Ský - 01.04.2003, Page 65

Ský - 01.04.2003, Page 65
63 BYGGKAFU [ hOnnunarsýning í MÍLANO 1 Achille Castiglioni fæddist í Mílanó árið 1918. Hann útskrifaðist sem arkitekt árið 1944 og vann náið með eldri bróður sínum Pier Giacomo að alls- konar tilraunakenndum verkefnum allt til dauða Pier Giacomos undir lok 7. áratugarins. Þeir hafa unnið til óteljandi verðlauna og heiðursnafnbóta og verk þeirra eru í eigu hönnunarsafna út um allan heim. Achille dó síðla árs 2002. Þegar Achille var spurður fyrir rétt um tíu árum síðan hvernig mað- ur verði góður hönnuður svaraði hann eitthvað á þessa leið: „Ef þú ert ekki forvitinn skaltu strax hætta. Ef þú hefur ekki áhuga á öðrum, hvað þeir gera og hvernig þeir gera það þá er hönnun ekki þinn vettvangur. Góð hönnun verður ekki til vegna ásetníngs þíns um að setja mark þitt á hlutina held- ur vegna þrárinnar til að skapa samskipti, jafnvel þótt þau séu lítil, við óþekkta persónu sem mun koma til með að nota hlutinn sem þú hannaðir. Reyndu að skilja að rannsóknarferlið er kjarninn og hluturinn sem er framleiddur er einungis kafli, and- artak en ekki endanleg niðurstaða." Fly me to the moon (upplýst blaðra fyllt með helíumgasi) HONNUÐUR: Kazuhíro Yamanaka Take a line for walk 1 HÖNNUBUR: Alfredo Háberli

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.