Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 80
78
tTRVAL
lífsskilyrðin og umhverfið
þeim ekki hagfelíd, þá get-
ur svo farið að þessar ein-
földu sálir berist út í spillingu,
út á glæpabraut, leggist í
drykkjuskap og saurlifnað, sem
að þeirra dómi verður auðveld-
asta lausnin á erfiðleikum lífs-
baráttunnar.
Vér getum ekki, að því er
þetta fólk snertir, skellt allri
skuldinni á glæpa- eða saur-
lifnaðarhneigð þess. Það er al-
kunna að glæpamenn eru yfir-
leitt engir skynskiptingar.
Ræningaforingjar og stór-
glæpamenn eru langt frá
því að vera andlega van-
þroska, og það er sömuleíðis
kunnara en frá þurfi að segja,
að atvinnusaurlifnaður á oftar
rót sína að rekja til fátæktar
og óhagstæðra kringumstæðna
heldur en andlegs vanþroska.
En hvað er þá um þá full-
yrðingu að segja, að þjóðar-
hag vorum og framförum stafi
hætta af því, ef þessum and-
lega lítilsgildu sálum sé óhindr-
að leyft að auka kyn sitt? Við
skulum nú líta á sannanirnar
fyrir þeirri staðhæfingu, að í
náinni framtíð muni flæða yfir
heiminn sú fávitaalda, sem koll-
varpa muni allri menningu,
nema reistar séu öflugar skorð-
ur við, með því að gera
ófrjóa alla menn, sem ekki hafa
andlegan þroska á við 12 ára
börn.
Þetta er hinn mesti heila-
spuni. Fyrst og fremst eru eng-
ar sannanir fyrir því að þessir
andlegu fáráðlingar auki meir
kyn sitt en aðrir menn. Ef
þessu væri þannig varið, þá
ætti nú meðal barna á skóla-
aldri að vera fleiri andlega
vanþroska en andlega hraust
böm. Þetta á sér alls engan
stað. Sömuleiðis vitum vér að
dánartala hjá andlega veikluð-
um börnum er hærri en hjá
börnum almennt. Ennfremur
eru fábjánarnir og það fólk sem
er ólæknandi vanþroska tekið
þegar á unglingsaldri og sett á
sérstakar stofnanir, þar sem
það á ekki þess kost að auka
kyn sitt.
Þess ber einnig að gæta, að
andlegur vanþroski er alls ekki
ættgengur. Fullhraustir for-
eldrar geta eignast vanþroska
börn og vanþroska foreldrar
geta eignast andlega heilbrigð
börn. Ennfremur eru slík af-
brigði ekki alltaf meðfædd,
heldur geta þau stafað af
öðrum ástæðum, annað hvort,