100 x 60 x 240 sm ÞYNGD: 200 kg EFNI: Swarovski kristall og tágar Cartes Blanches HÖNNUÐUR: Frédéric Ruyant Salvation Ceramics HÖNNUÐIR: Constantin and Laurene Leon Boym EFNI: Notaðir postulínshlutir STÆRÐ: 25-50 sm á hæð Favela HÖNNUOIR: Humberto og Fernando Campana EFNI: Stólarnir eru framleiddir í brasilíska smábænum Santo Cristo, þar sem innflytjendur hafa lifað af smíðum mann fram af manni. Efniviðurinn er tekinn beint úr fátækrahverfunum Ifavelasl og stóll- inn byggður upp stykki fyrir stykki, handlímdur og negldur saman.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.