Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 20
'Yfirleitt liafa börnin í Newburgh nú helmingi færri
skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra i Kingston, og er
munurinn mestur á 6—9 ára aldursflokknum, en öll New-
burgh-börnin í þeim floklci eru fædd eftir að farið var að
blanda flúor í vatnið og liafa þvi notið þess alla tið.
Varð ekki fundin önnur skýring á þessum mikla mun
en sú, að flúorviðbótin í vatninu í Newburgh liafi veitt
aukna vernd gegn tannátu.
I neyzluvatni Reykj avíkur, Gvendarhrunnavatni, mun
flúor aðeins vera um 0,2mg/l og má það því teljast flúor-
snautt. Mun meira er i hitaveituvatninu, eða nálægt
0,8mg/l, en það mun lítið notað sem neyzluvatn.
Mætti því þykja fýsilegt að auka flúormagnið með því
að hæta í það flúorsöltum, en raunar verður ekki að svo
komnu sagt fyrir um árangurinn með vissu, þó að mikl-
ar líkur virðist henda til að hann yrði nokkur.
1 þessu sambandi má m. a. benda á, að enda þótt flúor
hafi vafalaust mikil áhrif á styrldeika tannanna, kemur
þar margt fleira til greina, og flúor fá menn eklci aðeins
úr vatninu, heldur einnig úr fæðunni. Það er athyglis-
vert, að þótt tannskemmdir lia.fi minnkað um meira en
50% i Newburgli eftir að flúor var bætt í vatnið, eru
þær þó talsvert áberandi, sennilega viðlíka og hér gerist
til sveita. Mun þó neyzluvatn manna hér á landi yfirleitt
vera flúorsnautt, jafnt í sveitum sem í kaupstöðum.
1 Reykjavík eru tannskemmdir meðal harna sennilega
nokkru tíðari en var í Newburgh 1955 (eftir flúorviðbót-
ina, shr. töflu 1), en þó mun fátíðari en i Kingston. Þetta
er að vísu að miklu leyti ágizkun, því að heimildir hér
að lútandi eru ófullkomnar.
Það er þvi engin trygging fyrir því, að árangur af flúor-
blöndun verði eins mikill hér og í Newburgh. En benda
má á, að víða um lönd hefur neyzluvatn nú verið blandað
flúorsöltum, og alls staðar, þar sem rannsóknir liafa far-
ið fram og reynslutíminn er orðinn nógu langur, mun
hafa fengizt góður árangur. Hefur sums staðar verið sýnt
18
Ueilbrigt líf