Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 72
J*að er ekki hægt að losna við
gráa hárið, því að
Hárlitun er hœttuleg
Grein úr „Consurners Report“.
PRU ævintýri og skemmti-
legheit að segja skilið við
þig vegna, þíns fyrir tímann
hæruskotna hárs ? Láttu ekki
gránuðu hári líðazt að eyði-
leggja tækifærin í lífinu. Blendo
— notað í kyrþey heima hjá
þér — mun gefa hárinu hinn
eðlilega glæsileik og lit.“
Að baki háfleygu orðagjálfri
auglýsingar eins og þessarar,
kann að liggja viðurstyggileg
líkams- eða heilsuspilling. Kven-
fólk, sem móttækilegt er, getur
þurft að gjalda hárlitunina með
heilsumissi eða jafnvel lífi sínu.
Þegar bezt lætur, bera slíkar
tilraunir „í leynd heima hjá
sér“ allskostar ófullnægjandi og
oft hræðilegann árangur. Ef þín
er freistað af hárlitun — þá
fer vel á því, að þú vitir allan
sannleikann um hana — og því
fyrr, því betra.
Fyrst er frá því að segja,
að enn er það meðal óþekkt, er
gefur gránuðu hári lit sinn aft-
ur. Grá hár koma af skorti
á litarefni er myndast
fyrir starfsemi líkamans. Hár
sem hefir fengið að vaxa,
„visnar“ ekki, því er auglýsing,
sem lofar að gefa visnuðu hári
lit sinn — bláber blekking.
I öðru lagi er þetta: Hár-
litunarmeðal, er gefur hárinu í
senn skemmtilegan og raun-
verulegan lit fyrirfinnst ekki.
Hárlitun má skipta í þrjá
höfuðflokka: koltjöru- málm og
jurtaliti. Koltjörulitum er síðan
skipt í tvennt, koltjörulyf og
tilbúinn koltjörulit. Koltjöru-
meðalið er litlaust efni, sem
sagt er að þrengi sér inn í
og liti innri hluta hársins,
án þess að eyðileggja eðlilegan
gljáa þess. Hárið getur fengið á
sig margskonar blæ og lit með
þessari aðferð. En sá böggull
fylgir skammrifi, að litir þess-
ir, jafnframt því að vera hinir
sterkustu, eru þeir hættu-
legustu hárlitir sem til eru.
Fólki, sem á annað borð er við-
kvæmt fyrir þeim, geta þeir
reynst stórhættulegir. Notk-
un þeirra getur haft í för með