Heilbrigt líf - 01.12.1958, Síða 55
leiðir efni er ræður efnaskiptum líkamans (orkufram-
leiðslu úr fæðunni). Sé kirtillinn ofstarfandi, getur geisl-
un frá joðinu dregið úr starfseminni og læknað sjúk-
dóma, er orsakast af þessu.
Geislavirkur fosfór er notaður til lækninga á sumum
blóðsjúkdómum og einnig til þess að greina æxli í aug-
unum.
Geislavirkt gull er notað til þess að hindra vökvamynd-
un, sem orsakast af krabbameini i kviðar- og brjóstholi.
Geislavirkt joð er stundum notað til þess að lina þján-
ingar sjúklinga, sem eru mjög illa lialdnir af hjartakveisu.
Geilsavirkt kóbolt hefur að miklu leyti komið í stað
radíums við krabbameinslækningar.
Isóptópar eru nú orðið mikið notaðir til rannsókna á
sjúkdómum. Gefa má inn örlitið af geislavirku kolefni,
fosfór o. s. frv. í matnum. Slíkt efni gefur frá sér geisla-
orku, sem finna má með svonefndum Geigerteljara og
geta vísindamennirnir fylgzt með rás efnisins um lík-
amann.
Þeir geta komizt að því, livað um cfnið verður og
livernig það myndar efnasambönd og skilst við líkamann.
Rannsóknir af þessu tagi gefa m. a. upplýsingar úm
hinar öru efnabreytingar í lifandi vefjum.
Nú er áætlað, að liver einstaklingur sé að 98/100 „end-
urfæddur“ árlega, þ. e. 98/100 þess efnis, sem byggir
líkama livers einstaklings muni liafa eyðst og endurnýj-
ast að ári.
Sennilega er þó örust þróun í notkun ísótópa við sjúk-
dómsgreiningar.
Nokkrar merkilegar athuganir á þessu sviði vöktu sér-
staka athygli á fundinum í Oklahoma. M. a. var sagt
frá athugunum á blóðrás manna með hjartasjúkdóma.
Nú verður að nota í þessum tilgangi leggi (kateter), sem
þræddir eru inn í æðarnar og aðrar aðferðir, sem valda
ætíð einhverjum óþægindum iijá sjúklingunum.
53;
Heilbrigt líf