Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 21
GIFT FYRIR GUÐI —
19
mjög þakklátur. Hann. leit
snöggvast í spegilinn, sem var
bakvið veitingaborðið, en
snéri sér snögglega eins og hann
vildi forðast spegilmyndina;
snúa baki við þvi, sem minnti
hann á, hve gamall hann var,
og stakk upp á því, að þau
færu inn í borðstofuna. í tveim
borgum hafði sá misskilningur
orðið, að fólk hafði haldið, að
þau væru feðgin, en það hafði
aldrei komið fyrir í New York
og hami sá, að svo mundi ekki
heldur vera í hótelinu hjá Glens-
fossum. Hún valdi ódýran mat
og það þótti honum skynsam-
Iegt, þó að honum sjálfum hefði
aldrei dottið sá sparnaður í hug.
Þau voru ánægð með veðrið.
Þetta var morgun einsog eftir
stormnótt. Það hafði ekki rignt
um nóttina, en loftið var tært
og sólin skein í heiði. Fjöllin
blöstu við þeim, þegar þau fóru
fyrir endann á Georgsvatninu.
Haustblær var kominn á þorpið.
Það minnti sumargestina, sem
voru að taka sig upp í útjaðri
þorpsins, á að koma aftur til
að iðka vetraríþróttir. Búið
var að loka flestum hótelum
og búðum. Dick keypti dálítið
af smurðu brauði. Hann vissi,
að ekkert ætilegt var til í hús-
inu og hvergi hægt að fá mat
keyptan í námunda við það.
,,Ef mamma er þar ekki“, sagði
hann við Ellen. Þegar þau voru
komin útúr þorpinu og á veg-
inn meðfram vatninu, söng hún
margar vísur, sem um þær
mundir voru á allra vörum.
,,Þú hefir ágæta rödd, elsk-
an“, sagði hann og það var
einlægni í rómnum.
„Þú hefir í rauninni aldrei
heyrt mig beita röddinni“.
„Heyrt þig hvað?“
„Beita röddinni — hefi ég
aldrei sagt þér frá Bert?“
„Nei“, sagði hann, „þú hefir
aldrei sagt mér frá Bert. Ég
man ekki að ég hafi heyrt það
nafn fyrr“.
„Hann var austurlenzkur sér-
fræðingur í söng,“ sagði Ellen.
„Hann hafði einkennilegan kött
frá Mexiko í íbúðinni sinni,
þangað til húseigandinn komst
að því. Hann vissi ekkert um
austurlenzka hljómlist. Hann
kallaði sig barón. Hann sagði
aldrei ,,ég“ eða „mig“; hann
sagði alltaf ,,við“. Við þetta og
við hitt. Ég bað hann stundum
um að hætta að nota orðið „við“
svona, en þá varð hann hrygg-
ur í bragði. Hann var vinur
Bunny Tasks. Hann gaf henni
3*