Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 15
ERU REYKINGAR ÓSKAÐLEGAR
13
þeir misstu löngun. I 17% til-
fella var þao af umhyggju fyrir
heilsunni. Erting í nefi og hálsi
hafði knúið 12% til að hætta.
Hjá 8% voru veilur í maga og
gömum orsökin.
Margir halda, að reykingar
hafi sefandi áhrif og hjálpi til
að sigrast á taugaveiklun.
Ekkert gæti verið fjær sanni.
Reykingar verka örvandi, ekki
sefandi. Við tilraun, sern gerð
var fyrir nokkrum árum, voru
áhrifin af innspýtingu adrena-
líns, sem er öflugt örvunarlyf,
borin saman við áhrifin af tveim
sígarettum. Mælingar voru
gerðar á hitabreytingum hör-
undsins, æðaslætti, blóðþrýst-
ingi og blóðsykri.
Niðurstaðan var, að áhrifin
vom furðulega svipuð. Æða-
sláttur varð tíðari, hörundshiti
Iækkaði, blóðþrýstingur hækk-
aði og blóðsykursmagnið óx.
Reykingarnar eru því örvandi.
Það tjón, sem reykingar geta
unnið, fer eftir því, hve margar
sígarettur, vindlar eða pípur
em reyktar á hverjum degi.
Ef fullhraustur maður reyk-
ir minna en 6 sígarettur eða
færri en 2 vindla daglega, er
hann ekki reykingarmaður frá
sjónarmiði heilsufræðinnar.
Mönnum skildi ætíð ráðið frá
að reykja niður í lungun, því að
það eykur á skaðsemi reyking-
anna.
Það virðist litlu skipta, hvort
menn reykja vindla, sígarettur
eða pípu. Það, sem máli skiptir,
er, hve mikil brögð eru að reyk-
ingunum.
Reykingar eru ávani en ekki
ástríða. Hver maður getur hætt
að reykja, án þess að taka það
verulega nærri sér, ef nógu gild-
ar ástæður eru fyrir hendi.
Allir læknar hafa séð, hve
tiltölulega auðvelt mönnum
veitist að hætta að reykja, ef
þeim er sagt, að það sé hættu-
legt hjartanu. Einhvernveginn
missa þeir alla löngun til reyk-
inga, og venjulega getur enginn
fengið þá til að snerta framar
sígarettu.
Ef læknirinn er á hinn bóginn
ekki nógu ákveðinn, heldur ræð-
ur að eins til að draga úr reyk-
ingunum, þá verður það kross-
burður; hver sígaretta er vand-
lega talin og öll reykinga-
athöfnin fær á sig nýjan og
óverðskuldaðan hátíðablæ.
Ef þú reykir, þá er það þitt
að úrskurða, hvort nautnin af
reykingunum réttlætir þá
áhættu, sem heilsunni er teflt í.'