Heilbrigt líf - 01.12.1958, Side 10
frá sér betageisla. f líkamanum er einnig vottur af radium
og fyrrnefndum geislaefnum loftsins. Geislavirkar ör-
eindir i loftinu loða gjarnan við rykagnir og berast með
vindum, en falla til jarðar með snjó og regni. Saman-
lagður geislaskammtur vegna innri geislunar er talinn
vera sem næst 0,023 r á ári, og munar þar mest um
kalium 40.
Náttúrugeislunin, sem mannkynið befur búið við alla
tíð, er höfð til hliðsjónar þegar meta á viðbótargeislun.
Við liana er miðað, þegar reynt er að ákveð.a hve mikla
geislun stórir bópar manna, heilt þjóðfélag eða mann-
kyn allt, ætli að þola sér að skaðlausu. Það eru geisla-
ábrif á kynkirtlana og hugsanleg breyting á erfðaeigin-
leikum mannsins, sem líffræðingar og erfðafræðingar
hafa bent á, að geti fylgt í kjöjlfar aukins geislamagns,
ef sú aukning, þótt lítil sé, nær til mikils Iiluta þjóðar
eða mannkyns.
Samanlögð náttúrgeislun er nokkuð mismunandi eftir
því við hvaða stað er miðað, eins og áður er minnzt á.
Hún er reiknuð lægst 0,1 r, þ. e. 100 mr á ári, en getur
þó jafnvel komizt upp í 0,5 r (500mr) á ári á vissum
stöðum. Þetta er það geislamagn, sem nær til kynkirtla,
og er sú kynkirtlageislun eða líffræðilegi erfðaskammtur
(gonada skammtur), sem mannkynið hefur búið við.
Venja er að miða þetta geislamagn við 30 ár, frá getn-
aði til 30 ára aldurs, en það er tímabil kynkirtlaþroska
og æxlunar, og almennt álitið að hafa þýðingu í sam-
bandi við erfðáhrif geishmar. Geislamagnið er reiknað
3 r á 30 árum (England), eða allt að 5 r á 30 árum
(Bandaríkin, Svíþjóð).
Geislun frá ýmsum tækjum. Tækniþróun þessarar ald-
ar hefur fylgt notkun röntgengeisla og geislavirkra efna
í læknisfræði, iðnaði og á fleiri sviðum. Geislun, sem
einstaklingar, starfsmannahópar eða sjúklingar fá á þann
hátt, bætist við þá kynkirtlageislun, sem rætl var um.
Einkum kemur þar til greina notkun röntgengeisla í
8
Heilbrigt lij