Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 105
KLUKKA HANDA ADANOBORG
103
Svo að þeir hægðu á sér.
„Hvað heldurðu, að við ættum
að gera?“spurði Zingone aftur.
Fatta sá einhvern á undan,
sem hafði hulið andlitið með
vasaklútnum sínum, svo að
hann sagði: „Settu vasaklútinn
þinn fyxir vitin. Það ver þig
fyrir gasinu.
Þeir settu báðir vasaklúta
fyrir andlitið.
„Fannst þú lyktina af því?“
spurði Zingone í gegnum vasa-
klútinn.
„Já, já,“ sagði Fatta og fann
talsvert til sín, „ég fann hana
greinilega."
„Hvernig var hú.n?“ spurði
Zingone á hlaupunum.
„Hún var dálítið lík reyknum
frá brennisteinsvinnslunni hans
Cacopardo."
Zingone þagði nokkra stund,
en sagði svo: „Ertu viss um, að
það hafi ekki verið reykur frá
brennisteinsvinnslunni.
„Það var eiturgas," sagði
Fatta og saup kveljur.
Fatta stóð á öndinni af hlaup-
unum, en Zingone, sem var lið-
lega vaxinn og enn ekki orðinn
móður, hélt að Fatta væri að
kafna af gasinu.
„Er allt í lagi með þig?“
spurði hann.
Fatta sagði: „Ég held, að við
ættum ekki að hlaupa alveg
svona hratt. Mér skilst að gas
hafi áhrif á þol mannsins. Við
skulum spara kraftana.“
Svo að þeir hægðu á sér,
þangað til þeir rétt skokkuðu
áfram.
Leiðin lá fram hjá húsi Fatta.
Carmelina kona hans hafði látið
ginnast út, er hún heyrði hið
hraða fótatak fyrstu verka-
mannanna, Hún hafði hrópað til
þeirra, er síðar komu, og spurt,
hvað um væri að vera. Þeir
höfðu svarað í gegnum vasa-
klútana einhverju um gasið. En
Carmelina var vantrúuð, og hún
tók ekki mark á því, sem þeir
sögðu — þangað til dálítið kom
fyrir, sem breytti skoðun
hennar.
„Heilaga guðsmóðir!“ hróp-
aði hún. „Á ég að trúa mínum
eigin augum, eða er þetta mað-
urinn mínn hlaupandi?“
Vissulega var það Fatta, sem
skokkaði þunglamalega við hlið-
ina á Zingone í áttina til hennar.
„Eitthvað hræðilegt hefir
komið honum til að hlaupa,“
sagði hún við sjálfa sig. „Kann-
ske er þetta satt um gasið.“
Þegar Fatta var kominn á
móts við hana hljóp hún út á