Ský - 01.04.2003, Side 69

Ský - 01.04.2003, Side 69
Ef goðsögnin um afrtska karlmenn er rétt gefa afrískar konur þeim ekkert eftir. Þær eru gyðjur hvernig sem á þær er litið. Kvenlegar, háfættar og með stálrass. Þær vita að til að temja karlmann þarf aó ögra honum kynferðislega. Aðdráttarafl liggur í hárinu, en ekki vilja allar afrískar konur sætta sig við hrokkið hár örlaganna. Að auki segir mér þeldökk hárgreiðslukona að afrfskt hár vaxi líka ein- faldlega mjög hægt. Það er því af illri nauðsyn sem konurnar koma á hárgreiðslustofurnar til að fá sér sexf greiðslur einu sinni í mán- uði. Ung stúlka situr í hárgreiðslustól eins og tætt fuglahræða. „Ekki taka mynd af mér fyrr en ég er tilbúin,” segir hún skipandi. Hárgreiðslukonan tekur til við aö flétta f hana ekta hárlengingar frá Indlandi sem munu endast f þrjár til sex vikur. Stúlkan horfir á speg- ilmynd sína umbreytast og fríkka meðan reggae-tónlistin og kæru- leysið fylla skilningarvitin. Hér er það tískan sem blífur. Hvort viltu afró-fléttur sem liggja þétt við höfuðið og ná langt niður á bak eða sexí hárlengingu með sixties svingi? Allir regnbogans litir ganga í greiðslunum en fallegast þykir aó fá sér Ijósa lokka eóa Ijóst, stríp- að hár til að skera sig úr fjöldanum. AFRÍSKAR KONUR MEÐ INDVERSKT HÁR Hárið er ekta, hér er allt ekta, bara mismunandi mikið ekta. „Afrísk- ar konur eru með indverskt hár,” segir indverskur hársölumaður rétt hjá Cháteau d'Eau-metróstöðinni. Hinum megin á hnettinum þvær indverskt heittrúarfólk sér og rakar af sér hárið áður en það stígur inn í allra helgustu musteri til bænaiökana. Hárinu er safnað sam- an og það meöhöndlað á viðeigandi hátt áður en það er selt í stór- um förmum til tískuborga heimsins; London, Parísar, New York og Rómar. Indverski prinsinn minn brosir Ijúft í kvennafans og hvíslar að mér gullmolum um hárskottin sín. í Afró-hverfinu hafa veggirnir eyru og hljóð heyrast í mílufjarlægð. Blaðamanni með myndavél er síst treystandi, enda Ifður ekki á löngu áður en þeldökkur maður reynir aó flæma mig á brott. Mystíkin er alger og fljúgandi hárskott eru í öllum hornum búðarinnar. Ung blökkustúlka reynir að finna sér skott og verður starsýnt á Ijóslitað hár sem hún kaupir á 4.000 kr. Það er gangverðið á skottunum, síðan kostar annað eins að láta sauma þau við hárrótina. Það kostar því ríflega 8.000 kr. á mánuði að vera afrísk gyðja með Ijósa lokka eins og Marilyn Monroe eða með elegant hár að hætti Opruh Winfrey. Það besta er að hár- greiðslan er svo til viðhaldsfrí, það þarf ekki að þvo hárið nema á þriggja vikna fresti á stofu og kostar slíkt 1.500 kr. Eftir fjórar til sex vikur er lokkunum sprett af og nýir saumaðir á í staðinn. Eftir stendur að til að tolla í afrísku hártískunni þarf aö kosta tíl um 120.000 krónum árlega, ómældri fýrirhöfn og tímaeyðslu. „Beauty knows no pain," gætu gyðjurnar hugsað í lok dags er þær hvíla ör- magna en hárprúðar í faðmi elskhuga sinna. Og víst er eitthvað til í því. TJÚTTAÐ VIÐ VUITTON, GUCCI & DIOR Brothætt lítil blökkustúlka í rauðum kjól, með fíngerðar afró-fléttur og gulleyrnalokka fylgist með óhömdum fulloröinsheimi sem seinna verður hennar. Dancing Queen ómar í hljómlausum hátölurunum og barnið dansar í litríku afklipptu hári sem hylur gólfiö líkt og blóma- breiður. Mamman tekur hana upp og treður organdi ofan í klæóis- poka sem hún hefur á bakínu. Enginn kippir sér upp við neitt. Afró- hárgreiðslustofurnar eru eins konar félagsheimili. Þar eru mæður meö ungabörn á brjósti, smábörn, gelgjulegir unglingar og hrörleg gamalmenni. Stórkostlegt kaos framandi menningar og yndislegs fólks sem lætur eins og það eigi í mér hvert bein. Lyktin er þung og heit. Kryddlegin frumskógarangan gæti einhverjum dottið í hug. Svitinn perlar á hárgreiðslukonunum er þær hamast við að flétta. Á meðan standa sterklegir blökkumenn eins og varðhundar fyrir utan stofurnar og reyna að lokka inn viðskiptavini og einstaka túrista sem vafra um hverfiö. 0T?'5MA „Ljósir lokkar eru flottastir því þá sker ég mig úr fjöldanum.”

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.