Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
að neyta tóbaks og áfengra
drykkja. Sama er að segja um
te og kaffi.
Yfirleitt á mataræði að vera
óbrotið og hollt og maturinn í
minna lagi.
Hafið gætur á þyngdinni. Ef
þér þyngist, þá verður að
minnka matinn. En sé ekki
um hjartabilun að ræða, þá
ættuð þér að drekka að minnsta
kosti tvo potta af vatni á sólar-
hring og byrja á því undir eins
á morgnanna og enda það eftir
síðustu máltíð dagsins.
Til að lina óþægindin, sem
háþrýstingi eru samfara, svo
sem höfuðverk, blóðsókn til
höfuðsins, æðaslátt, svima eða
svefnleysi, gefa læknar ýms
róandi lyf, svo sem brómiyf,
luminal o. fl. og koma þau að
meira haldi en hin svo nefndu
blóðþrýstingsmeðöl.
Læknir yðar mun einnig gefa
yður hægðalyf eftir því sem
hann telur að nauðsyn beri til.
Að lokum þetta yður til hug-
arhægðar: Þó að þér hafið svo
háan blóðþrýsting að hættulegt
megi teljast, þá má þó vera að
þér getið haldið áfram að lifa
lífi yðar á sama hátt og áður,
en þó því aðeins að þér fylgið
vissum reglum um hvíld frá
störfum. Hættunni mun á þann
hátt verða bægt frá, þótt hún
að vísu sé enn yfirvofandi. Og
svo látum við allt hjal um háan
blóðþrýsting niður falla.
¥
♦
ÉG SVAF og mig' dreymdi:
Engill leiddi mig við hönd inn i land, sem var miklu fallegra
en allt það, er ég hafði áður litið.
Allsstaðar voru börn að leikum. Þau voru ánægð með lífið
og yndisleg. Engir krypplingar og engir fílupokar . . . Þar voru
engin sjúkrahús, engin fangelsi, engin lögregla, engir glæpir, eng-
in tár.
En ég hrópaði hátt: ,,Ég vil fara heim. Landið er fagurt, en
......Hér er ekki hægt að vinna neina sigra, því hér er ekki
við neitt að berjast. Hér er ekki hægt að eignast neina sanna
vini, því sönn vinátta er vökvuð tárum og blómgast aðeins í
svalviðri mótlætis. Hér er ekki um neinn fastan vilja eða stað-
festu að ræða, því staðfesta myndast af baráttu. Hér er engin
gleði, vegna þess að hér er engin sorg. — The Expositor.