Heilbrigt líf - 01.12.1958, Síða 15
nemur tvöfaldri náttúrugeislun, en hún er reiknuð 3—5
r á 30 árum. Hér er þó aðeins urn að ræða sennileg mörlc
og er þess vonandi ekki langt að biða að öruggari vissa
fáist og reglur verði settar í þessu efni. Hámarksgeislun
fyrir starfsfólk við geislastörf eða í kjarnorkuiðnaði er
mun meiri. Efri mörkin eru nú 0.3 r á viku, en þó helzt
ekki meira en 200 r á öllu æfiskeiðinu. Þar er miðað við
þá liættu, sem heilsa einstaklingsins stafar af geislun á
allan líkamann.
Kjarnorkuöldin hefur liaft í för með sér aukna geisla-
hættu fyrir mannkynið. I þvi sambandi biða mörg erfið
viðfangsefni úrlausnar vísindamanna. I kjarnorkuverum
er mikið af geislavirkum úrgangsefnum, sem koma þarf
fyrir svo öruggt sé. Ekki þykir öruggt til frambúðar, að
veita þeim í liafið, eins og stundum hefur verið gert til
þessa. Er sennilegt, að þeim verði að koma fyrir í djúp-
um hellum eða jarðglufum, og ganga þannig frá, að efnin
komist ekki í drykkjarvatn. Sprengingar gela átt sér stað
í kjarnorkuofnum og geislavirk efni dreifzt yfir nágrenn-
ið, en það kom fyrir á Englandi ekki alls fyrir löngu.
Vegna þess, að óhjákvæmilegt er að aukning verði á
þeim geislaskammti, sem mannkynið verður fyrir, verð-
ur að gæta allrar varúðar með ströngum reglum og eftir-
liti. Sá skammtur, sem leyfður er sem hættulaus i iðn-
aði og við geislastörf mun sennilega verða minnkaður á
næstunni í varúðarskyni, vegna þeirrar viðbótargeislunar,
sem kjarnorkunni fylgir. Viðfangsefni vísindamanna í
sambandi við kjarnorkuiðnaðinn og geislaliættu, sem hon-
um fylgir, eru erfið úrlausnar. Það er því einlæg ósk allra
hugsandi manna, að ráðamenn kjarnorkuveldanna sjái
að sér, auki ekki á geislahættuna frekar en orðið er, en
samþykki bann við kjarnasprengingum um alla framtíð.
Gísli Fr. Petersen.
Helztu heimildir:
1) Medical Research Council: The hazard to man of nuclear and
allied radiations. London ’56.
Heilbrigt líf
13