Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 92
90
tJRVAL
númer níu, báðir jafn ákafir og
eftirvæntingarfullir.
Tina sagði: „Herra majór,
mig langar til að tala við yður.“
Og hún tók í hendina á honum
og leiddi hann inn í svefnher-
bergið sitt.
Tina settist niður á rúmið, en
majórinn á stól við snyrtiborðið.
,,Mig langar til að spyrja
yður um svolítið, herra majór,“
sagði hún.
„Nú?“ sagði majórinn. Hann
vissi ekki á hverju hann ætti
von, en hann bjóst við, að það
mundi gleðja sig, hvað sem það
væri.
„Hvað haldið þér að stríðið
standi lengi? Ég á við, hér á
lt.alíu.“
Majórinn fann ekki til neinn-
a.r gleði. „Þetta er mjög alvar-
leg spuming," sagði hann. „Við
skulum ekki tala um stríðið. Það
er það eina, sem ég heyri allan
daginn, stríð, stríð stríð.“
„En ég hefi sérstaka ástæðu
til aðspyrja,“ sagði Tina. „Hvað
haldið þér, að stríðið standi
lengi?“
„Hvernig ætti ég að vita
það?“ sagði majórinn og var
dálítið styggur í röddinni. „Til
þess að geta svarað því, þyrfti
ég að vita miklu meira um
áætlanir okkar í herferðinni, og
ef ég vissi um áætlanirnar þá
vissi ég um hernaðarleyndar-
mál, og ég gæti ekki ljóstað upp
leyndarmálum, þó að ég þekkti
þau.“
„En þer getið gizkað á, herra
majór.“
„Jæja, ég get upp á tveim
mánuðum í viðbót.“
„Og hvað haldið þér að líði
langur tími frá því að stríðinu
lýkur og þangað til ítölskum
herföngum verður sleppt?“
Joppolo skildi undir eins hvað
hún var að fara, og það gladdi
hann ekki. „Eigið þér unnusta,
sem tekin hefir verið fastur?“
„Ég veit ekki hvort hann er
fangi eða hvort hann er dauður
eða hvað. Það er það, sem er
verst, það er þessvegna, sem
mig langaði til að tala við yður,
herra majór. Við Giorgio
ætluðum að eigast.
„Nú, og hvað viljið þér, að
ég geri?“
„Getið þér komizt að því fyrir
mig, hvort hann er fangi, herra
majór?“
„Hvað ætlizt þér til að ég
geri, fari um allar fangabúðir
okkar og spyrji alla fangana
hvort þeir séu unnustar Tinu
frá Adano?“