Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
Eftir heils dags andlega vinnu
ert þú í raun og veru engu
þreyttari en þegar þú byrjaðir.
Ef til vill finnst þér þú þreytt-
ari — en í rauninni getur þú af-
kastað eins miklu og áður, og
það er hinn rétti mælikvarði á
þreytu.
Þreyta og þreytutilfinning
eru sitt hvað, og það síðara er
enginn mælikvarði á hið fyrra;
því að þreyta er skerðing
á vinnugetu.
Ég hefi hér fyrir framan mig
skýrslur um hundruð tilrauna
frá margra ára rannsóknum,
sem gerðar hafa verið víðsveg-
ar um heim — kort, vinnu-
línurit, þreytulínurit, skýring-
armyndir, töflur, hlutfallstölur
— allar formúlur, sem sálfræð-
ingar nota við nákvæmar rann-
sóknir á þreytu. Heildarniður-
staða þessara tilrauna er sú, að
andlegt erfiði valdi ekki þreytu.
Hvorki dagsverk né æfistarf
við andlega iðju orsakar þreytu.
Um þetta eru allir vísindamenn
á einu máli.
Dr. Austen F. Riggs: „Mikið
og erfitt starf, hvort heldur
andlegt eða líkamlegt, hefir
aldrei í neinu tilfelli, eitt fyrir
sig, orsakað taugaþreytu."
Dr. A. A. Brill: „Enginn
getur fengið taugabilun af of-
reynslu. Andleg ofreynsla sem
sjúkdómur er blátt áfram ekki
til.“
Dr. Paul Dubois: „1 öllum
þeim taugasjúkdómstilfellum
sem ég liefi haft með höndum,
hefir ekki verið hægt að rekja
orsakir eins einasta til of-
reynslu."
Dr. Ira Wile: „Afdráttar-
laust má fullyrða, að taugabilun
vegna ofreynslu sé alls ekki
til.“
Þetta er samhljóða vitnis-
burður allra sálsýkisfræðinga.
Ef tekinn væri blóðdropi úr
heila Einsteins og borinn sam-
an við blóðdropa úr fávitaheila
kæmi í Ijós, að upphugsun af-
stæðiskenningarinnar útheimti
tæpast meiri orku, en fer í að
ná fjöður af höndum sem eru
löðrandi í sykurkvoðu. Það fer
minni orka í sonettu hjá Shake-
speare en eitt hnefahögg úti-
látið af Joe Louis.
Af þessu má marka hversu
maður tekur nærri sér að skila
erfiðu dagsverki á skrifstofu.
Thomdike dregur þá ályktun
af öllum rannsóknum, sem gerð-
ar hafa verið á þessu sviði, að
sú þreyta, sem kvartað er und-
an, sé ekki eiginleg skerðing á