Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 12
Amt-rískur læknir svarar í grein þessari spumingunni
Eru reykingar óskaðlegar?
Grein úr „Science Digest“,
eftir Harry J. Johnson, dr. med.
OFT ER fjandinn málaður
á vegginn, þegar lýst er
örlögum reykingamannsins.
Menn hafa talið saman þær
eiturtegundir, sem líkaminn
fengi í sig, og varpað fram
fullyrðingum um skaðsemi
þeirra: Ekki þurfi nema tvo
dropa af nikotíni á tunguna í
ketti eða hundi svo honum sé
bráður bani búinn. I einum
vindli sé nægilegt nikotín til
að drepa tvo menn o. s. frv.
Slíkar staðhæfingar geta ver-
ið á rökum reistar, en reyking-
armenn geta hinsvegar bent á
fjölda manna, sem hafa reykt
þúsundir vindla eða nægilegt
nikotín til að drepa alla ketti á
landinu, en virðast þó vera við
hestaheilsu og hafa þegar lifað
lengur en líklegt mætti þykja.
Ef tóbakið spillti ekki heils-
unni, væri alls engin ástæða til
að ráða mönnum frá því að
neyta þess. En til allrar ógæfu
er það skaðvæntfyrir líkamann.
Svokallaðir kostir eða öllu
heldur réttlæting tóbaksnautn-
arinnar er eingöngu byggð á
andlegum áhrifum hennar.
Menn finna notalega kennd fara
um sig, þreyta virðist hverfa
og smám saman verða reyking-
arnar að þægilegum ávana. Þetta
eru ástæðurnar fyrir því, að
menn halda yfirleitt áfram að
reykja, ef þeir eru á annað borð
byrjaðir.
Getur nú reykingamaðurinn
veitt sér þennan munað til
lengdar, eða er hann of áhættu-
samur? Verða útgjöldin þeim
mun meiri en ávinningurinn, að
ekki sé tilvinnandi? Sérhver
reykingamaður verður að gera
þetta upp við sjálfan sig, kynna
sér allt, sem mælir með og móti
og kveða sjálfur upp dómsúr-
skurðinn.
Sennilega er alvarlegasta og
kunnasta skaðsemi reykinga
fólgin í áhrifum á blóðrásar-
kerfið.
Margir tóbaksmenn kenna
svima, er þeir reykja fyrstu