Heilbrigt líf - 01.12.1958, Qupperneq 11
læknisfræði, og sérslaldega til rannsókna. Ýmsum vand-
kvæðum er bundið, að ákveða með viðunandi nákvæmni
þann geislaskammt, sem bætist við kynkirtlageislun þjóð-
anna vegna röntgenskoðana.
Eftir víðtækar rannsóknir og útreikninga hefur verið
áætlað, að liann muni nema a.m.lc. 22% af náttúrugeisl-
uninni, eða um 0,7 r á 3 árum á hvern einstakling í Eng-
landi. Tilsvarandi tölur eru að meðaltali 3 r á 30 árum
i Bandaríkjunum og Svíþjóð. Ivynkirtlageislun frá þessari
einu uppsprettu getur því jafnazt á við náttúrugeislun-
ina. Það eru sérstaklega röntgenskoðanir á grindarboli,
sem eiga sinn þátt í þessari geislun, en hjá kvenfólki
verður vart komið við geislavörn, nema að mjög takmörk-
uðu leyti, við skoðun sumra innri líffæra.
Röntgensgeislar eru ómissandi við greiningu ýmissa
sjúkdóma, en reynt er að draga úr geislamagni eftir því,
sem við verður komið og takmarka skoðanir á börnum
og unglingum. Enn ríkari ástæða er til varúðar vegna
notkunar geislavirkra efna í læknisfræði, iðnaði og á
fleiri svðum, sem bætir við það geislamagn, sem mann-
kynið verður fyrir. Það eru ekki bein áhrif á einstakling-
inn eða afkomendur lians i næsta liði, heldur viðbótar-
geislun heildarinnar, sem erfðasfræðin miðar við.
Fleira má nefna í umhverfi okkar, sem sendur frá sér
ósýnigeisla. Radium eða önnur geislavirk efni eru notuð
til þess að gera tölur og vísa á úrum og klukkum sjálf-
lýsandi. Talið er, að geislun frá slíku armbandsúri muni
að jafnaði svara til 0,1% af náttúrugeislun, og áætlað
liefur verið að um 15 milljónir úra og vekjaraklukkna
á Englandi muni bæta við náttúrgeislun á alla íbúa sem
svarar 1%.
Röntgentæki, sem allvíða eru notuð í skóbúðum, eru
talin geta gefið geislun, sem svarar um 0,1% af náttúru-
geislun. Það eru ekki aðeins viðskiptavinirnir, sem verða
fyrir geislun, beldur einnig starfsfólkið.
Geislaryk. Ein er sú geislun ótalin, sem valdið befur
Heilbrigt líf
9