Heilbrigt líf - 01.12.1958, Síða 81
sjúkdómar voru í ætt. Maðurinn var í eðlilegum hold-
um, en neytti fituríkrar fæðu.
3. sjúkrasaga: Eftirsóttur tannlæknir, 39 ára að aldri,
í einkapraxis, opnaði tannlæknastofu í nágrannabæ, %
klst. akstur var milli bæjanna. Daglegur starfstími á
lækningastofu jókst verulega og 1 klst. akstur bættist
við daglega. Um 6 mánaða bil áður en hann fékk hjarta-
kastið, fann hann til vaxandi spennings, kvíða og þreytu.
Engir bjartasjúkdómar voru í ætt og sjúklingurinn bafði
neytt venjulegrar fæðu.
4. sjúkrasaga: 40 ára svæfingalæknir, sem að jafnaði
liafði langan vinnudag, þurfti einnig, vegna skorts á að-
stoðarlæknum, að taka að sér gæzluvaktir allan sólar-
hringinn tímum saman. Svefn var óreglulegur og oft lít-
ill, en vinnutími óbæfilega langur. Eftir nokkurra vikna
tíma með slíkri áreynslu fékk hann kransæðastíflu. Krans-
æðasjúkdómar voru í ættinni, en fæði venjulegt.
5. sjúkrasaga: Pípulagningamaður, sem vann venju-
lega dagvinnu við sína iðn, liafði það aukastarf að spila
í danshljómsveit 3—4 kvöld í viku, (il þess að auka tekj-
ur sínar. Úr þessu varð að sjálfsögðu mjög langur vinnu-
dagur, óreglulegur og oft lítill svefn. Hann neytti venju-
lega ríkulegrar máltíðar, er hann kom lieim frá vinnu,
og á nóttunni, er hljómsveitin hafði lokið störfum, borð-
aði bann venjulega veizlumat á viðkomandi veitingastað.
Ári eftir að hann hóf þetta aukastarf, fékk hann krans-
æðastíflu. Annað foreldrið Iiafði Iiaft kransæðasjúkdóm.
Þessi ágrip af 5 sjúkrasögum verða látin nægja til skýr-
ingar á þeim sjúkdómstilfellum, 91 að tölu, þar sem talið
var að um of mikla áreynslu væri að ræða, ásamt áhyggj-
um, spenningi og kvíða.
6. Líkamleg áreynsla: 58% af sjúklingum, en 60% af
samanburðarhópnum höfðu liaft venjulega líkamlega á-
reynslu, annaðhvort í starfi sínu eða við íþróttaiðkun. Lik-
amleg áreynsla virtist því ekki hafa haft áhrif á tíðni
sjúkdómsins. Þessar niðurstöður rýra ekki gildi fyrri
Heilbrigt líf
79